Lífið

Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Sam­fylkinguna

Jón Þór Stefánsson skrifar
Egill Einarsson sendi frá sér myndbandsyfirlýsingu frá Tenerife.
Egill Einarsson sendi frá sér myndbandsyfirlýsingu frá Tenerife. Mynd/Sýn

Egill Einarsson, fjölmiðlamaður og einkaþjálfari, kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna, líkt og greint var frá í slúðurdálki Mannlífs í gær.

„Ég opnaði íslenskan miðil í dag þar sem stóð að ég væri genginn til liðs við Samfylkinguna. Ég vil biðja fólk að gefa mér tilfinningalegt svigrúm á meðan ég tekst á við þetta áfall,“ segir Egill, sem nú er staddur á Tenerife, í myndbandi sem hann birtir á Instagram.

„Á sama tíma vil ég að þjóðin taki sig saman og berjist á móti falsfréttaflutningi.“

Í gær var greint frá því að Samfylkingarfélögum í Reykjavík hefði fjölgað um 72 prósent síðan um miðjan nóvember, en niðurstöður úr prófkjöri flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík munu liggja fyrir í kvöld.

Í umræddum slúðurdálki Mannlífs, sem ber fyrirsögnina „Logi og Gillz í Samfylkinguna“, sagði að margir óvæntir sem ekki hefðu áður verið tengdir við stefnu Samfylkingarinnar hefðu gengið í flokkinn. Þar var sérstaklega minnst á Egil og fjölmiðlamanninn Loga Bergmann Eiðsson.

Þar að auki var talað um að Gísli Marteinn Baldursson, spjallþáttastjórnandi, „hafi loksins séð ljósið“, eins og það er orðað í greininni, og skráð sig í Samfylkinguna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.