Þvag, saur og uppköst í klefum Agnar Már Másson og Rafn Ágúst Ragnarsson skrifa 7. janúar 2026 22:38 Umboðsmaður taldi ýmislegt ámælisvert við aðstæður vistaðra. Vísir/Vilhelm Samkvæmt nýrri skýrslu umboðsmanns Alþingis hafa sumir þeirra sem vistaðir eru á lögreglustöðinni á Hverfisgötu neyðst til að gera þarfir sínar í klefum sínum. Klefarnir eru ekki endilega þrifnir strax í kjölfarið. Umboðsmaður Alþingis gaf í dag út athugun á starfseminni í fangageymslunni á Hvefisgötu sem gerð var yfir helgarnótt í október og tók til verklags og starfshátta við vistun fólks í fangaklefum þar. Jafnframt voru skoðuð myndbönd úr fangageymslunni. Þetta er liður í OPCAT-eftirliti umboðsmanns með stöðum þar sem frelsissviptir dvelja. Þar segir einnig að aðbúnaður og umsjón með fólki sem vistað er í fangageymslu lögreglunnar á Hverfisgötu í Reykjavík sé ekki viðunandi að mati umboðsmanns. Ljós allan sólarhringinn Ljós í klefum eru aldrei slökkt vegna eftirlitsmyndavéla, sem veldur vistuðum óþægindum og svefnleysi. Þá voru pappírsarkir notaðar til að byrgja sýn út úr klefum, sem kom í veg fyrir að vistaðir gætu séð klukkur á göngum. Einnig komu fram tilvik þar sem einstaklingar voru vistaðir klæðalausir í öryggisskyni vegna sjálfsskaðahættu án þess að reglulegt endurmat færi fram. Í tilkynningu um skýrsluna kemur fram að lögregla beri ábyrgð á að gæta öryggis þeirra sem vistaðir eru í fangageymslu og sjá til þess að umsjón þeirra sé í samræmi við lög og verklagsreglur. Ekki varð betur séð við eftirlitið en dæmi væru um að fólki væri ekki sinnt eftir að það hringdi bjöllu í klefa, svo sem til að fá að fara á salerni, og hefði í kjölfarið gert þarfir sínar þar inni, segir í tilkynningunni. Kerfislæg vandamál Umboðsmaður mælir til þess að gerð verði bragarbót á þessu sem og að klefar verði þrifnir um hæl ef þetta gerist. Einnig eigi að leita allra leiða til að forðast að fólk sé vistað allsnakið í klefum ef það er metið í sjálfsvígs- eða sjálfsskaðahættu. Þá þarf að huga að ýmsum aðbúnaði í klefunum og tæknilegum atriðum sem og að byrgja ekki sýn út úr klefunum eins og sjá mátti í heimsókninni að hafði verið gert. Í skýrslunni er vikið að heilbrigðisþjónustu þeirra sem vistaðir eru í fangageymslum og fyrri tilmæli þar að lútandi ítrekuð, meðal annars um að tryggja fólki nauðsynlega geðheilbrigðisþjónustu. Bent er á að um kerfislægt vandamál sé að ræða sem ekki geti eingöngu verið á ábyrgð lögreglu heldur krefjist samráðs og samvinnu fleiri stjórnvalda. Þar á meðal Landspítala en einnig ráðuneyta dómsmála og heilbrigðismála. Umboðsmaður Alþingis beinir því tilmælum til lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu að taka eftirlit innan embættisins til endurskoðunar hvað snertir starfsemi fangageymslunnar við Hverfisgötu. Stjórnendum þurfi að berast nauðsynlegar upplýsingar og vera nægilega meðvitaðir um starfsemina til að geta brugðist við kerfisbundnum ágöllum á henni eða einstökum atvikum sem þar kunna að koma upp. Fangelsismál Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Fleiri fréttir Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Sjá meira
Umboðsmaður Alþingis gaf í dag út athugun á starfseminni í fangageymslunni á Hvefisgötu sem gerð var yfir helgarnótt í október og tók til verklags og starfshátta við vistun fólks í fangaklefum þar. Jafnframt voru skoðuð myndbönd úr fangageymslunni. Þetta er liður í OPCAT-eftirliti umboðsmanns með stöðum þar sem frelsissviptir dvelja. Þar segir einnig að aðbúnaður og umsjón með fólki sem vistað er í fangageymslu lögreglunnar á Hverfisgötu í Reykjavík sé ekki viðunandi að mati umboðsmanns. Ljós allan sólarhringinn Ljós í klefum eru aldrei slökkt vegna eftirlitsmyndavéla, sem veldur vistuðum óþægindum og svefnleysi. Þá voru pappírsarkir notaðar til að byrgja sýn út úr klefum, sem kom í veg fyrir að vistaðir gætu séð klukkur á göngum. Einnig komu fram tilvik þar sem einstaklingar voru vistaðir klæðalausir í öryggisskyni vegna sjálfsskaðahættu án þess að reglulegt endurmat færi fram. Í tilkynningu um skýrsluna kemur fram að lögregla beri ábyrgð á að gæta öryggis þeirra sem vistaðir eru í fangageymslu og sjá til þess að umsjón þeirra sé í samræmi við lög og verklagsreglur. Ekki varð betur séð við eftirlitið en dæmi væru um að fólki væri ekki sinnt eftir að það hringdi bjöllu í klefa, svo sem til að fá að fara á salerni, og hefði í kjölfarið gert þarfir sínar þar inni, segir í tilkynningunni. Kerfislæg vandamál Umboðsmaður mælir til þess að gerð verði bragarbót á þessu sem og að klefar verði þrifnir um hæl ef þetta gerist. Einnig eigi að leita allra leiða til að forðast að fólk sé vistað allsnakið í klefum ef það er metið í sjálfsvígs- eða sjálfsskaðahættu. Þá þarf að huga að ýmsum aðbúnaði í klefunum og tæknilegum atriðum sem og að byrgja ekki sýn út úr klefunum eins og sjá mátti í heimsókninni að hafði verið gert. Í skýrslunni er vikið að heilbrigðisþjónustu þeirra sem vistaðir eru í fangageymslum og fyrri tilmæli þar að lútandi ítrekuð, meðal annars um að tryggja fólki nauðsynlega geðheilbrigðisþjónustu. Bent er á að um kerfislægt vandamál sé að ræða sem ekki geti eingöngu verið á ábyrgð lögreglu heldur krefjist samráðs og samvinnu fleiri stjórnvalda. Þar á meðal Landspítala en einnig ráðuneyta dómsmála og heilbrigðismála. Umboðsmaður Alþingis beinir því tilmælum til lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu að taka eftirlit innan embættisins til endurskoðunar hvað snertir starfsemi fangageymslunnar við Hverfisgötu. Stjórnendum þurfi að berast nauðsynlegar upplýsingar og vera nægilega meðvitaðir um starfsemina til að geta brugðist við kerfisbundnum ágöllum á henni eða einstökum atvikum sem þar kunna að koma upp.
Fangelsismál Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Fleiri fréttir Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Sjá meira