Enski boltinn

Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi

Aron Guðmundsson skrifar
Talið er að Carrick muni hafa betur en Solskjær og verða ráðinn bráðabirgðastjóri Manchester United út yfirstandandi tímabil
Talið er að Carrick muni hafa betur en Solskjær og verða ráðinn bráðabirgðastjóri Manchester United út yfirstandandi tímabil Vísir/Getty

Wayne Rooney, fyrrverandi leikmaður Manchester United og enska landsliðsins í fótbolta segir að Michael Carrick henti Manchester United frábærlega sem næsti stjóri liðsins og myndi ekki hika við að aðstoða hann.

Frá þessu greinir Roon­ey í þættinum The Wa­yne Roon­ey Show á BBC en Carrick þykir lík­legastur þessa stundina til að verða ráðinn bráða­birgða knatt­spyrnu­stjóri Manchester United til loka yfir­standandi tíma­bils. Búist er við því að bráða­birgða­stjóri liðsins verði ráðinn í þessari viku.

„Hvort sem að það væri Michael Carrick, Darren Fletcher, John O´Shea eða ég sjálfur sem myndi stíga inn í þetta hlut­verk þá þarf félagið bara á því að halda að þarna komi inn stjóri sem þekkir félagið,“ sagði Roon­ey um stöðuna hjá Manchester United.

Wayne Rooney, fyrrverandi leikmaður Manchester United Vísir/Getty

Darren Fletcher hefur stýrt Manchester United í síðustu tveimur leikjum liðsins eftir að Rúben Amorim hafði verið sagt upp störfum.

Roon­ey er á því að Manchester United hafi tapað sínum gildum frá fyrri tíð, gildum sem voru uppi á sigursælum tíma hjá félaginu en bæði Michael Carrick og Ole Gunnar Sol­skjær, fyrr­verandi leik­menn liðsins hafa farið í at­vinnu­við­tal hjá Rauðu djöflunum á undan­förnum dögum.

Að­spurður hvort hann væri til­búin í að starfa í þjálfara­t­eymi Carrick, sem þykir lík­legastur til að taka við stjórnar­taumunum hjá Manchester United, hafði Roon­ey þetta að segja:

„Ég er ekki að grát­biðja um starf í teyminu, bara svo það sé á hreinu. Ef ég yrði beðinn um að hjálpa til þá myndi ég að sjálfsögðu gera það. En það er for­gangs­at­riði núna að ráða inn nýjan knatt­spyrnu­stjóra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×