Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. janúar 2026 12:29 Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir von á „hefðbundnu“ íslensku vetrarveðri frá og með helginni. Stóri-Boli, sem hefur verið veikur frá áramótum, virðist vera að sækja í sig veðrið gegn sterkum Síberíu-Blesa. Þannig virðist von á umpólun þessara megin vetrarhvirfla og mun hæðarhryggur yfir Alaska ýta þarna undir. Þetta segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur á Facebook-síðu sinni og boðar útsynning í fyrsta sinn í vetur. En hvað þýðir þetta allt? „Breytingar,“ svarar veðurfræðingurinn aðspurður. Textinn sem hann setti inn á Facebook í gær hafi meira verið ætlaður innvígðum, svo það sé nú ekki nema von að leikmaður spyrji. „Það er búið að vera hérna veður frá áramótum sem hefur verið mjög einsleitt suðvestanlands. Lengst af líka fyrir norðan, áður en það fór að snjóa þar fyrir tveimur dögum síðan,“ útskýrir Einar. „Og við erum ekki vön þessu um miðjan vetur; svona norðanátt og kulda og enga úrkomu og engan snjó. Bara auð jörð og frost. En nú er tilfærsla þarna í háloftunum sem gerir það að verkum að við förum að vera með eitthvað veður sem við eigum að venjast í janúar. Það eru umhleypingar, skýr skipti.“ Einar segir sumsé von á lægðum úr suðvestri með skilum upp að landinu, með suðaustan og hlýju veðri og slyddu og rigningu sunnan og vestanvert um helgina, seint á laugardaginn og sunnudag. „Þannig að um helgina þá lýkur þessum þurra og kalda kafla sem hefur einkennt veðurlagið alveg frá áramótum,“ segir hann. Einar segir að undanfarna vetur hafi allra versta veðrið gjarnan gengið yfir í lok janúar eða fyrstu tíu til fimmtán dagana í febrúar, þegar vetur sé í hámarki á norðurhveli jarðar og andstæðurnar skarpastar á milli kuldans í norðri og hlýrra lofts í suðri. Þá hafi leiðinlegustu lægðirnar gengið yfir og erfiðustu stormarnir, þótt það sé nú ekki alveg einhlítt. Þetta sé „hinn eðlilegi vetrargír“ fyrir Ísland, þótt ómögulegt sé að spá fyrir um hversu slæmt veðrið verður nema með þriggja til fjögurra daga fyrirvara. En hvað eru þessi fyrirbæri, Stóri-Boli og Síberíu-Blesi? „Sko, Stóri-Boli er þessi kaldi hvirfill sem er staðsettur fyrir vestan Grænland og í Norður-Kanada. Hann er í raun og veru forsenda fyrir óveðurslægðunum. Ef hann er ekki til staðar, eins og verið hefur núna í langan tíma, alveg frá því löngu fyrir jól, og hvirfillinn sem við köllum Síberíu-Blesa er öflugur á kostnað Stóra-Bola, þá er veðrið yfirleitt með öðrum hætti hjá okkur. Það kólnar. Og þannig hefur það verið,“ útskýrir Einar. Sterkur Stóri-Boli, með skvettum af lægðum og snjó, sé forsenda almennilegrar snjókomu á Suðvesturlandi. Og hvað, er Stóri-Boli þá að sækja í sig veðrið? „Já, hann er að stækka og vaxa núna næstu daga, sérstaklega eftir næstu helgi og það hefur þá þessar afleiðingar,“ svarar veðurfræðingurinn. Þess má geta að Stóri-Boli og Síberíu-Blesi eru nöfn sem Trausti Jónsson veðurfræðingur gaf kuldapollunum sitt hvoru megin við Ísland. Útsynningur: Vindur úr áttum milli suðurs og vesturs, oftast nokkuð hvass með skúra- eða éljahryðjum um sunnan- og vestanvert landið. Bjartara veður er þá á Norðaustur- og Austurlandi. Orðið lýsir í senn vindátt og veðurlagi. Suðaustanátt með hryðjum og klakkaskýjum er stundum nefnd öfugur útsynningur. Tekið af vefsíðu Veðurstofu Íslands Veður Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Sjá meira
„Breytingar,“ svarar veðurfræðingurinn aðspurður. Textinn sem hann setti inn á Facebook í gær hafi meira verið ætlaður innvígðum, svo það sé nú ekki nema von að leikmaður spyrji. „Það er búið að vera hérna veður frá áramótum sem hefur verið mjög einsleitt suðvestanlands. Lengst af líka fyrir norðan, áður en það fór að snjóa þar fyrir tveimur dögum síðan,“ útskýrir Einar. „Og við erum ekki vön þessu um miðjan vetur; svona norðanátt og kulda og enga úrkomu og engan snjó. Bara auð jörð og frost. En nú er tilfærsla þarna í háloftunum sem gerir það að verkum að við förum að vera með eitthvað veður sem við eigum að venjast í janúar. Það eru umhleypingar, skýr skipti.“ Einar segir sumsé von á lægðum úr suðvestri með skilum upp að landinu, með suðaustan og hlýju veðri og slyddu og rigningu sunnan og vestanvert um helgina, seint á laugardaginn og sunnudag. „Þannig að um helgina þá lýkur þessum þurra og kalda kafla sem hefur einkennt veðurlagið alveg frá áramótum,“ segir hann. Einar segir að undanfarna vetur hafi allra versta veðrið gjarnan gengið yfir í lok janúar eða fyrstu tíu til fimmtán dagana í febrúar, þegar vetur sé í hámarki á norðurhveli jarðar og andstæðurnar skarpastar á milli kuldans í norðri og hlýrra lofts í suðri. Þá hafi leiðinlegustu lægðirnar gengið yfir og erfiðustu stormarnir, þótt það sé nú ekki alveg einhlítt. Þetta sé „hinn eðlilegi vetrargír“ fyrir Ísland, þótt ómögulegt sé að spá fyrir um hversu slæmt veðrið verður nema með þriggja til fjögurra daga fyrirvara. En hvað eru þessi fyrirbæri, Stóri-Boli og Síberíu-Blesi? „Sko, Stóri-Boli er þessi kaldi hvirfill sem er staðsettur fyrir vestan Grænland og í Norður-Kanada. Hann er í raun og veru forsenda fyrir óveðurslægðunum. Ef hann er ekki til staðar, eins og verið hefur núna í langan tíma, alveg frá því löngu fyrir jól, og hvirfillinn sem við köllum Síberíu-Blesa er öflugur á kostnað Stóra-Bola, þá er veðrið yfirleitt með öðrum hætti hjá okkur. Það kólnar. Og þannig hefur það verið,“ útskýrir Einar. Sterkur Stóri-Boli, með skvettum af lægðum og snjó, sé forsenda almennilegrar snjókomu á Suðvesturlandi. Og hvað, er Stóri-Boli þá að sækja í sig veðrið? „Já, hann er að stækka og vaxa núna næstu daga, sérstaklega eftir næstu helgi og það hefur þá þessar afleiðingar,“ svarar veðurfræðingurinn. Þess má geta að Stóri-Boli og Síberíu-Blesi eru nöfn sem Trausti Jónsson veðurfræðingur gaf kuldapollunum sitt hvoru megin við Ísland. Útsynningur: Vindur úr áttum milli suðurs og vesturs, oftast nokkuð hvass með skúra- eða éljahryðjum um sunnan- og vestanvert landið. Bjartara veður er þá á Norðaustur- og Austurlandi. Orðið lýsir í senn vindátt og veðurlagi. Suðaustanátt með hryðjum og klakkaskýjum er stundum nefnd öfugur útsynningur. Tekið af vefsíðu Veðurstofu Íslands
Útsynningur: Vindur úr áttum milli suðurs og vesturs, oftast nokkuð hvass með skúra- eða éljahryðjum um sunnan- og vestanvert landið. Bjartara veður er þá á Norðaustur- og Austurlandi. Orðið lýsir í senn vindátt og veðurlagi. Suðaustanátt með hryðjum og klakkaskýjum er stundum nefnd öfugur útsynningur. Tekið af vefsíðu Veðurstofu Íslands
Veður Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent