Handbolti

Lof­samar starfið á Ís­landi og segir það van­metið: „Að mínu mati ótrú­legt“

Aron Guðmundsson skrifar
Bennet Wiegert, þjálfari Magdeburgar, ræðir hér við leikmann sinn Gísla Þorgeir Kristjánsson. Saman hafa þeir verið sigursælir en Wiegert dáist að því hversu margir heimsklassa leikmenn koma frá Íslandi.
Bennet Wiegert, þjálfari Magdeburgar, ræðir hér við leikmann sinn Gísla Þorgeir Kristjánsson. Saman hafa þeir verið sigursælir en Wiegert dáist að því hversu margir heimsklassa leikmenn koma frá Íslandi. Vísir/Getty

Bennet Wi­egert, þjálfari þýska stór­liðsins Mag­deburgar, telur að fjölmennari þjóðir geti lært mikið af starfinu sem unnið er hér á Íslandi í kringum hand­bolta. Hann dáist að því hversu margir heimsklassa leik­menn koma frá Ís­landi og væri til í að koma hingað til lands í starfsþjálfun.

Wi­egert hefur verið þjálfari stór­liðs Mag­deburgar frá árinu 2015 og undir hans stjórn núna spila þrír Ís­lendingar. Þeir Gísli Þor­geir Kristjáns­son, Ómar Ingi Magnús­son og Elvar Örn Jóns­son. Þjóðverjinn mun því fylgjast vel með gengi ís­lenska lands­liðsins á EM.

Undir stjórn Wi­egert hefur Mag­deburg hefur unnið allt sem hægt er að vinna, bæði heima fyrir sem og í Meistara­deild Evrópu. Þessi sigursæli þjálfari dáist að því starfi sem er unnið hér heima í hand­boltanum og því hvernig hér tekst stöðugt að fram­leiða hand­bolta­menn í heimsklassa.

Ómar Ingi Magnússon er í lykilhlutverki hjá Magdeburg sem og íslenska landsliðinuGetty/Igor Kralj

„Ég tel að það sem þessi litla þjóð er að af­reka sé van­metið og er þá ekki að tala um litla þjóð á neikvæðan hátt,“ segir Wi­egert í hlað­varpsþættinum Ball­sam en til saman­burðar og með til­liti til íbúa­fjöldans á Ís­landi yrði Ís­land sex­tánda fjöl­mennasta borgin í Þýska­landi.

„Að mínu mati eru Færeyjar og Ís­lands frábært dæmi um það hverju er hægt að ná fram með góðu yngri flokka starfi og félags­stjórnun. Það er magnað hvernig smáríki eins og Ís­land getur stöðugt fram­leitt hand­bolta­menn í hæsta gæða­flokki sem láta að sér kveða í evrópska boltanum.“

Wi­egert telur að hægt sé að draga mikinn lær­dóm af því starfi sem unnið er hér heima í hand­boltanum og vær til í að sækja land og þjóð heim í þeim til­gangi.

„Það hvernig þeir fara að þessu er ótrúlegt að mínu mati. Ég myndi elska það að fara til Ís­lands og fylgjast með því hvernig félögin þar haga sínu starfi, hvernig þau fram­leiða svona marka hand­bolta­menn á þessari litlu eyju og gera þá til­búna fyrir deildir á borð við þýsku úr­vals­deildina.

Wi­egert telur ís­lenska lands­liðið eiga fína mögu­leika á komandi Evrópumóti en liðið mætir Ítalíu í dag í fyrsta leik sínum í F-riðli en að auki eru lands­lið Póllands og Ung­verja­lands í riðlinum.

„Við verðum að bíða og sjá hvort liðinu takist að komast í undanúr­slit og berjast um verð­laun. Það sem liðinu skortir kannski er breidd.“

Leikur Ís­lands og Ítalíu í F-riðli Evrópumótsins í hand­bolta hefst klukkan fimm í dag og verður lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi. Okkar menn úti í Kristian­stad sjá svo um að færa okkur brakandi fersk viðtöl að leik loknum og í kvöld verður hægt að nálgast upp­gjör á leiknum með sér­fræðingum íþrótta­deildar Sýnar í hlað­varpinu Besta sætið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×