Tónlist

„Ég mun aldrei stíga á svið í Banda­ríkjunum aftur“

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Britney Spears fór síðast á tónleikaferðalag um Bandaríkin árið 2018 þegar hún hélt í Piece of Me-túrinn. Hún hefur ekki gefið út nýja plötu síðan 2016 og síðasta lag hennar kom út 2022.
Britney Spears fór síðast á tónleikaferðalag um Bandaríkin árið 2018 þegar hún hélt í Piece of Me-túrinn. Hún hefur ekki gefið út nýja plötu síðan 2016 og síðasta lag hennar kom út 2022. Getty

Tónlistarkonan Britney Spears segist aldrei munu stíga á svið aftur í Bandaríkjunum. Ástæðurnar gefur hún ekki upp, málið sé viðkvæmt. Hún segist þó spennt fyrir því að koma fram erlendis á næstunni og nefnir þar bæði Bretlandseyjar og Ástralíu.

Spear greindi frá fregnunum í Instagram-færslu á fimmtudag þar sem sjá máti gamla mynd af henni sitjandi við hvítt píanó

„Sendi þetta píanó til sonar míns í ár!!! Áhugavert nokk dansa ég á Instagram til að lækna hluti í líkama mínum sem fólk hefur ekki hugmynd um. Jebb og það er vandræðalegt stundum... en ég gekk í gegnum eld og brennistein til að bjarga lífi mínu...“ skrifar hún í færslunni.

„Ég mun aldrei troða upp í Bandaríkjunum aftur af ótrúlega viðkvæmum ástæðum en ég vonast til að setjast á stól með rauða rós í hárinu í snúð til að koma fram með syni mínum... í Bretlandi og Ástralíu mjög brátt. Hann er risastór stjarna og ég er svo auðmjúk að fá að njóta nærveru hans!!! Guð veiti þér gæfu og gott gengi, litli maður!!!“ skrifar hún einnig.

Ekki segir hún um hvorn tveggja sona sinna ræðir, Sean Preston eða Jayden James, en hún hefur áður hrósað hinum síðarnefnda fyrir tónlistarhæfileika hans. Þau eyddu jólunum saman og  virðast eiga í nánara sambandi en Britney og Sean.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.