Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar 19. janúar 2026 08:31 Jafnréttismál eru ekki afmörkuð við einstaka hópa eða málaflokka heldur grunnforsenda réttláts, heilbrigðs og öflugs samfélags. Í samfélagi sem er byggt á gildum jafnréttis lifir fólk lengur, er heilsuhraustara og arður þjóðarbúsins meiri. Það hefur verið mikið bakslag í jafnréttismálum undanfarin misseri og því er mikilvægt að vera stöðugt að minna á þau, iðka jafnrétti og standa vörð um það. Reykjavíkurborg er stór vinnustaður og mikilvægur þjónustuaðili og ber því sérstaka ábyrgð á að vera fyrirmynd í jafnrétti kynja, inngildingu og baráttu gegn mismunun, bæði í allri starfsemi og þjónustu við borgarbúa. Réttindi barna og fjölskyldna – jöfn tækifæri frá upphafi Samfélag sem stendur með börnum frá upphafi byggir betri framtíð fyrir öll. Réttindi barna eru grundvallarmannréttindi. Börn eiga ekki aðeins rétt á vernd, heldur einnig á þátttöku, öryggi, vellíðan og raunverulegum tækifærum til að blómstra óháð bakgrunni, efnahag, fötlun, tungumáli, kyni eða fjölskyldugerð. Barnvænt sveitarfélag Ég vil að Reykjavík verði barnvænt sveitarfélag í reynd, þar sem sjónarmið barna eru formlega og kerfisbundið samþætt í ákvarðanatöku. Þótt skref hafi verið tekin í þessa átt þá þarf að festa barnvæna nálgun í sessi með skýrum ferlum, ábyrgð og eftirfylgni. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna á að vera lifandi rammi í stjórnsýslu borgarinnar enda er hann lögfestur á Íslandi. Menningarbrúarsmiðir og forvarnarstarf Öflugt samstarf heimila, skóla og samfélags er lykill að velferð barna. Það er mikilvægt að efla hlutverk menningarbrúarsmiða í skóla- og velferðarkerfinu. Þá er nauðsynlegt að tryggja markvissara samstarf við foreldra, sérstaklega foreldra með annað móðurmál en íslensku. Þannig styrkjum við þátttöku og tengsl nemenda, foreldra og skólans sem eru forsenda farsællar skólagöngu og félagslegrar inngildingar barna. Þá er brýnt að efla enn frekar íslenskukennslu fyrir nemendur sem eru með annað móðurmál. Forvarnir gegn ofbeldi eru eitt mikilvægasta barnaverndarmál samfélagsins. Mér finnst mikilvægt að borgin geri enn betur í forvörnum gegn ofbeldi. Ég vil efla Jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar sem lykilverkfæri í fræðslu, vitundarvakningu og uppbyggjandi forvarnastarfi í skólum og frístundastarfi. Rýmri opnunartími leikskóla Mér finnst mikilvægt að hafa rýmri opnunartíma á einhverjum leikskólum, til að mæta fjölbreyttum aðstæðum fjölskyldna, án þess að velferð barnsins sé sett til hliðar. Dvalartími barns á aldrei að vera of langur og ákvarðanir þurfa ávallt að taka mið af því hvað er barninu fyrir bestu. Ókeypis í sund og Strætó fyrir börn Hreyfing, samgöngur, menning og þátttaka í samfélaginu eiga ekki að vera munaður heldur eru forsenda góðrar heilsu, félagslegra tengsla og jafnra tækifæra. Börn til 18 ára aldurs ættu að fá ókeypis í Strætó og sund, þannig er verið að jafna aðgengi barna enn frekar að samgöngum og hreyfingu. Barnamenningarhús og fjölskylduleikvöllur Ég vil einnig efla menningar- og frístundatækifæri barna, meðal annars með því að koma á fót barnamenningarhúsi að norrænni fyrirmynd og þróa fjölskylduvæna innviði, svo sem fjölskylduleikvelli þar sem allar kynslóðir geta komið saman. Slík almenningsrými stuðla að inngildingu, sköpun, virkri samveru og efla fjölskyldu- og kynslóðatengsl. Rannsóknir sýna að samvera er einn mikilvægasti forvarnarþátturinn þegar kemur neikvæðri félagslegri hegðun barna og þar getum við gert enn betur – saman! Höfundur er formaður borgarstjórnarflokks Samfylkingarinnar og gefur kost á sér í 3.-5. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar sem fer fram 24. janúar nk. https://ellencalmon.is/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellen Jacqueline Calmon Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Jafnréttismál eru ekki afmörkuð við einstaka hópa eða málaflokka heldur grunnforsenda réttláts, heilbrigðs og öflugs samfélags. Í samfélagi sem er byggt á gildum jafnréttis lifir fólk lengur, er heilsuhraustara og arður þjóðarbúsins meiri. Það hefur verið mikið bakslag í jafnréttismálum undanfarin misseri og því er mikilvægt að vera stöðugt að minna á þau, iðka jafnrétti og standa vörð um það. Reykjavíkurborg er stór vinnustaður og mikilvægur þjónustuaðili og ber því sérstaka ábyrgð á að vera fyrirmynd í jafnrétti kynja, inngildingu og baráttu gegn mismunun, bæði í allri starfsemi og þjónustu við borgarbúa. Réttindi barna og fjölskyldna – jöfn tækifæri frá upphafi Samfélag sem stendur með börnum frá upphafi byggir betri framtíð fyrir öll. Réttindi barna eru grundvallarmannréttindi. Börn eiga ekki aðeins rétt á vernd, heldur einnig á þátttöku, öryggi, vellíðan og raunverulegum tækifærum til að blómstra óháð bakgrunni, efnahag, fötlun, tungumáli, kyni eða fjölskyldugerð. Barnvænt sveitarfélag Ég vil að Reykjavík verði barnvænt sveitarfélag í reynd, þar sem sjónarmið barna eru formlega og kerfisbundið samþætt í ákvarðanatöku. Þótt skref hafi verið tekin í þessa átt þá þarf að festa barnvæna nálgun í sessi með skýrum ferlum, ábyrgð og eftirfylgni. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna á að vera lifandi rammi í stjórnsýslu borgarinnar enda er hann lögfestur á Íslandi. Menningarbrúarsmiðir og forvarnarstarf Öflugt samstarf heimila, skóla og samfélags er lykill að velferð barna. Það er mikilvægt að efla hlutverk menningarbrúarsmiða í skóla- og velferðarkerfinu. Þá er nauðsynlegt að tryggja markvissara samstarf við foreldra, sérstaklega foreldra með annað móðurmál en íslensku. Þannig styrkjum við þátttöku og tengsl nemenda, foreldra og skólans sem eru forsenda farsællar skólagöngu og félagslegrar inngildingar barna. Þá er brýnt að efla enn frekar íslenskukennslu fyrir nemendur sem eru með annað móðurmál. Forvarnir gegn ofbeldi eru eitt mikilvægasta barnaverndarmál samfélagsins. Mér finnst mikilvægt að borgin geri enn betur í forvörnum gegn ofbeldi. Ég vil efla Jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar sem lykilverkfæri í fræðslu, vitundarvakningu og uppbyggjandi forvarnastarfi í skólum og frístundastarfi. Rýmri opnunartími leikskóla Mér finnst mikilvægt að hafa rýmri opnunartíma á einhverjum leikskólum, til að mæta fjölbreyttum aðstæðum fjölskyldna, án þess að velferð barnsins sé sett til hliðar. Dvalartími barns á aldrei að vera of langur og ákvarðanir þurfa ávallt að taka mið af því hvað er barninu fyrir bestu. Ókeypis í sund og Strætó fyrir börn Hreyfing, samgöngur, menning og þátttaka í samfélaginu eiga ekki að vera munaður heldur eru forsenda góðrar heilsu, félagslegra tengsla og jafnra tækifæra. Börn til 18 ára aldurs ættu að fá ókeypis í Strætó og sund, þannig er verið að jafna aðgengi barna enn frekar að samgöngum og hreyfingu. Barnamenningarhús og fjölskylduleikvöllur Ég vil einnig efla menningar- og frístundatækifæri barna, meðal annars með því að koma á fót barnamenningarhúsi að norrænni fyrirmynd og þróa fjölskylduvæna innviði, svo sem fjölskylduleikvelli þar sem allar kynslóðir geta komið saman. Slík almenningsrými stuðla að inngildingu, sköpun, virkri samveru og efla fjölskyldu- og kynslóðatengsl. Rannsóknir sýna að samvera er einn mikilvægasti forvarnarþátturinn þegar kemur neikvæðri félagslegri hegðun barna og þar getum við gert enn betur – saman! Höfundur er formaður borgarstjórnarflokks Samfylkingarinnar og gefur kost á sér í 3.-5. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar sem fer fram 24. janúar nk. https://ellencalmon.is/
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun