LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Kjartan Kjartansson skrifar 14. janúar 2026 10:22 Tímabundna undanþágan sem PGA-mótaröðin bauð LIV-kylfingum var sérsniðin að Cameron Smith (t.v.), Bryson DeChambeau (f.m.) og Jon Rahm (t.h.). Vísir/Getty Engin af þeim þremur stjörnum LIV-mótaraðarinnar í golfi sem stendur tímabundið til boða að snúa aftur á PGA-mótaröðina ætla að taka boðinu. Brooks Koepka, margfaldur risamótsmeistari, fékk inngöngu á PGA-röðina á dögunum. Koepka, sem gekk til liðs við LIV stofnárið 2022, fékk að snúa aftur á PGA-mótaröðina að ýmsum skilyrðum uppfylltum. Hann afsalaði sér eignarhluta í mótaröðinni næstu fimm árin, féllst á að greiða milljónir til góðgerðamála og hefur takmarkaðan keppnisrétt til að byrja með. Á sama tíma tilkynnti forstjóri PGA-mótaraðarinnar um tímabundna undanþágu fyrir fyrrverandi félaga til að snú aftur með sömu skilyrðum og Koepka. Undanþágan var klæðskerasniðin að þeim Bryson DeChambeau, Jon Rahm og Cameron Smith, skærustu stjörnum LIV. Fara ekki fet Enginn þeirra virtist ætla að bíta á agnið þegar fréttamenn spurðu þá út í tilboðið á blaðamannafundi á vegum LIV í gær, að því er kemur fram í frétt Golf Digest. „Ég er með samning út 2026 þannig að ég hlakka til þessa árs,“ sagði DeChambeau sem hafði fyrr um daginn birt mynd af sér á samfélagsmiðli þar sem hann virtist biðja um ráð um hvað hann ætti að gera. Rahm, sem er talinn líklegastur þremenningana til þess að vilja snúa aftur á PGA-túrinn, er með lengri samning við LIV. „Ég hef engin áform um að fara neitt þannig að svar mitt er mjög svipað Brysons. Ég óska Brooks alls þess besta en hvað mig varðar einbeiti ég mér að LIV á þessu ári og vonast til þess að liðið mitt standi aftur uppi sem sigurvegari,“ sagði Spánverjinn. Smith sagðist ekki hafa neinn áhuga á að flytja sig um set. Lokkaðir yfir með gulli og grænum skógum PGA- og LIV-mótaraðirnar hafa eldað grátt silfur saman undanfarin ár. Sádiarabar stofnaður síðarnefndu keppnina til höfuðs PGA-túrnum og lokkuðu marga af þekktustu kylfingum heims til sín með boði um gull og græna skóga. Lengi hefur þó verið hvíslað um að sumir þeirra sem skiptu yfir hefðu iðrast þess. Þó að margir kylfinganna hefðu borið fyrir sig að LIV væri fjölskylduvænni fyrir þá þar sem mótin væru færri og styttri en á PGA-röðinni hafa þeir þurft að ferðast víðar um hnöttinn en áður þar sem LIV heldur mót í Asíu, Ástralíu og Evrópu. Það sem vegur þó ef til vill þyngst er að loforð stjórnenda LIV um að kylfingarnir fengju stig á heimslistann í golfi, sem er helsta inntökuskilyrðið á risamótin, varð aldrei að veruleika. Til þess að reyna að liðka til fyrir að LIV fengi slík stig tilkynntu stjórnendur mótaraðarinnar nýlega að mótin yrðu lengd úr 54 holum í 72 þrátt fyrir að nafn hennar sé bókstaflega dregið af því að mótin voru 54 holur (LIV er 54 í rómverskum tölum). Ástæðan fyrir því að samtökin sem halda utan um heimslistann hefur ekki veitt LIV stig til þess er þó fyrst og fremst sú að LIV er lokuð deild sem ekki er hægt að spila sig inn á af verðleikum, ekki lengd mótanna sem slíkra. Golf LIV-mótaröðin Bandaríkin Sádi-Arabía Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Fleiri fréttir LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Koepka, sem gekk til liðs við LIV stofnárið 2022, fékk að snúa aftur á PGA-mótaröðina að ýmsum skilyrðum uppfylltum. Hann afsalaði sér eignarhluta í mótaröðinni næstu fimm árin, féllst á að greiða milljónir til góðgerðamála og hefur takmarkaðan keppnisrétt til að byrja með. Á sama tíma tilkynnti forstjóri PGA-mótaraðarinnar um tímabundna undanþágu fyrir fyrrverandi félaga til að snú aftur með sömu skilyrðum og Koepka. Undanþágan var klæðskerasniðin að þeim Bryson DeChambeau, Jon Rahm og Cameron Smith, skærustu stjörnum LIV. Fara ekki fet Enginn þeirra virtist ætla að bíta á agnið þegar fréttamenn spurðu þá út í tilboðið á blaðamannafundi á vegum LIV í gær, að því er kemur fram í frétt Golf Digest. „Ég er með samning út 2026 þannig að ég hlakka til þessa árs,“ sagði DeChambeau sem hafði fyrr um daginn birt mynd af sér á samfélagsmiðli þar sem hann virtist biðja um ráð um hvað hann ætti að gera. Rahm, sem er talinn líklegastur þremenningana til þess að vilja snúa aftur á PGA-túrinn, er með lengri samning við LIV. „Ég hef engin áform um að fara neitt þannig að svar mitt er mjög svipað Brysons. Ég óska Brooks alls þess besta en hvað mig varðar einbeiti ég mér að LIV á þessu ári og vonast til þess að liðið mitt standi aftur uppi sem sigurvegari,“ sagði Spánverjinn. Smith sagðist ekki hafa neinn áhuga á að flytja sig um set. Lokkaðir yfir með gulli og grænum skógum PGA- og LIV-mótaraðirnar hafa eldað grátt silfur saman undanfarin ár. Sádiarabar stofnaður síðarnefndu keppnina til höfuðs PGA-túrnum og lokkuðu marga af þekktustu kylfingum heims til sín með boði um gull og græna skóga. Lengi hefur þó verið hvíslað um að sumir þeirra sem skiptu yfir hefðu iðrast þess. Þó að margir kylfinganna hefðu borið fyrir sig að LIV væri fjölskylduvænni fyrir þá þar sem mótin væru færri og styttri en á PGA-röðinni hafa þeir þurft að ferðast víðar um hnöttinn en áður þar sem LIV heldur mót í Asíu, Ástralíu og Evrópu. Það sem vegur þó ef til vill þyngst er að loforð stjórnenda LIV um að kylfingarnir fengju stig á heimslistann í golfi, sem er helsta inntökuskilyrðið á risamótin, varð aldrei að veruleika. Til þess að reyna að liðka til fyrir að LIV fengi slík stig tilkynntu stjórnendur mótaraðarinnar nýlega að mótin yrðu lengd úr 54 holum í 72 þrátt fyrir að nafn hennar sé bókstaflega dregið af því að mótin voru 54 holur (LIV er 54 í rómverskum tölum). Ástæðan fyrir því að samtökin sem halda utan um heimslistann hefur ekki veitt LIV stig til þess er þó fyrst og fremst sú að LIV er lokuð deild sem ekki er hægt að spila sig inn á af verðleikum, ekki lengd mótanna sem slíkra.
Golf LIV-mótaröðin Bandaríkin Sádi-Arabía Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Fleiri fréttir LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira