Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson og Jónas P. Jónasson skrifa 22. janúar 2026 13:46 Þann 29. desember 2025 birtist grein á vef visir.is eftir Björn Ólafsson. Þar eru ýmsar fullyrðingar settar fram, meðal annars um samspil loðnuveiða og þróun stofnstærðar hjá þorskstofnum í Norður Atlantshafi. Hafrannsóknastofnun fagnar umfjöllun um svona mikilvæg mál sem tengjast meðal annars forsendum sjálfbærrar fiskveiðistjórnunar. Helstu fullyrðingarnar má umorða yfir í eftirtaldar tvær rannsóknaspurningar: (1) Eru veiðar á loðnu að hafa afgerandi áhrif á þróun þorskstofna? (2) Er loðna ofveidd og veiðar að hafa áhrif á stærð annarra nytjastofna? Markmið okkar hér er að leita svara við þessum spurningum með fyrirliggjandi gögnum fyrir Íslandsmið, Barentshaf og Nýfundnalandsmið. Eru veiðar á loðnu að hafa afgerandi áhrif á þróun þorskstofna? Byrjum á að skoða umfang loðnuveiða og þróun stofnstærðar þorsks á Nýfundnalandsmiðum (mynd 1). Loðnuveiðar aukast þar hratt frá 1972 til 1976, minnka svo aftur skart fram til 1980 en aukast svo aftur fram til 1990. Síðan þá hefur loðnuaflinn verið óverulegur og jafnan undir 30 þús. tonnum. Stærð þorskstofnsins var í hámarki upp úr 1960, en lækkaði verulega til um 1978, yfir tímabil sem einkenndist af stífri sókn og háu veiðihlutfalli (DFO 2025), en einnig aukinni loðnuveiði. Eftir það og fram til um 1990 stækkar þorskstofninn aftur, þá var skaplegri sókn en aftur á móti var samfara því aukning í loðnuveiðum. Uppúr 1990 verður hrun í þorskstofninum, sem og loðnustofninum, og þorskveiðar hafa verið nánast engar allt til dagsins í dag. Talið er að megin ástæðan hafi verið miklar breytingar á vistkerfinu vegna kólnunar sjávar (DFO, 2025). Samspilið var flókið, en einnig var aukning í veiðihlutfalli þorsks á sama tíma (Cheney 2025) . Þorskstofninn þar hefur tekið við sér á undanförnum áratug. Svo virðist vera að aukið aðgengi þorsks á loðnu undanfarin ár hafi dregið úr náttúrulegum dauða þorsks og skilað sér í vaxandi stofnstærð (DFO, 2025). Vaxandi loðnustofn við Nýfundnaland er því talinn hafa haft jákvæð áhrif á stærð þorskstofnsins , en slíkt samband er ekki greinanlegt fyrir fyrri ár. Í þessu samhengi ber að hafa í huga að kaldari og ferskari sjógerðir á þessu svæði vegna aukinnar bráðnunar jökla við vestur Grænland hafa haft þær afleiðingar að framleiðni vistkerfisins í dag er minni en áður og er ætlað að undir þeim aðstæðum geti þorskstofninn ekki náð aftur fyrri stærð (Cheney 2025). Mynd 1. Mynd 1. Þróun hrygningarstofns þorsks árin 1955-2025 (endurgert frá DFO 2025) og loðnuafla árin 1972-2023 (endurgert frá Murphy ofl. 2025) við Nýfundnaland (NAFO svæði 2J3KL). Í Barentshafi minnkaði hrygningarstofn þorsks frá 1945 til um 1960, áður en loðnuveiðar hefjast (mynd 2). Þorskstofninn var lítill þar til um 1990 og fram að þeim tíma eru loðnuveiðarnar hvað mestar eða allt að 3 milljón tonn á ári. Þorskstofninn stækkar lítillega upp úr 1990 en hann vex aðallega á árunum 2000 til 2013. Á sama tíma dró úr loðnuveiðum. Eftir 2013 hefur þorskstofninn minnkað hratt og sú lækkun getur ekki verið tengd veiðum á loðnu, enda þær nánast engar yfir þessi ár, heldur vegna þungs veiðiálags. Hlýnun í Barentshafi uppúr 2000 er talin hafa haft jákvæð áhrif á vistkerfi sjávar og þar með talið á nýliðun og stofnstærð þorsks ásamt lægra veiðihlutfalli (Kjesbu ofl. 2014). Á köldu árunum fyrir þann tíma var ástand loðnustofnsins yfirleitt gott (Eriksen ofl. 2017). Hvort miklar loðnuveiðar þá hafi haldið aftur að vexti þorskstofnsins er óvíst, og óvarlegt að fullyrða nokkuð um, en á þeim árum var veiðihlutfall þorsks jafnaði mjög hátt. Heilt yfir er því ekki hægt að sjá að í Barentshafi hafi veiðar á loðnu haft afgerandi áhrif á þróun þorskstofnsins þessi fjögur tímabil sem greint er hér á milli. Engu að síður þá er talið vera, líkt og með Nýfundnalandsþorskinn, jákvætt samband milli nýliðunar þorsks og stærð loðnustofnsins þar sem mikið af loðnu leiðir til meira afráns á henni og minna sjálfráns þorsks (ICES 2023). Hér verður að hafa í huga að aflaregla fyrir loðnu í Barentshafi tekur tillit til afráns þorsks og því er eðlilegt að loðnuráðgjöf og afli sé lítill þegar þorskstofninn er stór og aðgengi þorsks að loðnu mikið. Það er því innbyggt í aflareglu loðnu að þorskur þurfi loðnu til vaxtar og viðgangs sem tekur mið af magni þorsks og skörun í útbreiðslu tegundanna. Mynd 2. Mynd 2. Þróun hrygningarstofns þorsks (www.hi.no/en/hi/nettrapporter/imr-pinro-2025-4) árin 1946-2025 og loðnuafla árin 1965-2025 í Barentshafi (www.hi.no/hi/nettrapporter/imr-pinro-en-2025-8# ). Á Íslandsmiðum minnkaði metin stærð hrygningarstofns þorsks frá 1955 fram til ársins 1975, eða frá 750 þús. t. niður í 150 þús. t. (mynd 3). Loðnuveiðar hefjast ekki fyrr en upp úr 1965 og voru óverulegar fram til 1975. Á þessum tíma var árlegur þorskafli hinsvegar mikill (meðaltali 420 þús. t.) og fór veiðihlutfallið vaxandi með minnkun stofnsins (Hafrannsóknastofnun 2025). Það er skýrt að miklar þorskveiðar með háu veiðihlutfalli keyrði niður stofninn, þrátt fyrir að jafnaði ágætis nýliðun og oft sterkar Grænlandsgöngur. Neikvæð þróun stofnstærðar var því ótengd loðnuveiðum. Á árunum þar á eftir eða frá um 1980 og nokkuð fram yfir aldamót er stærð þorskstofnsins í sögulegu lágmarki og sveiflast í kringum 150 og 200 þús. t. Á þessum tíma var veiðihlutfall þorsks hátt en eins voru loðnuveiðarnar hvað mestar (mynd 3). Uppúr 2007 fer stærð hrygningarstofns þorsks vaxandi (mynd 3) og gerist það samfara lækkun á veiðihlutfalli með upptöku aflareglna. Í kringum árið 2003 verður breyting á sumarútbreiðslu loðnustofnsins sem færist að ströndum Austur-Grænlands sem og uppvaxtarsvæði hennar (Singh o.fl. 2023). Síðan þá hefur árlegur loðnuafli verið minni (926 þús. t. meðalafli milli 1980-2003 en 322 þús. t. eftir 2004) sem helgast af minni veiðistofni (mynd 4). Þorskurinn við Ísland hafði því líklegast minna aðgengi að loðnu með breyttri útbreiðslu hennar og loðnustofninn var minni á þessum árum eftir að þorskstofninn fór vaxandi. Að framansögðu er ekki hægt að sjá að loðnuveiðar sem slíkar séu að hafa afgerandi áhrif á þróun stofnstærð íslenska þorskstofnsins. Sama má álykta fyrir Barentshaf og Nýfundnalandsmið. Vaxandi loðnustofn, takmarkaðar veiðar og aðgengi þorsks að loðnu við Nýfundnaland er þó talið hafa haft jákvæð áhrif á stærð þorskstofnsins síðustu ár. Einnig er ljóst að tekist hefur að byggja upp þorskstofnana við Ísland og í Barentshafi þrátt fyrir umtalsverðar loðnuveiðar. Þá er einnig ljóst að neikvæð þróun stofnstærðar þorsks hafði ekkert beint með loðnuveiðar að gera á Nýfundnalandsmiðum (~1960-1978 og eftir 1990) og í Barentshafi (eftir 2013) . Loðnan skiptir miklu máli við Ísland en líklegt er að hún skipti enn meira máli í Barentshafi og við Nýfundnaland sem fæða þorsks, þar sem vistkerfin þar skortir að miklu leyti “suðlægari” tegundir sem eru að finna hér. Þorsk er einnig að finna á suðlægari slóðum og er það sammerkt með öllum þeim stofnum að ofveiði hefur leitt til hnignunar þeirra. Hækkandi sjávarhiti á suðurmörkum útbreiðslu þorsksins hefur á undanförnum áratugum haft neikvæð áhrif á skilyrði þeirra stofna að byggjast aftur upp þótt dregið hafi verið úr veiðum. Mynd 3. Mynd 3. Þróun hrygningarstofns þorsks (www.hafogvatn.is/static/extras/images/01-cod_2025_advice_is.html) árin 1956-2025 og loðnuafla árin 1965-2025 á Íslandsmiðum (https://www.hafogvatn.is/static/extras/images/31-cap_okt2025_table_is.html). Er loðna við Ísland ofveidd og veiðar að hafa áhrif á stærð annarra nytjastofna? Stærð veiðistofns loðnu við Ísland sveiflast mikið milli aðliggjandi ára en eins hefur stofninn verið minni að öllu jöfnu eftir 2003 en fyrir þann tíma (mynd 4). Árlegar sveiflur á stærð veiðistofnsins skýrast af stærð árganga við þriggja ára aldur sem er jafnan uppistaðan í veiðistofni hvers árs. M.ö.o., stofnstærðin sveiflast í takt við nýliðun sem er einkenni skammlífra tegunda eins og loðnu en ástæður breytilegrar nýliðunar loðnu sem og öðrum fiskistofnum tengist samspili umhverfis- og líffræðilegra þátta. Ástæður minni stofnstærðar og minni framleiðni loðnustofnsins eftir 2003 tengjast líklegast breytingum á útbreiðslu hans og umhverfisbreytingum samfara þeim. Það eru hinsvegar engin rök fyrir því að kenna ofveiði á loðnu þar um. Aflareglur sem beitt er við stjórnun fiskveiða byggja á varúðarnálgun. Fyrir loðnu hafa gildandi aflareglur allt frá 1980 miðað að því að skilja eftir ákveðið magn af loðnu til hrygningar (400 þús. t. fram til 2014 en 114 þús. t. með 95% vissu síðan 2023 sem gefur svipað stóran hrygningarstofn að öllu jöfnu; mynd 4) sem er ákvörðuð sem lágmarks stofnstærð sem gefið hefur góða nýliðun af sér. Ef umhverfisaðstæður eru hliðhollar loðnu hefur það magn nægt til að framleiða stóra árganga, og það gildir ekki aðeins um tímabilið fram til 2003 heldur líka þar á eftir (t.d. árgangar frá 2009 og 2019). Þetta þýðir einfaldlega að loðnan er ekki talin ofveidd við Ísland samkvæmt hefðbundnum skilgreiningum (t.d. Alþjóðahafrannsóknaráðsins, ICES) sem miðast við að veiðar hafi tekið viðkomandi stofn niður fyrir þau mörk að geta gefið að sér góða nýliðun og að stofn sé ekki nýttur á sjálfbæran hátt. Þrátt fyrir að loðna sé ekki talin ofveidd við Ísland er öllum ljóst að veidd loðna, sem og aðrar veiddar nytjategundir, nýtist ekki sem fæða fyrir aðrar lífverur í hafinu og veiðar hljóta því að hafa einhver áhrif. Áður en loðnan gengur til hrygningar er hún einnig mikilvæg fæða okkar helstu bolfisksstofna, en talið er að breytt útbreiðslu mynstur loðnunnar upp úr aldamótum hafi gert hana ekki eins aðgengilega bráð og áður. Aflareglan í loðnu byggir meðal annars á líkani þar sem afrán þorsks, ufsa og ýsu er metið miðað við stofnstærð og dreifingu þeirra stofna, en gengið er út frá því að samanlagt afrán annarra lífvera sé fast á milli ára. Aflareglan tekur því tillits til afráns á loðnu í hrygningargöngunni frá því að hún birtist við landgrunnið og fram að hrygningu (15. jan. til 15. mars). Hinsvegar er veidd loðna fram að hrygningu augljóslega ekki aðgengileg fæða fyrir lífríkið sem hún hefði verið hefði hún fengið að hrygna og drepast að henni lokinni. Ákveðnar tegundir í vistkerfinu fara því á mis við fæðu vegna veiðanna, t.d. niður við botn, en hvaða tegundir, hver eru áhrifin og hve mikil er erfitt að segja. Áhrifin geta komið fram í meðalþyngdum og vexti. Það er þó helst að flóknari fjölstofna- eða vistkerfislíkön geti komið með einhver svör við slíkum spurningum en allar niðurstöður úr þeim eru háðar þeim gögnum, breytum og óvissu sem liggja til grundvallar. Þau munu hinsvegar ekki útkljá með óyggjandi hætti hvort afnám loðnuveiða muni hafa afgerandi áhrif á þróun stofnstærða annarra nytjategunda. Stjórnun veiða á loðnu við Ísland hefur byggt á aflareglum sem hefur verið fylgt og eru engar vísbendingar um beina ofveiði á loðnu. Það er hinsvegar athyglisverð staðreynd að nýlegir árgangar frá þeim fjórum árum frá aldamótum sem engar veiðar voru leyfðar vegna lakrar stöðu stofnsins, voru stórir, eða árgangar frá 2009, 2019, 2020 og útlit fyrir það sama með 2024 árganginn. Mynd 4. Mynd 4. Stærð veiðistofns loðnu metin sem summa af afla fiskveiðiárs og metinni stærð hrygningarstofns samkvæmt gögnum Hafrannsóknastofnunar (https://www.hafogvatn.is/is/veidiradgjof ). Lokaorð Loðnan er mikilvæg nytjategund og gegnir auk þess lykilhlutverki í vistkerfinu. Mikilvægt er því að undirbyggja allar ákvarðanir varðandi sjálfbæra nýtingu hennar með sem bestu gögnum og taka tillit til líkt og gert er. Aflaregla fyrir loðnu hér við land og sambærilegar veiðistjórnunarreglur fyrir loðnu í Barentshafi og Nýfundnalandsmiðum hafa einmitt það hlutverk, en þær hafa verið metnar með bestu mögulegri vísindalegri þekkingu. Með tilliti til mikilvægi loðnu eru mismunandi skoðanir og áhyggjur manna vel skiljanlegar. Helstu niðurstöður okkar í þessari samantekt eru, líkt og margir hafa bent á áður, að veiðar á loðnu hafa ekki haft afgerandi áhrif á þróun þorskstofna í N-Atlantshafi, heldur eru það, stífar veiðar eða ofveiði. Þá eru engar beinar vísbendingar um að loðna sé ofveidd við Ísland. Stærð stofnsins hefur vissulega verið að öllu jöfnu minni eftir breytingar á útbreiðslu stofnsins upp úr aldamótum en stofninn getur enn framleitt stóra árganga. Guðmundur er sviðsstjóri uppsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar. Jónas er sviðsstjóri botnsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar. Heimildir Cheney, J. 2025. The Northern Cod Quota Increase – a risky decision or a precautionary approach? https://sustainablefisheries-uw.org/northern-cod-quota-controversy/ DFO 2025. NAFO DIVISIONS 2J3KL NORTHERN COD (GADUS MORHUA) STOCK ASSESSMENT TO 2025 (https://publications.gc.ca/collections/collection_2025/mpo-dfo/fs70-6/Fs70-6-2025-043-eng.pdf). Eriksen, E, Skjoldal, H.R., Gjøsæter, H., Primicerio, R. 2017. Spatial and temporal changes in the Barents Sea pelagic compartment during the recent warming. Progress in Oceanography, 151: 206-226. https://doi.org/10.1016/j.pocean.2016.12.009. Hafrannsóknastofnun 2025. Veiðiráðgjöf þorsks. https://www.hafogvatn.is/static/extras/images/01-cod_2025_advice_is.html . ICES. 2023. Arctic Fisheries Working Group (AFWG). ICES Scientific Reports.:58. 817 pp. https://doi.org/10.17895/ices.pub.8196. Murphy, H.M., Adamack, A.T., Lewis, R.S., and Bourne, C.M. 2025. Assessment of Capelin (Mallotus villosus) in NAFO Divisions 2J + 3KL to 2023. DFO Can. Sci. Advis. Sec. Res. Doc. 2025/022. iv + 39 p (https://publications.gc.ca/collections/collection_2025/mpo-dfo/fs70-5/Fs70-5-2025-022-eng.pdf). O.S. Kjesbu, B. Bogstad, J.A. Devine, H. Gjøsæter, R. Ingvaldsen, R.D.M. Nash, J.E. Stiansen 2014. Synergies between climate and management for Atlantic cod fisheries at high latitudes. Proc. Natl. Acad. Sci. U.S.A., 111 (2014), pp. 3478-3483, https://doi.org/10.1073/pnas.1316342111 . Singh, W., Ólafsdóttir, A.H., Jónsson, S.Þ., Óskarsson, G.J. 2023. Loðna á tímum umhverfisbreytinga. Haf- og vatnarannsóknir, HV 2023-33. https://www.hafogvatn.is/static/research/files/lodnurannsoknir_skyrsla2023.pdf Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafrannsóknastofnun Loðnuveiðar Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Þann 29. desember 2025 birtist grein á vef visir.is eftir Björn Ólafsson. Þar eru ýmsar fullyrðingar settar fram, meðal annars um samspil loðnuveiða og þróun stofnstærðar hjá þorskstofnum í Norður Atlantshafi. Hafrannsóknastofnun fagnar umfjöllun um svona mikilvæg mál sem tengjast meðal annars forsendum sjálfbærrar fiskveiðistjórnunar. Helstu fullyrðingarnar má umorða yfir í eftirtaldar tvær rannsóknaspurningar: (1) Eru veiðar á loðnu að hafa afgerandi áhrif á þróun þorskstofna? (2) Er loðna ofveidd og veiðar að hafa áhrif á stærð annarra nytjastofna? Markmið okkar hér er að leita svara við þessum spurningum með fyrirliggjandi gögnum fyrir Íslandsmið, Barentshaf og Nýfundnalandsmið. Eru veiðar á loðnu að hafa afgerandi áhrif á þróun þorskstofna? Byrjum á að skoða umfang loðnuveiða og þróun stofnstærðar þorsks á Nýfundnalandsmiðum (mynd 1). Loðnuveiðar aukast þar hratt frá 1972 til 1976, minnka svo aftur skart fram til 1980 en aukast svo aftur fram til 1990. Síðan þá hefur loðnuaflinn verið óverulegur og jafnan undir 30 þús. tonnum. Stærð þorskstofnsins var í hámarki upp úr 1960, en lækkaði verulega til um 1978, yfir tímabil sem einkenndist af stífri sókn og háu veiðihlutfalli (DFO 2025), en einnig aukinni loðnuveiði. Eftir það og fram til um 1990 stækkar þorskstofninn aftur, þá var skaplegri sókn en aftur á móti var samfara því aukning í loðnuveiðum. Uppúr 1990 verður hrun í þorskstofninum, sem og loðnustofninum, og þorskveiðar hafa verið nánast engar allt til dagsins í dag. Talið er að megin ástæðan hafi verið miklar breytingar á vistkerfinu vegna kólnunar sjávar (DFO, 2025). Samspilið var flókið, en einnig var aukning í veiðihlutfalli þorsks á sama tíma (Cheney 2025) . Þorskstofninn þar hefur tekið við sér á undanförnum áratug. Svo virðist vera að aukið aðgengi þorsks á loðnu undanfarin ár hafi dregið úr náttúrulegum dauða þorsks og skilað sér í vaxandi stofnstærð (DFO, 2025). Vaxandi loðnustofn við Nýfundnaland er því talinn hafa haft jákvæð áhrif á stærð þorskstofnsins , en slíkt samband er ekki greinanlegt fyrir fyrri ár. Í þessu samhengi ber að hafa í huga að kaldari og ferskari sjógerðir á þessu svæði vegna aukinnar bráðnunar jökla við vestur Grænland hafa haft þær afleiðingar að framleiðni vistkerfisins í dag er minni en áður og er ætlað að undir þeim aðstæðum geti þorskstofninn ekki náð aftur fyrri stærð (Cheney 2025). Mynd 1. Mynd 1. Þróun hrygningarstofns þorsks árin 1955-2025 (endurgert frá DFO 2025) og loðnuafla árin 1972-2023 (endurgert frá Murphy ofl. 2025) við Nýfundnaland (NAFO svæði 2J3KL). Í Barentshafi minnkaði hrygningarstofn þorsks frá 1945 til um 1960, áður en loðnuveiðar hefjast (mynd 2). Þorskstofninn var lítill þar til um 1990 og fram að þeim tíma eru loðnuveiðarnar hvað mestar eða allt að 3 milljón tonn á ári. Þorskstofninn stækkar lítillega upp úr 1990 en hann vex aðallega á árunum 2000 til 2013. Á sama tíma dró úr loðnuveiðum. Eftir 2013 hefur þorskstofninn minnkað hratt og sú lækkun getur ekki verið tengd veiðum á loðnu, enda þær nánast engar yfir þessi ár, heldur vegna þungs veiðiálags. Hlýnun í Barentshafi uppúr 2000 er talin hafa haft jákvæð áhrif á vistkerfi sjávar og þar með talið á nýliðun og stofnstærð þorsks ásamt lægra veiðihlutfalli (Kjesbu ofl. 2014). Á köldu árunum fyrir þann tíma var ástand loðnustofnsins yfirleitt gott (Eriksen ofl. 2017). Hvort miklar loðnuveiðar þá hafi haldið aftur að vexti þorskstofnsins er óvíst, og óvarlegt að fullyrða nokkuð um, en á þeim árum var veiðihlutfall þorsks jafnaði mjög hátt. Heilt yfir er því ekki hægt að sjá að í Barentshafi hafi veiðar á loðnu haft afgerandi áhrif á þróun þorskstofnsins þessi fjögur tímabil sem greint er hér á milli. Engu að síður þá er talið vera, líkt og með Nýfundnalandsþorskinn, jákvætt samband milli nýliðunar þorsks og stærð loðnustofnsins þar sem mikið af loðnu leiðir til meira afráns á henni og minna sjálfráns þorsks (ICES 2023). Hér verður að hafa í huga að aflaregla fyrir loðnu í Barentshafi tekur tillit til afráns þorsks og því er eðlilegt að loðnuráðgjöf og afli sé lítill þegar þorskstofninn er stór og aðgengi þorsks að loðnu mikið. Það er því innbyggt í aflareglu loðnu að þorskur þurfi loðnu til vaxtar og viðgangs sem tekur mið af magni þorsks og skörun í útbreiðslu tegundanna. Mynd 2. Mynd 2. Þróun hrygningarstofns þorsks (www.hi.no/en/hi/nettrapporter/imr-pinro-2025-4) árin 1946-2025 og loðnuafla árin 1965-2025 í Barentshafi (www.hi.no/hi/nettrapporter/imr-pinro-en-2025-8# ). Á Íslandsmiðum minnkaði metin stærð hrygningarstofns þorsks frá 1955 fram til ársins 1975, eða frá 750 þús. t. niður í 150 þús. t. (mynd 3). Loðnuveiðar hefjast ekki fyrr en upp úr 1965 og voru óverulegar fram til 1975. Á þessum tíma var árlegur þorskafli hinsvegar mikill (meðaltali 420 þús. t.) og fór veiðihlutfallið vaxandi með minnkun stofnsins (Hafrannsóknastofnun 2025). Það er skýrt að miklar þorskveiðar með háu veiðihlutfalli keyrði niður stofninn, þrátt fyrir að jafnaði ágætis nýliðun og oft sterkar Grænlandsgöngur. Neikvæð þróun stofnstærðar var því ótengd loðnuveiðum. Á árunum þar á eftir eða frá um 1980 og nokkuð fram yfir aldamót er stærð þorskstofnsins í sögulegu lágmarki og sveiflast í kringum 150 og 200 þús. t. Á þessum tíma var veiðihlutfall þorsks hátt en eins voru loðnuveiðarnar hvað mestar (mynd 3). Uppúr 2007 fer stærð hrygningarstofns þorsks vaxandi (mynd 3) og gerist það samfara lækkun á veiðihlutfalli með upptöku aflareglna. Í kringum árið 2003 verður breyting á sumarútbreiðslu loðnustofnsins sem færist að ströndum Austur-Grænlands sem og uppvaxtarsvæði hennar (Singh o.fl. 2023). Síðan þá hefur árlegur loðnuafli verið minni (926 þús. t. meðalafli milli 1980-2003 en 322 þús. t. eftir 2004) sem helgast af minni veiðistofni (mynd 4). Þorskurinn við Ísland hafði því líklegast minna aðgengi að loðnu með breyttri útbreiðslu hennar og loðnustofninn var minni á þessum árum eftir að þorskstofninn fór vaxandi. Að framansögðu er ekki hægt að sjá að loðnuveiðar sem slíkar séu að hafa afgerandi áhrif á þróun stofnstærð íslenska þorskstofnsins. Sama má álykta fyrir Barentshaf og Nýfundnalandsmið. Vaxandi loðnustofn, takmarkaðar veiðar og aðgengi þorsks að loðnu við Nýfundnaland er þó talið hafa haft jákvæð áhrif á stærð þorskstofnsins síðustu ár. Einnig er ljóst að tekist hefur að byggja upp þorskstofnana við Ísland og í Barentshafi þrátt fyrir umtalsverðar loðnuveiðar. Þá er einnig ljóst að neikvæð þróun stofnstærðar þorsks hafði ekkert beint með loðnuveiðar að gera á Nýfundnalandsmiðum (~1960-1978 og eftir 1990) og í Barentshafi (eftir 2013) . Loðnan skiptir miklu máli við Ísland en líklegt er að hún skipti enn meira máli í Barentshafi og við Nýfundnaland sem fæða þorsks, þar sem vistkerfin þar skortir að miklu leyti “suðlægari” tegundir sem eru að finna hér. Þorsk er einnig að finna á suðlægari slóðum og er það sammerkt með öllum þeim stofnum að ofveiði hefur leitt til hnignunar þeirra. Hækkandi sjávarhiti á suðurmörkum útbreiðslu þorsksins hefur á undanförnum áratugum haft neikvæð áhrif á skilyrði þeirra stofna að byggjast aftur upp þótt dregið hafi verið úr veiðum. Mynd 3. Mynd 3. Þróun hrygningarstofns þorsks (www.hafogvatn.is/static/extras/images/01-cod_2025_advice_is.html) árin 1956-2025 og loðnuafla árin 1965-2025 á Íslandsmiðum (https://www.hafogvatn.is/static/extras/images/31-cap_okt2025_table_is.html). Er loðna við Ísland ofveidd og veiðar að hafa áhrif á stærð annarra nytjastofna? Stærð veiðistofns loðnu við Ísland sveiflast mikið milli aðliggjandi ára en eins hefur stofninn verið minni að öllu jöfnu eftir 2003 en fyrir þann tíma (mynd 4). Árlegar sveiflur á stærð veiðistofnsins skýrast af stærð árganga við þriggja ára aldur sem er jafnan uppistaðan í veiðistofni hvers árs. M.ö.o., stofnstærðin sveiflast í takt við nýliðun sem er einkenni skammlífra tegunda eins og loðnu en ástæður breytilegrar nýliðunar loðnu sem og öðrum fiskistofnum tengist samspili umhverfis- og líffræðilegra þátta. Ástæður minni stofnstærðar og minni framleiðni loðnustofnsins eftir 2003 tengjast líklegast breytingum á útbreiðslu hans og umhverfisbreytingum samfara þeim. Það eru hinsvegar engin rök fyrir því að kenna ofveiði á loðnu þar um. Aflareglur sem beitt er við stjórnun fiskveiða byggja á varúðarnálgun. Fyrir loðnu hafa gildandi aflareglur allt frá 1980 miðað að því að skilja eftir ákveðið magn af loðnu til hrygningar (400 þús. t. fram til 2014 en 114 þús. t. með 95% vissu síðan 2023 sem gefur svipað stóran hrygningarstofn að öllu jöfnu; mynd 4) sem er ákvörðuð sem lágmarks stofnstærð sem gefið hefur góða nýliðun af sér. Ef umhverfisaðstæður eru hliðhollar loðnu hefur það magn nægt til að framleiða stóra árganga, og það gildir ekki aðeins um tímabilið fram til 2003 heldur líka þar á eftir (t.d. árgangar frá 2009 og 2019). Þetta þýðir einfaldlega að loðnan er ekki talin ofveidd við Ísland samkvæmt hefðbundnum skilgreiningum (t.d. Alþjóðahafrannsóknaráðsins, ICES) sem miðast við að veiðar hafi tekið viðkomandi stofn niður fyrir þau mörk að geta gefið að sér góða nýliðun og að stofn sé ekki nýttur á sjálfbæran hátt. Þrátt fyrir að loðna sé ekki talin ofveidd við Ísland er öllum ljóst að veidd loðna, sem og aðrar veiddar nytjategundir, nýtist ekki sem fæða fyrir aðrar lífverur í hafinu og veiðar hljóta því að hafa einhver áhrif. Áður en loðnan gengur til hrygningar er hún einnig mikilvæg fæða okkar helstu bolfisksstofna, en talið er að breytt útbreiðslu mynstur loðnunnar upp úr aldamótum hafi gert hana ekki eins aðgengilega bráð og áður. Aflareglan í loðnu byggir meðal annars á líkani þar sem afrán þorsks, ufsa og ýsu er metið miðað við stofnstærð og dreifingu þeirra stofna, en gengið er út frá því að samanlagt afrán annarra lífvera sé fast á milli ára. Aflareglan tekur því tillits til afráns á loðnu í hrygningargöngunni frá því að hún birtist við landgrunnið og fram að hrygningu (15. jan. til 15. mars). Hinsvegar er veidd loðna fram að hrygningu augljóslega ekki aðgengileg fæða fyrir lífríkið sem hún hefði verið hefði hún fengið að hrygna og drepast að henni lokinni. Ákveðnar tegundir í vistkerfinu fara því á mis við fæðu vegna veiðanna, t.d. niður við botn, en hvaða tegundir, hver eru áhrifin og hve mikil er erfitt að segja. Áhrifin geta komið fram í meðalþyngdum og vexti. Það er þó helst að flóknari fjölstofna- eða vistkerfislíkön geti komið með einhver svör við slíkum spurningum en allar niðurstöður úr þeim eru háðar þeim gögnum, breytum og óvissu sem liggja til grundvallar. Þau munu hinsvegar ekki útkljá með óyggjandi hætti hvort afnám loðnuveiða muni hafa afgerandi áhrif á þróun stofnstærða annarra nytjategunda. Stjórnun veiða á loðnu við Ísland hefur byggt á aflareglum sem hefur verið fylgt og eru engar vísbendingar um beina ofveiði á loðnu. Það er hinsvegar athyglisverð staðreynd að nýlegir árgangar frá þeim fjórum árum frá aldamótum sem engar veiðar voru leyfðar vegna lakrar stöðu stofnsins, voru stórir, eða árgangar frá 2009, 2019, 2020 og útlit fyrir það sama með 2024 árganginn. Mynd 4. Mynd 4. Stærð veiðistofns loðnu metin sem summa af afla fiskveiðiárs og metinni stærð hrygningarstofns samkvæmt gögnum Hafrannsóknastofnunar (https://www.hafogvatn.is/is/veidiradgjof ). Lokaorð Loðnan er mikilvæg nytjategund og gegnir auk þess lykilhlutverki í vistkerfinu. Mikilvægt er því að undirbyggja allar ákvarðanir varðandi sjálfbæra nýtingu hennar með sem bestu gögnum og taka tillit til líkt og gert er. Aflaregla fyrir loðnu hér við land og sambærilegar veiðistjórnunarreglur fyrir loðnu í Barentshafi og Nýfundnalandsmiðum hafa einmitt það hlutverk, en þær hafa verið metnar með bestu mögulegri vísindalegri þekkingu. Með tilliti til mikilvægi loðnu eru mismunandi skoðanir og áhyggjur manna vel skiljanlegar. Helstu niðurstöður okkar í þessari samantekt eru, líkt og margir hafa bent á áður, að veiðar á loðnu hafa ekki haft afgerandi áhrif á þróun þorskstofna í N-Atlantshafi, heldur eru það, stífar veiðar eða ofveiði. Þá eru engar beinar vísbendingar um að loðna sé ofveidd við Ísland. Stærð stofnsins hefur vissulega verið að öllu jöfnu minni eftir breytingar á útbreiðslu stofnsins upp úr aldamótum en stofninn getur enn framleitt stóra árganga. Guðmundur er sviðsstjóri uppsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar. Jónas er sviðsstjóri botnsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar. Heimildir Cheney, J. 2025. The Northern Cod Quota Increase – a risky decision or a precautionary approach? https://sustainablefisheries-uw.org/northern-cod-quota-controversy/ DFO 2025. NAFO DIVISIONS 2J3KL NORTHERN COD (GADUS MORHUA) STOCK ASSESSMENT TO 2025 (https://publications.gc.ca/collections/collection_2025/mpo-dfo/fs70-6/Fs70-6-2025-043-eng.pdf). Eriksen, E, Skjoldal, H.R., Gjøsæter, H., Primicerio, R. 2017. Spatial and temporal changes in the Barents Sea pelagic compartment during the recent warming. Progress in Oceanography, 151: 206-226. https://doi.org/10.1016/j.pocean.2016.12.009. Hafrannsóknastofnun 2025. Veiðiráðgjöf þorsks. https://www.hafogvatn.is/static/extras/images/01-cod_2025_advice_is.html . ICES. 2023. Arctic Fisheries Working Group (AFWG). ICES Scientific Reports.:58. 817 pp. https://doi.org/10.17895/ices.pub.8196. Murphy, H.M., Adamack, A.T., Lewis, R.S., and Bourne, C.M. 2025. Assessment of Capelin (Mallotus villosus) in NAFO Divisions 2J + 3KL to 2023. DFO Can. Sci. Advis. Sec. Res. Doc. 2025/022. iv + 39 p (https://publications.gc.ca/collections/collection_2025/mpo-dfo/fs70-5/Fs70-5-2025-022-eng.pdf). O.S. Kjesbu, B. Bogstad, J.A. Devine, H. Gjøsæter, R. Ingvaldsen, R.D.M. Nash, J.E. Stiansen 2014. Synergies between climate and management for Atlantic cod fisheries at high latitudes. Proc. Natl. Acad. Sci. U.S.A., 111 (2014), pp. 3478-3483, https://doi.org/10.1073/pnas.1316342111 . Singh, W., Ólafsdóttir, A.H., Jónsson, S.Þ., Óskarsson, G.J. 2023. Loðna á tímum umhverfisbreytinga. Haf- og vatnarannsóknir, HV 2023-33. https://www.hafogvatn.is/static/research/files/lodnurannsoknir_skyrsla2023.pdf
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar