Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar 6. janúar 2026 06:33 Skömmu fyrir jól birti menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra nýja aðgerðaáætlun í málefnum fjölmiðla. Í áætluninni er að finna sautján aðgerðir sem eiga að efla innlenda fjölmiðla og leggja grunn að sókn fjölmiðlunar á Íslandi. Rétt er að rýna þessar aðgerðir nánar. 1% tekjuskerðing RÚV og óþörf þarfagreining Fimm aðgerðanna snúa að stöðu RÚV á fjölmiðlamarkaði. Sú aðgerð sem hefur vakið hvað mesta athygli er að veita eigi 12% af auglýsingafé RÚV til einkarekinna fjölmiðla. Gera má ráð fyrir að fjárframlag til opinbera stuðningskerfisins muni aukast um 330 m.kr.[1] Samhliða því ætla stjórnvöld að kanna hvort mögulegt sé að yfirtaka lán vegna eldri lífeyrisskuldbindinga RÚV, en afborganir af því láni nema um 200 m.kr. á ári. Verði þessar aðgerðir að veruleika má ætla að tekjur RÚV dragist saman um rúmar 100 m.kr. Tekjur RÚV verða tæpir 10 ma.kr. árið 2026[2], svo þessi breytta tilhögun mun þýða tekjuskerðing fyrir RÚV upp á um 1%. Þetta fyrirkomulag skapar jafnframt sérkennilegt umhverfi fyrir sölufólk starfandi á einkareknum miðlum sem er í samkeppni við Ríkisútvarpið um auglýsingatekjur á sama tíma og það hefur beinan ávinning af því að helsti samkeppnisaðilinn selji sem flestar auglýsingar. Þá stendur til að fella út takmarkanir í lögum um fjölda rása sem RÚV má miðla efni sínu í gegnum, þannig að miðlinum verður frjálst að fjölga útvarps- og sjónvarpsrásum. Þetta gerir RÚV auðveldara fyrir að auka við samkeppnisrekstur sinn og höfða til sérhæfðari hópa með fleiri rásum. Aðgerðin er þannig til þess fallin að styrkja enn frekar stöðu RÚV gagnvart öðrum innlendum miðlum. Einkareknir miðlar gerðir enn háðari hinu opinbera Fjórar tillögur falla undir flokkinn Fjölbreytt flóra einkarekinna fjölmiðla. Sú fjölbreytta flóra á, ef marka má tillögur ráðherra, öll að spretta upp úr jarðvegi opinbers fjármagns þar sem að allar tillögurnar snúa að því að veita auknu fjármagni í sjóði eða niðurgreiðslur til einkarekinna miðla. Þannig verður auknu fjármagni veitt í niðurgreiðslu til einkarekinna miðla en einnig á að koma á sérstakri niðurgreiðslu uppá 100 m.kr. sem á að dreifast á fjölmiðla sem samkvæmt áætluninni „uppfylla sértæk skilyrði og talist geta til almennrar fréttaþjónustu í þágu almennings um allt land“. Þessir miðlar þurfa að uppfylla kröfur um tiltekinn fjölda blaðamanna á ritstjórn og að efnistök séu breið og hafi almenna skírskotun. Stjórnvöld eru hér komin á hálan ís að ætla að fara að meta efnistök fjölmiðla og ákvarða út frá því hvort viðkomandi hljóti opinberan stuðning eða ekki. Staða innlendra miðla vænkuð með nýjum sköttum Fjórar aðgerðanna snúa að heilbrigðara samkeppnisumhverfi. Skattheimta er aukin á alþjóðleg fyrirtæki sem selja innlendum fyrirtækjum auglýsingar eða neytendum áskriftir (svokallað menningarframlag), auk viðbragða við hugverkaþjófnaði og endurgjalds frá gervigreindarfyrirtækjum fyrir notkun á höfundarréttarvörðu efni. Skattur á auglýsingafé frá íslenskum fyrirtækjum og á áskriftir íslenskra neytenda mun að öllum líkindum leiða til hærra verðs til þessara sömu fyrirtækja og neytenda. Stjórnvöld horfa aðeins á stöðu innlendra fjölmiðla gagnvart þeim erlendu og virðast ætla að bæta hana með aukinni skattheimtu og ríkisinngripum á meðan þau forðast að takast á við fílinn í stofunni. Minna fótspor ríkisins á fjölmiðlamarkaði besta lausnin Nærtækara væri að horfa heildstætt á fjölmiðlaumhverfið, innanlands og gagnvart erlendum miðlum. Innanlands mætti styrkja stöðu innlendra fjölmiðla með því að taka RÚV af auglýsingamarkaði, en ætla má að það myndi skila sér í auknum tekjum til einkarekinna miðla uppá 1,3 ma.kr.[3] Það myndi jafnframt tryggja skilvirka dreifingu fjármagns til fjölmiðla á Íslandi og koma í veg fyrir að stjórnvöld ættu hlut að máli. Umhverfi fjölmiðla væri þannig fært nær því sem gerist á öðrum Norðurlöndum, þar sem að hlutdeild ríkismiðilsins á fjölmiðlamarkaði er nærri þrefalt meiri hér á landi en að meðaltali á Norðurlöndunum. RÚV er sömuleiðis eini ríkismiðillinn á Norðurlöndunum sem er fjármagnaður með opinberum framlögum og er samtímis í samkeppni við einkaaðila um auglýsingatekjur. Einu lausnirnar sem er að finna í fjölmiðlapakkanum er meira af því sama og hefur verið reynt á fjölmiðlamarkaði undanfarin ár, þ.e. auknar opinberar greiðslur til einkarekinna fjölmiðla og varðstaða um yfirburðarstöðu RÚV, auk nýrra skatta. Fótspor ríkisins stækkar enn frekar á fjölmiðlamarkaði, sem er sérstaklega varhugavert þar sem að fjölmiðlum er ætlað að sinna aðhaldi gagnvart stjórnvöldum. Vonandi hafa pakkarnir undir trjám landsmanna nýliðin jól reynst meira gleðiefni en fjölmiðlapakki ríkisstjórnarinnar. Höfundur er hagfræðingur Viðskiptaráðs [1]Miðað við rekstrartekjur RÚV Sala ehf. að frádregnum launakostnaði [2]M.v. fjárheimildir í fjárlögum ársins 2026 og áætlaðar auglýsingatekjur m.v. árið 2024. [3] Sjá úttekt Viðskiptaráðs á fjölmiðlamarkaði (2025). Slóð: https://vi.is/skodanir/afsakid-hle Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Ragnar Sigurður Kristjánsson Mest lesið Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson Skoðun Klám Guðmundur Brynjólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Skömmu fyrir jól birti menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra nýja aðgerðaáætlun í málefnum fjölmiðla. Í áætluninni er að finna sautján aðgerðir sem eiga að efla innlenda fjölmiðla og leggja grunn að sókn fjölmiðlunar á Íslandi. Rétt er að rýna þessar aðgerðir nánar. 1% tekjuskerðing RÚV og óþörf þarfagreining Fimm aðgerðanna snúa að stöðu RÚV á fjölmiðlamarkaði. Sú aðgerð sem hefur vakið hvað mesta athygli er að veita eigi 12% af auglýsingafé RÚV til einkarekinna fjölmiðla. Gera má ráð fyrir að fjárframlag til opinbera stuðningskerfisins muni aukast um 330 m.kr.[1] Samhliða því ætla stjórnvöld að kanna hvort mögulegt sé að yfirtaka lán vegna eldri lífeyrisskuldbindinga RÚV, en afborganir af því láni nema um 200 m.kr. á ári. Verði þessar aðgerðir að veruleika má ætla að tekjur RÚV dragist saman um rúmar 100 m.kr. Tekjur RÚV verða tæpir 10 ma.kr. árið 2026[2], svo þessi breytta tilhögun mun þýða tekjuskerðing fyrir RÚV upp á um 1%. Þetta fyrirkomulag skapar jafnframt sérkennilegt umhverfi fyrir sölufólk starfandi á einkareknum miðlum sem er í samkeppni við Ríkisútvarpið um auglýsingatekjur á sama tíma og það hefur beinan ávinning af því að helsti samkeppnisaðilinn selji sem flestar auglýsingar. Þá stendur til að fella út takmarkanir í lögum um fjölda rása sem RÚV má miðla efni sínu í gegnum, þannig að miðlinum verður frjálst að fjölga útvarps- og sjónvarpsrásum. Þetta gerir RÚV auðveldara fyrir að auka við samkeppnisrekstur sinn og höfða til sérhæfðari hópa með fleiri rásum. Aðgerðin er þannig til þess fallin að styrkja enn frekar stöðu RÚV gagnvart öðrum innlendum miðlum. Einkareknir miðlar gerðir enn háðari hinu opinbera Fjórar tillögur falla undir flokkinn Fjölbreytt flóra einkarekinna fjölmiðla. Sú fjölbreytta flóra á, ef marka má tillögur ráðherra, öll að spretta upp úr jarðvegi opinbers fjármagns þar sem að allar tillögurnar snúa að því að veita auknu fjármagni í sjóði eða niðurgreiðslur til einkarekinna miðla. Þannig verður auknu fjármagni veitt í niðurgreiðslu til einkarekinna miðla en einnig á að koma á sérstakri niðurgreiðslu uppá 100 m.kr. sem á að dreifast á fjölmiðla sem samkvæmt áætluninni „uppfylla sértæk skilyrði og talist geta til almennrar fréttaþjónustu í þágu almennings um allt land“. Þessir miðlar þurfa að uppfylla kröfur um tiltekinn fjölda blaðamanna á ritstjórn og að efnistök séu breið og hafi almenna skírskotun. Stjórnvöld eru hér komin á hálan ís að ætla að fara að meta efnistök fjölmiðla og ákvarða út frá því hvort viðkomandi hljóti opinberan stuðning eða ekki. Staða innlendra miðla vænkuð með nýjum sköttum Fjórar aðgerðanna snúa að heilbrigðara samkeppnisumhverfi. Skattheimta er aukin á alþjóðleg fyrirtæki sem selja innlendum fyrirtækjum auglýsingar eða neytendum áskriftir (svokallað menningarframlag), auk viðbragða við hugverkaþjófnaði og endurgjalds frá gervigreindarfyrirtækjum fyrir notkun á höfundarréttarvörðu efni. Skattur á auglýsingafé frá íslenskum fyrirtækjum og á áskriftir íslenskra neytenda mun að öllum líkindum leiða til hærra verðs til þessara sömu fyrirtækja og neytenda. Stjórnvöld horfa aðeins á stöðu innlendra fjölmiðla gagnvart þeim erlendu og virðast ætla að bæta hana með aukinni skattheimtu og ríkisinngripum á meðan þau forðast að takast á við fílinn í stofunni. Minna fótspor ríkisins á fjölmiðlamarkaði besta lausnin Nærtækara væri að horfa heildstætt á fjölmiðlaumhverfið, innanlands og gagnvart erlendum miðlum. Innanlands mætti styrkja stöðu innlendra fjölmiðla með því að taka RÚV af auglýsingamarkaði, en ætla má að það myndi skila sér í auknum tekjum til einkarekinna miðla uppá 1,3 ma.kr.[3] Það myndi jafnframt tryggja skilvirka dreifingu fjármagns til fjölmiðla á Íslandi og koma í veg fyrir að stjórnvöld ættu hlut að máli. Umhverfi fjölmiðla væri þannig fært nær því sem gerist á öðrum Norðurlöndum, þar sem að hlutdeild ríkismiðilsins á fjölmiðlamarkaði er nærri þrefalt meiri hér á landi en að meðaltali á Norðurlöndunum. RÚV er sömuleiðis eini ríkismiðillinn á Norðurlöndunum sem er fjármagnaður með opinberum framlögum og er samtímis í samkeppni við einkaaðila um auglýsingatekjur. Einu lausnirnar sem er að finna í fjölmiðlapakkanum er meira af því sama og hefur verið reynt á fjölmiðlamarkaði undanfarin ár, þ.e. auknar opinberar greiðslur til einkarekinna fjölmiðla og varðstaða um yfirburðarstöðu RÚV, auk nýrra skatta. Fótspor ríkisins stækkar enn frekar á fjölmiðlamarkaði, sem er sérstaklega varhugavert þar sem að fjölmiðlum er ætlað að sinna aðhaldi gagnvart stjórnvöldum. Vonandi hafa pakkarnir undir trjám landsmanna nýliðin jól reynst meira gleðiefni en fjölmiðlapakki ríkisstjórnarinnar. Höfundur er hagfræðingur Viðskiptaráðs [1]Miðað við rekstrartekjur RÚV Sala ehf. að frádregnum launakostnaði [2]M.v. fjárheimildir í fjárlögum ársins 2026 og áætlaðar auglýsingatekjur m.v. árið 2024. [3] Sjá úttekt Viðskiptaráðs á fjölmiðlamarkaði (2025). Slóð: https://vi.is/skodanir/afsakid-hle
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar