Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Aron Guðmundsson skrifar 18. janúar 2026 22:17 Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari Íslands á hliðarlínunni í kvöld gegn Póllandi. Vísir/EPA Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari Íslands er undir gríðarlegri pressu að mati sérfræðinga Besta sætisins. Hann fær toppeinkunn hingað til á EM en ekki verður sátt með sömu niðurstöðu og á síðustu stórmótum. Íslenska karlalandsliðið hefur farið afar vel af stað á yfirstandandi Evrópumóti. Eftir fyrstu tvo leiki sína er liðið með fullt hús stiga, komið áfram í milliriðla og mun á þriðjudaginn kemur leika úrslitaleik við Ungverja um toppsæti riðilsins. Snorri Steinn, landsliðsþjálfari, hefur ekki stigið feilspor til þessa á mótinu og gáfu sérfræðingar Besta sætisins honum toppeinkunn fyrir uppleggið gegn Póllandi í dag í leik sem að lauk með átta marka sigri Íslands, 31-23. Leikurinn var gerður upp í hlaðvarpsþætti íþróttadeildar Sýnar, Besta sætinu, sem Stefán Árni Pálsson stjórnaði en sérfræðingar þáttarins voru þeir Einar Jónsson og Jóhann Gunnar Einarsson. „Mér fannst þetta bara allt upp á tíu hjá honum. Það er eiginlega ekki hægt að finna eitthvað að. Uppleggið, róteringin á liðinu, lausnirnar sem voru í gangi inn í leiknum. Það var einhvern veginn allt upp á tíu,“ sagði Einar Jónsson, þjálfari ríkjandi Íslands- og bikarmeistara Fram og sérfræðingur Besta sætisins, aðspurður hvaða einkunn hann gæfi Snorra Steini, landsliðsþjálfara fyrir leik kvöldsins. Eins og Snorra líði betur Snorri Steinn er á sínu þriðja stórmóti sem landsliðsþjálfari Íslands og segist Einar taka eftir breytingum hjá landsliðsþjálfaranum milli stórmóta. „Utan frá séð lítur út fyrir að honum líði betur. Það er miklu meiri orka í honum. Hún er rosalega mikil...Það er allt bara að smella miklu betur hjá honum. Hann er búinn að gera þetta ógeðslega vel. Síðasta mót var líka mjög gott undir hans stjórn en auðvitað erum við dæmdir af þessum eina leik sem tapaðist.“ Ekki sé til það þjálfarastarf á Íslandi þar sem pressan er meiri en á landsliðsþjálfara íslenska karlalandsliðsins í handbolta. „Umfjöllunin er gígantísk, endalaust af upplýsingum og fréttum þannig að það vita allir hvað er að gerast,“ bætti Jóhann Gunnar Einarsson, sérfræðingur Besta sætisins við. „Þegar að það gengur vel þá er þér hrósað en um leið og eitthvað klikkar er svoleiðis baunað yfir þig. Það er gríðarleg pressa.“ „Er bara ekki sátt með það“ Það gengur vel núna en stóridómur fellur þar mótinu er lokið. „Hann verður bara dæmdur af niðurstöðunni hverju sinni,“ segir Einar um Snorra. „Það er erfitt að vera segja „við spiluðum frábærlega“ en svo endum við kannski í tíunda eða tólfta sæti, eða þessum sætum sem við höfum verið að enda í á þessum síðustu stórmótum. Það er bara ekki sátt með það.“ „Alveg sama hvort um sé að ræða meðal fjölmiðla, sérfræðinga eða fólksins heima í stofu. Það er gríðarleg pressa á honum og ég held hann sé meðvitaður um það á þessu móti að það er krafa um árangur og að niðurstaðan verði góð. Ég held að hann hljóti líka að vera með þá kröfu og pressu á sjálfan sig að vilja ná árangri á þessu móti.“ Hlusta má á nýjasta þátt Besta sætisins í gegnum spilarann hér fyrir ofan eða streymisveitum í gegnum hlekkina hér fyrir neðan. Besta sætið EM karla í handbolta 2026 Landslið karla í handbolta Handbolti Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Fleiri fréttir Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið hefur farið afar vel af stað á yfirstandandi Evrópumóti. Eftir fyrstu tvo leiki sína er liðið með fullt hús stiga, komið áfram í milliriðla og mun á þriðjudaginn kemur leika úrslitaleik við Ungverja um toppsæti riðilsins. Snorri Steinn, landsliðsþjálfari, hefur ekki stigið feilspor til þessa á mótinu og gáfu sérfræðingar Besta sætisins honum toppeinkunn fyrir uppleggið gegn Póllandi í dag í leik sem að lauk með átta marka sigri Íslands, 31-23. Leikurinn var gerður upp í hlaðvarpsþætti íþróttadeildar Sýnar, Besta sætinu, sem Stefán Árni Pálsson stjórnaði en sérfræðingar þáttarins voru þeir Einar Jónsson og Jóhann Gunnar Einarsson. „Mér fannst þetta bara allt upp á tíu hjá honum. Það er eiginlega ekki hægt að finna eitthvað að. Uppleggið, róteringin á liðinu, lausnirnar sem voru í gangi inn í leiknum. Það var einhvern veginn allt upp á tíu,“ sagði Einar Jónsson, þjálfari ríkjandi Íslands- og bikarmeistara Fram og sérfræðingur Besta sætisins, aðspurður hvaða einkunn hann gæfi Snorra Steini, landsliðsþjálfara fyrir leik kvöldsins. Eins og Snorra líði betur Snorri Steinn er á sínu þriðja stórmóti sem landsliðsþjálfari Íslands og segist Einar taka eftir breytingum hjá landsliðsþjálfaranum milli stórmóta. „Utan frá séð lítur út fyrir að honum líði betur. Það er miklu meiri orka í honum. Hún er rosalega mikil...Það er allt bara að smella miklu betur hjá honum. Hann er búinn að gera þetta ógeðslega vel. Síðasta mót var líka mjög gott undir hans stjórn en auðvitað erum við dæmdir af þessum eina leik sem tapaðist.“ Ekki sé til það þjálfarastarf á Íslandi þar sem pressan er meiri en á landsliðsþjálfara íslenska karlalandsliðsins í handbolta. „Umfjöllunin er gígantísk, endalaust af upplýsingum og fréttum þannig að það vita allir hvað er að gerast,“ bætti Jóhann Gunnar Einarsson, sérfræðingur Besta sætisins við. „Þegar að það gengur vel þá er þér hrósað en um leið og eitthvað klikkar er svoleiðis baunað yfir þig. Það er gríðarleg pressa.“ „Er bara ekki sátt með það“ Það gengur vel núna en stóridómur fellur þar mótinu er lokið. „Hann verður bara dæmdur af niðurstöðunni hverju sinni,“ segir Einar um Snorra. „Það er erfitt að vera segja „við spiluðum frábærlega“ en svo endum við kannski í tíunda eða tólfta sæti, eða þessum sætum sem við höfum verið að enda í á þessum síðustu stórmótum. Það er bara ekki sátt með það.“ „Alveg sama hvort um sé að ræða meðal fjölmiðla, sérfræðinga eða fólksins heima í stofu. Það er gríðarleg pressa á honum og ég held hann sé meðvitaður um það á þessu móti að það er krafa um árangur og að niðurstaðan verði góð. Ég held að hann hljóti líka að vera með þá kröfu og pressu á sjálfan sig að vilja ná árangri á þessu móti.“ Hlusta má á nýjasta þátt Besta sætisins í gegnum spilarann hér fyrir ofan eða streymisveitum í gegnum hlekkina hér fyrir neðan.
Besta sætið EM karla í handbolta 2026 Landslið karla í handbolta Handbolti Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Fleiri fréttir Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Sjá meira