Fótbolti

Sancho tryggði Aston Villa á­fram í Evrópudeildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jadon Sancho fagnar hér sigurmarki sínu fyrir Aston Villa í Istanbúl í kvöld.
Jadon Sancho fagnar hér sigurmarki sínu fyrir Aston Villa í Istanbúl í kvöld. Getty/Burak Kara

Jadon Sancho skoraði sitt fyrsta mark fyrir Aston Villa þegar liðið vann 1-0 útisigur á tyrkneska félaginu Fenerbahce í kvöld og tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar þegar ein umferð er eftir.

Sancho skallaði fyrirgjöf Matty Cash fram hjá Ederson, markverði Fenerbahce, á 25. mínútu og það reyndist vera eina mark leiksins.

Sex sigrar Villa í fyrstu sjö leikjunum þýða að enska liðið situr í þriðja sæti riðlakeppninnar og getur ekki lengur fallið neðar en í áttunda sæti en átta efstu liðin fara beint í sextán liða úrslit.

Gestirnir þurftu þó á myndbandsdómurum að halda til að tryggja sér sigurinn í Istanbúl. 

Þegar fimmtán mínútur voru eftir af leiknum taldi Kerem Akturkoglu sig hafa jafnað metin en markið var dæmt af vegna rangstöðu í aðdragandanum. Dómarar dæmdu þar rangstöðu á Jhon Duran, fyrrverandi framherja Villa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×