Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð 12. janúar 2026 21:43 Hugo Ekitike skoraði eitt fjögurra marka Liverpool í kvöld Vísir/Getty Fyrir fram var búist við öruggum sigri Liverpool sökum þeirrar staðreyndar að andstæðingur kvöldsins spilar í ensku C-deildinni. Heimamenn fengu hið minnsta draumabyrjun á leiknum því strax á níundu mínútum kom Dominik Szoboszlai þeim yfir með þrumuskoti sem söng í netinu og staðan orðin 1-0. Jeremie Frimpong tvöfaldaði svo forystu Liverpool með marki á 36.mínútu en aðeins nokkrum mínútum síðar tókst gestunum í liði Barnsley að nýta sér skelfileg mistök Szoboszlai í vítateig Liverpool og minnkaði Adam Phillips metin 2-1. Þannig stóðu leikar allt þar til á 84.mínútu þegar að Florian Wirzt bætti við þriðja marki Liverpool er hann smurði boltann upp í hægra hornið á marki Barnsley þar sem að hann söng í netinu eftir frábæra stoðsendingu Hugo Ekitike. Wirtz þakkaði Ekitike fyrir stoðsendinguna með því að leggja upp fyrir hann fjórða mark Liverpool í uppbótartíma. Lokatölur á Anfield 4-1 sigur Liverpool. Liverpool fær heimaleik í næstu umferð bikarsins gegn Brighton sem sló út Manchester United á Old Trafford í gær. Dregið var í fjórðu umferð enska bikarsins fyrr í kvöld. Enski boltinn
Fyrir fram var búist við öruggum sigri Liverpool sökum þeirrar staðreyndar að andstæðingur kvöldsins spilar í ensku C-deildinni. Heimamenn fengu hið minnsta draumabyrjun á leiknum því strax á níundu mínútum kom Dominik Szoboszlai þeim yfir með þrumuskoti sem söng í netinu og staðan orðin 1-0. Jeremie Frimpong tvöfaldaði svo forystu Liverpool með marki á 36.mínútu en aðeins nokkrum mínútum síðar tókst gestunum í liði Barnsley að nýta sér skelfileg mistök Szoboszlai í vítateig Liverpool og minnkaði Adam Phillips metin 2-1. Þannig stóðu leikar allt þar til á 84.mínútu þegar að Florian Wirzt bætti við þriðja marki Liverpool er hann smurði boltann upp í hægra hornið á marki Barnsley þar sem að hann söng í netinu eftir frábæra stoðsendingu Hugo Ekitike. Wirtz þakkaði Ekitike fyrir stoðsendinguna með því að leggja upp fyrir hann fjórða mark Liverpool í uppbótartíma. Lokatölur á Anfield 4-1 sigur Liverpool. Liverpool fær heimaleik í næstu umferð bikarsins gegn Brighton sem sló út Manchester United á Old Trafford í gær. Dregið var í fjórðu umferð enska bikarsins fyrr í kvöld.