Ein heitasta stjarna í heimi Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 14. janúar 2026 10:05 Teyana Taylor er einhver allra heitasta stjarna heimsins. Michael Buckner/2026GG/Penske Media via Getty Images Dansarinn, tónlistarkonan, leikkonan, listakonan og ofurbomban Teyana Taylor er að sigra heiminn um þessar mundir. Ásamt því að slátra rauða dreglinum á hverjum einasta viðburði hlaut hún sín fyrstu Golden Globe verðlaun á sunnudag fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni One Battle After Another. Teyana Taylor er fædd árið 1990 og er sannarlega enginn nýgræðingur í skemmtanabransanum þótt stjarna hennar hafi líklega aldrei skinið skærar en nú. View this post on Instagram A post shared by Jimmy Neutch (@teyanataylor) Fimmtán ára gömul sló hún í gegn sem dansari og danshöfundur og samdi meðal annars dansspor fyrir tónlistarmyndband Beyoncé við lagið Ring The Alarm. Stuttu síðar kom hún fram í tónlistarmyndbandi hjá Jay Z en líklegast fékk hún mesta athygli fyrir dans sinn við lagið Fade með Kanye West. Sömuleiðis hefur Taylor gefið út fjölda breiðskífa og laga og túrað víða um Bandaríkin og heiminn. View this post on Instagram A post shared by VANITY FAIR (@vanityfair) Samhliða allri þessari sköpunargleði fór hún að snúa sér að leiklist en það virðist vera fátt sem þessi listagyðja getur ekki gert. View this post on Instagram A post shared by Vogue (@voguemagazine) Hún kom, sá og sigraði í hlutverki sínu í kvikmyndinni One Battle After Another og er sömuleiðis senuþjófur í umdeildu þáttunum All's Fair þar sem hún leikur meðal annars á móti Kim Kardashian. Teyana Taylor hefur opinskátt rætt um andleg veikindi, þunglyndi og kvíða. Árið 2020 tilkynnti hún að hún væri algjörlega hætt í tónlist til þess að sinna andlegri heilsu. View this post on Instagram A post shared by Jimmy Neutch (@teyanataylor) Nú tæpum sex árum síðar er hún orðin verðlaunuð leikkona og var gríðarlega sannfærandi í hlutverki sínu sem uppreisnarseggurinn og óstöðvandi bardagakonan Perfidia Beverly Hills í One Battle. Hún geislar á hverjum rauða dreglinum á fætur öðrum. Þvílíkur elegans og franska tískuhúsið Schiaparelli, sem er það allra heitasta og frumlegasta í dag, dýrkar dömuna. Teyana Taylor svo glæsileg í Schiaparelli.Frazer Harrison/WireImage Taylor hefur rokkað sérhannaða galakjóla frá hinu virta Schiaparelli tískuhúsi og sömuleiðis verið fastagestur á virtustu tískuhátíð heims Met Gala síðastliðin ár. View this post on Instagram A post shared by Jimmy Neutch (@teyanataylor) Þessi ofurskvísa virðist vera einhleyp um þessar mundir en hún var gift körfuboltakappanum Iman Shumpert og saman eiga þau tvær dætur, Iman Tayla Shumpert Jr., níu ára, og Rue Rose Shumpert, fjögurra ára. Þegar þau skildu ásakaði Taylor fyrrverandi eiginmann sinn um andlegt ofbeldi og gríðarlega afbrýðissemi í garð velgengni og frægðar hennar. View this post on Instagram A post shared by Jimmy Neutch (@teyanataylor) Hún deitaði enska leikarann Aaron Pierre í tæpt ár en þau hættu saman í desember. Frægðarsól Taylor rís hátt og við munum án efa sjá hana á skjánum á næstu árum takast á við fjölbreytt og skemmtileg hlutverk. Hún er rétt að byrja! Tíska og hönnun Tónlist Menning Bíó og sjónvarp Mest lesið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Lífið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni Lífið Fleiri fréttir Ein heitasta stjarna í heimi Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum „Eins nakin og ég kemst upp með“ Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira
Teyana Taylor er fædd árið 1990 og er sannarlega enginn nýgræðingur í skemmtanabransanum þótt stjarna hennar hafi líklega aldrei skinið skærar en nú. View this post on Instagram A post shared by Jimmy Neutch (@teyanataylor) Fimmtán ára gömul sló hún í gegn sem dansari og danshöfundur og samdi meðal annars dansspor fyrir tónlistarmyndband Beyoncé við lagið Ring The Alarm. Stuttu síðar kom hún fram í tónlistarmyndbandi hjá Jay Z en líklegast fékk hún mesta athygli fyrir dans sinn við lagið Fade með Kanye West. Sömuleiðis hefur Taylor gefið út fjölda breiðskífa og laga og túrað víða um Bandaríkin og heiminn. View this post on Instagram A post shared by VANITY FAIR (@vanityfair) Samhliða allri þessari sköpunargleði fór hún að snúa sér að leiklist en það virðist vera fátt sem þessi listagyðja getur ekki gert. View this post on Instagram A post shared by Vogue (@voguemagazine) Hún kom, sá og sigraði í hlutverki sínu í kvikmyndinni One Battle After Another og er sömuleiðis senuþjófur í umdeildu þáttunum All's Fair þar sem hún leikur meðal annars á móti Kim Kardashian. Teyana Taylor hefur opinskátt rætt um andleg veikindi, þunglyndi og kvíða. Árið 2020 tilkynnti hún að hún væri algjörlega hætt í tónlist til þess að sinna andlegri heilsu. View this post on Instagram A post shared by Jimmy Neutch (@teyanataylor) Nú tæpum sex árum síðar er hún orðin verðlaunuð leikkona og var gríðarlega sannfærandi í hlutverki sínu sem uppreisnarseggurinn og óstöðvandi bardagakonan Perfidia Beverly Hills í One Battle. Hún geislar á hverjum rauða dreglinum á fætur öðrum. Þvílíkur elegans og franska tískuhúsið Schiaparelli, sem er það allra heitasta og frumlegasta í dag, dýrkar dömuna. Teyana Taylor svo glæsileg í Schiaparelli.Frazer Harrison/WireImage Taylor hefur rokkað sérhannaða galakjóla frá hinu virta Schiaparelli tískuhúsi og sömuleiðis verið fastagestur á virtustu tískuhátíð heims Met Gala síðastliðin ár. View this post on Instagram A post shared by Jimmy Neutch (@teyanataylor) Þessi ofurskvísa virðist vera einhleyp um þessar mundir en hún var gift körfuboltakappanum Iman Shumpert og saman eiga þau tvær dætur, Iman Tayla Shumpert Jr., níu ára, og Rue Rose Shumpert, fjögurra ára. Þegar þau skildu ásakaði Taylor fyrrverandi eiginmann sinn um andlegt ofbeldi og gríðarlega afbrýðissemi í garð velgengni og frægðar hennar. View this post on Instagram A post shared by Jimmy Neutch (@teyanataylor) Hún deitaði enska leikarann Aaron Pierre í tæpt ár en þau hættu saman í desember. Frægðarsól Taylor rís hátt og við munum án efa sjá hana á skjánum á næstu árum takast á við fjölbreytt og skemmtileg hlutverk. Hún er rétt að byrja!
Tíska og hönnun Tónlist Menning Bíó og sjónvarp Mest lesið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Lífið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni Lífið Fleiri fréttir Ein heitasta stjarna í heimi Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum „Eins nakin og ég kemst upp með“ Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira