Körfubolti

Njarð­vík kveður Kanann og leitar að nýjum

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Brandon Averette með boltann en Khalil Shabazz reynir að stela honum. 
Brandon Averette með boltann en Khalil Shabazz reynir að stela honum.  Vísir/Anton

Bandaríski bakvörðurinn Brandon Averette hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Njarðvík í Bónus deild karla í körfubolta. Eftirmaður hans verður kynntur til leiks á næstunni.

Þetta kemur fram í tilkynningu Njarðvíkur þar sem segir að stjórnin hafi ákveðið „að fara aðrar leiðir“ og því sagt samningi leikmannsins upp.

Averette spilaði 13 leiki fyrir Njarðvík og skoraði 17.8 stig, greip 4.1 fráköst og gaf 5.1 stoðsendingu að meðaltali í leik. Hann sneri sig á

Njarðvík situr í 10. sæti Bónus deildarinnar og liðið hefur verið í miklum vandræðum á þessu tímabili, með aðeins 4 sigra í 13 leikjum.

Nýlega fékk félagið króatíska bakvörðinn Sven Smajlagic til félagsins og von er á nýjum Bandaríkjamanni á næstunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×