Sport

Segir að Joshua vilji halda á­fram að berjast eftir bíl­slysið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Anthony Joshua keppti síðast við Jake Paul í desember á síðasta ári.
Anthony Joshua keppti síðast við Jake Paul í desember á síðasta ári. getty/Leonardo Fernandez

Oleksandr Usyk, skynjaði löngun hjá Anthony Joshua að halda áfram að berjast eftir bílslysið sem hann lenti í undir lok síðasta árs.

Tveir vinir Joshuas létust í bílslysi í Nígeríu í desember. Joshua var einnig í bílnum en slapp með minni háttar meiðsli.

Usyk, sem sigraði Joshua tvívegis, 2021 og 2022, hefur rætt við Englendinginn og segir ekki loku fyrir það skotið að hann snúi aftur í hringinn þrátt fyrir áfallið mikla í síðasta mánuði.

„Ég hef þegar talað við hann. Ég fann löngun í rödd hans til að halda áfram að berjast fyrir vinina sem hann missti og tækifærið til að lifa sem Drottinn færði honum,“ sagði Usyk.

Joshua sigraði samfélagsmiðlastjörnuna Jake Paul í bardaga nokkrum dögum fyrir bílslysið. Hann hefur unnið 29 af 33 bardögum sínum á ferlinum. Tvö tapanna komu gegn Usyk.

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×