Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar 15. janúar 2026 10:32 Á ársþingi Samtaka Sunnlenskra sveitarfélaga sem haldið var 23 – 24 október 2025 komu saman kjörnir fulltrúar allra sveitarfélaga á Suðurlandi. Ársþingið er vettvangur þar sem sameiginleg sýn sveitarfélaga er lögð fram ásamt áherslumálum þar sem sameiginlegur flötur hefur náðst. Sveitarfélögin eru með misjafnar áherslur en ávallt má koma auga á sameiginlega hagsmuni og er það vel. Jafnvel sammælast sveitarfélögin um að leggja mikla áherslu á ákveðin mál sem gagnast sumum sveitarfélögum meira en öðrum. Sem dæmi má nefna stækkun hafnar í Ölfusi sem hefur vissulega mikil áhrif á sveitarfélagið Ölfus en e.t.v. minni áhrif eftir því sem fjarlægðin við sveitarfélagið eykst þó svo að ljóst sé að stækkuð höfn í Ölfusi hefur jákvæð áhrif á allt atvinnusvæði okkar Sunnlendinga. Á Ársþingi leggja milliþinganefndir fram áherslumál sín og gera grein fyrir þeim. Í aðdraganda ársþings funda sveitastjórnarmenn inni í milliþinganefndum og komast að sameiginlegri niðurstöðu og verða umræður á stundum fjörugar. Niðurstöður nást þó ávallt og leggja milliþinganefndir áherslumál sín fram. Undirritaður er stjórnarmaður í SASS og eitt af hlutverkum hans að stýra nefnd á milli ársþinga. Fyrir undanfarin tvö ársþing hefur það fallið í skaut undirritaðs að stýra innviðanefnd. Á komandi vikum verður gerð grein fyrir niðurstöðum þeim sem lögð voru fyrir þingið af hendi innviðanefndar. 2+2 en ekki 2+1 Eitt helsta mál sem brennur á Sunnlendingum eru samgöngur. Vegamál eru í stöðugri endurskipulagningu og var sameiginleg niðurstaða sunnlensks sveitarstjórnarfólks að tvöfalda þurfi þjóðveginn frá Rauðavatni að Markarfljóti með aðskildum akstursstefnum. Með tilkomu nýrrar brúar yfir Ölfusá við Selfoss þá þarf að huga vel að umferðinni um þessa samgöngubót. Tvöföldun vegarins að og frá brúnni kallar á að brúin sjálf þurfi að vera 2 + 2 en ekki 2+1 eins og áform eru uppi nú. Er nú gert ráð fyrir að hluti brúarinnar verði hjólreiðastígur í stað aukaakreinar. Benda þarf á að heppilegra væri að hjólreiðaumferð fari um gömlu Ölfusárbrúna í stað þeirrar nýju. Þess utan er 2+1 vegur nær alla leið frá Rauðavatni að Selfossi sem er skapraunandi fyrir flesta notendur þess vegar en af einhverjum orsökum virðist Vegagerðin hrifnust af þessari lausn þrátt fyrir mikla óánægju flestra notenda. Ef hjólreiðaumferð verður beint um nýja Ölfusárbrú verður um að ræða dýrasta hjólreiðarstíg Evrópu sem niðurgreiddur væri af vegasköttum bifreiðarnotenda. Uppfæra þarf samgönguáætlun að notendum Í samgönguáætlun sem leit dagsins ljós í desember er gert ráð fyrir að bæta vegi í austur frá nýrri brú og er það vel. Þó verður talsverð bið á því en gert er ráð fyrir í samgönguáætlun að breikka veginn frá Skeiðavegamótum að Selfossi í 2+1 á árunum 2025 – 2029. Mikilsvert er að leggja áherslu á að breikka þjóðveginn í 2+2 í stað núverandi áforma. Einbreiðar brýr, barn síns tíma Undanfarna áratugi hefur verið lögð áhersla á að útrýma einbreiðum brúm af öllum vegum á Suðurlandi ásamt því að binda þarf slitlag á núverandi malarvegi til að bæta umferðaröryggi á vegum Sunnlendinga. Til viðbótar, þarf að tryggja 8 metra breidd vega með einni akrein í hvora átt. Kallað er eftir tímasettri útrýmingaráætlun á einbreiðum brúm frá Ríkinu. Hér aðneðan er Ályktunin Hraða verulega uppbyggingu samgönguinnviða: Ársþing SASS, haldið á Kirkjubæjarklaustri 23. - 24. október, skorar á stjórnvöld og vegagerðina að hraða verulega uppbyggingu samgönguinnviða á suðurlandi. Ársþingið leggur sérstaka áherslu á: Tvöföldun þjóðvegar 1 með aðskildum akstursstefnum frá Rauðavatni að Markarfljóti. Að breidd þjóðvegarins verði að lágmarki átta metrar. Að komið verði á skýrri og tímasettri áætlun um að tvöfalda allar einbreiðar brýr. Að úrbætur verði gerðar á malarvegum og að vegir víðsvegar á suðurlandi verði breikkaðir. Að umferðarþung gatnamót verði bætt með aðreinum og fráreinum. Höfundur er bæjarfulltrúi Árborg, stjórnarmaður í Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga og formaður innviðanefndar SASS. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árborg Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Samgöngur Ölfus Rangárþing eystra Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Sjá meira
Á ársþingi Samtaka Sunnlenskra sveitarfélaga sem haldið var 23 – 24 október 2025 komu saman kjörnir fulltrúar allra sveitarfélaga á Suðurlandi. Ársþingið er vettvangur þar sem sameiginleg sýn sveitarfélaga er lögð fram ásamt áherslumálum þar sem sameiginlegur flötur hefur náðst. Sveitarfélögin eru með misjafnar áherslur en ávallt má koma auga á sameiginlega hagsmuni og er það vel. Jafnvel sammælast sveitarfélögin um að leggja mikla áherslu á ákveðin mál sem gagnast sumum sveitarfélögum meira en öðrum. Sem dæmi má nefna stækkun hafnar í Ölfusi sem hefur vissulega mikil áhrif á sveitarfélagið Ölfus en e.t.v. minni áhrif eftir því sem fjarlægðin við sveitarfélagið eykst þó svo að ljóst sé að stækkuð höfn í Ölfusi hefur jákvæð áhrif á allt atvinnusvæði okkar Sunnlendinga. Á Ársþingi leggja milliþinganefndir fram áherslumál sín og gera grein fyrir þeim. Í aðdraganda ársþings funda sveitastjórnarmenn inni í milliþinganefndum og komast að sameiginlegri niðurstöðu og verða umræður á stundum fjörugar. Niðurstöður nást þó ávallt og leggja milliþinganefndir áherslumál sín fram. Undirritaður er stjórnarmaður í SASS og eitt af hlutverkum hans að stýra nefnd á milli ársþinga. Fyrir undanfarin tvö ársþing hefur það fallið í skaut undirritaðs að stýra innviðanefnd. Á komandi vikum verður gerð grein fyrir niðurstöðum þeim sem lögð voru fyrir þingið af hendi innviðanefndar. 2+2 en ekki 2+1 Eitt helsta mál sem brennur á Sunnlendingum eru samgöngur. Vegamál eru í stöðugri endurskipulagningu og var sameiginleg niðurstaða sunnlensks sveitarstjórnarfólks að tvöfalda þurfi þjóðveginn frá Rauðavatni að Markarfljóti með aðskildum akstursstefnum. Með tilkomu nýrrar brúar yfir Ölfusá við Selfoss þá þarf að huga vel að umferðinni um þessa samgöngubót. Tvöföldun vegarins að og frá brúnni kallar á að brúin sjálf þurfi að vera 2 + 2 en ekki 2+1 eins og áform eru uppi nú. Er nú gert ráð fyrir að hluti brúarinnar verði hjólreiðastígur í stað aukaakreinar. Benda þarf á að heppilegra væri að hjólreiðaumferð fari um gömlu Ölfusárbrúna í stað þeirrar nýju. Þess utan er 2+1 vegur nær alla leið frá Rauðavatni að Selfossi sem er skapraunandi fyrir flesta notendur þess vegar en af einhverjum orsökum virðist Vegagerðin hrifnust af þessari lausn þrátt fyrir mikla óánægju flestra notenda. Ef hjólreiðaumferð verður beint um nýja Ölfusárbrú verður um að ræða dýrasta hjólreiðarstíg Evrópu sem niðurgreiddur væri af vegasköttum bifreiðarnotenda. Uppfæra þarf samgönguáætlun að notendum Í samgönguáætlun sem leit dagsins ljós í desember er gert ráð fyrir að bæta vegi í austur frá nýrri brú og er það vel. Þó verður talsverð bið á því en gert er ráð fyrir í samgönguáætlun að breikka veginn frá Skeiðavegamótum að Selfossi í 2+1 á árunum 2025 – 2029. Mikilsvert er að leggja áherslu á að breikka þjóðveginn í 2+2 í stað núverandi áforma. Einbreiðar brýr, barn síns tíma Undanfarna áratugi hefur verið lögð áhersla á að útrýma einbreiðum brúm af öllum vegum á Suðurlandi ásamt því að binda þarf slitlag á núverandi malarvegi til að bæta umferðaröryggi á vegum Sunnlendinga. Til viðbótar, þarf að tryggja 8 metra breidd vega með einni akrein í hvora átt. Kallað er eftir tímasettri útrýmingaráætlun á einbreiðum brúm frá Ríkinu. Hér aðneðan er Ályktunin Hraða verulega uppbyggingu samgönguinnviða: Ársþing SASS, haldið á Kirkjubæjarklaustri 23. - 24. október, skorar á stjórnvöld og vegagerðina að hraða verulega uppbyggingu samgönguinnviða á suðurlandi. Ársþingið leggur sérstaka áherslu á: Tvöföldun þjóðvegar 1 með aðskildum akstursstefnum frá Rauðavatni að Markarfljóti. Að breidd þjóðvegarins verði að lágmarki átta metrar. Að komið verði á skýrri og tímasettri áætlun um að tvöfalda allar einbreiðar brýr. Að úrbætur verði gerðar á malarvegum og að vegir víðsvegar á suðurlandi verði breikkaðir. Að umferðarþung gatnamót verði bætt með aðreinum og fráreinum. Höfundur er bæjarfulltrúi Árborg, stjórnarmaður í Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga og formaður innviðanefndar SASS.
Hraða verulega uppbyggingu samgönguinnviða: Ársþing SASS, haldið á Kirkjubæjarklaustri 23. - 24. október, skorar á stjórnvöld og vegagerðina að hraða verulega uppbyggingu samgönguinnviða á suðurlandi. Ársþingið leggur sérstaka áherslu á: Tvöföldun þjóðvegar 1 með aðskildum akstursstefnum frá Rauðavatni að Markarfljóti. Að breidd þjóðvegarins verði að lágmarki átta metrar. Að komið verði á skýrri og tímasettri áætlun um að tvöfalda allar einbreiðar brýr. Að úrbætur verði gerðar á malarvegum og að vegir víðsvegar á suðurlandi verði breikkaðir. Að umferðarþung gatnamót verði bætt með aðreinum og fráreinum.
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun