Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar 5. janúar 2026 19:00 Nýlega birti Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) ítarlegar leiðbeiningar um stefnumótun og aðgerðir til að vernda og efla geðheilbrigði og vellíðan þvert á opinbera geira. Þessar leiðbeiningar eru mikilvægur vegvísir sem sýnir að ábyrgðin á geðheilbrigði landsmanna liggur ekki eingöngu hjá heilbrigðiskerfinu, heldur krefst samræmdra aðgerða á öllum stigum stjórnkerfisins. Leiðbeiningarnar miða að því að styðja ríkisstjórnir í að meta hvernig stefnur, reglugerðir og áætlanir einstakra geira hafa áhrif á geðheilbrigði. Þær veita hagnýt skref til að flétta geðheilbrigði inn í þróun, innleiðingu og mat á opinberri stefnu. Helstu áherslusviðin eru tvö: Þverfagleg stefnumótun og aðgerðir til að efla forystu, forgangsröðun, ábyrgð og fjármögnun með það að markmiði að styrkja skuldbindingu á landsvísu. Sértækar leiðbeiningar fyrir einstaka geira með stefnumótandi valkostum, aðgerðum og vísbendingum fyrir lykilgeira hins opinbera. Meðal starfsgreina og atvinnusviða sem fá ítarlega umfjöllun og leiðbeiningar eru menntageirinn, vinnumarkaðs-og félagsmálageirinn, dóms- og löggæslumál og skipulags- og sveitastjórnamál. Leiðbeiningar WHO hafa mikla þýðingu fyrir Ísland. Þótt mikil áhersla hafi verið lögð á að styrkja geðheilbrigðisþjónustu hér á landi, hefur oft skort á samræmda þverfaglega nálgun milli ráðuneyta og stofnana. Til að ná árangri er nauðsynlegt að skoða hvernig ákveðnir geirar geta tekið ábyrgð á að efla geðheilbrigði í sínu starfsumhverfi: ●Fræðslu- og menntamál: Menntamálaráðuneytið og sveitarfélög stýra leik-, grunn- og framhaldsskólum. Markmið samkvæmt leiðbeiningunum er að tryggja að geðheilbrigðisfræðsla og félagsfærni séu fastur þáttur í námskránni. Jafnframt er lagt til að tryggja skólum greiðan aðgang að sálfræðiþjónustu án tafa til að grípa inn í áður en málin verða alvarleg. ●Vinnumarkaðsmál og Félagsmál: Vinnueftirlitið og stéttarfélög spila lykilhlutverk hér. Áhersla er lögð á að móta skýrari stefnu gegn kulnun á vinnustöðum. Leggja þarf að fyrirtækjum að innleiða velferðaráætlanir (Wellbeing plans) til að draga úr streitu og vinna gegn aukinni einsemd. ●Skipulagsmál: Skipulagsstofnanir og sveitarfélög geta haft bein áhrif á geðheilbrigði íbúa. Tryggja skuli aukin græn svæði, betra aðgengi að samgöngum og öryggi íbúa séu rýnd í skipulagsmálum, þar sem slíkt hefur bein áhrif á almenna velferð og vellíðan íbúa. ●Fjármögnun: Fjármálaráðuneytið og Alþingi bera ábyrgð á fjárveitingum til bættrar geðheilsu. Það er mikilvægt að tryggja langtímafjármögnun til geðheilbrigðisverkefna á fjárlögum. Jafnframt þarf að skilgreina skýra ábyrgð milli ráðuneyta (t.d. heilbrigðis-, félagsmála- og menntamála) til að koma í veg fyrir að þjónusta skarast eða að skortur verði á nauðsynlegum stuðningi. Með því að tileinka sér þessa þverfaglegu nálgun geta íslensk stjórnvöld tekið geðheilbrigði úr þröngum ramma heilbrigðiskerfisins og gert það að raunverulegu forgangsmáli þvert á allt samfélagið. Höfundur er yfirmaður klínískrar þjónustu hjá Köru Connect. Guidance on policy and strategic actions to protect and promote mental health and well-being across government sectors. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Sjá meira
Nýlega birti Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) ítarlegar leiðbeiningar um stefnumótun og aðgerðir til að vernda og efla geðheilbrigði og vellíðan þvert á opinbera geira. Þessar leiðbeiningar eru mikilvægur vegvísir sem sýnir að ábyrgðin á geðheilbrigði landsmanna liggur ekki eingöngu hjá heilbrigðiskerfinu, heldur krefst samræmdra aðgerða á öllum stigum stjórnkerfisins. Leiðbeiningarnar miða að því að styðja ríkisstjórnir í að meta hvernig stefnur, reglugerðir og áætlanir einstakra geira hafa áhrif á geðheilbrigði. Þær veita hagnýt skref til að flétta geðheilbrigði inn í þróun, innleiðingu og mat á opinberri stefnu. Helstu áherslusviðin eru tvö: Þverfagleg stefnumótun og aðgerðir til að efla forystu, forgangsröðun, ábyrgð og fjármögnun með það að markmiði að styrkja skuldbindingu á landsvísu. Sértækar leiðbeiningar fyrir einstaka geira með stefnumótandi valkostum, aðgerðum og vísbendingum fyrir lykilgeira hins opinbera. Meðal starfsgreina og atvinnusviða sem fá ítarlega umfjöllun og leiðbeiningar eru menntageirinn, vinnumarkaðs-og félagsmálageirinn, dóms- og löggæslumál og skipulags- og sveitastjórnamál. Leiðbeiningar WHO hafa mikla þýðingu fyrir Ísland. Þótt mikil áhersla hafi verið lögð á að styrkja geðheilbrigðisþjónustu hér á landi, hefur oft skort á samræmda þverfaglega nálgun milli ráðuneyta og stofnana. Til að ná árangri er nauðsynlegt að skoða hvernig ákveðnir geirar geta tekið ábyrgð á að efla geðheilbrigði í sínu starfsumhverfi: ●Fræðslu- og menntamál: Menntamálaráðuneytið og sveitarfélög stýra leik-, grunn- og framhaldsskólum. Markmið samkvæmt leiðbeiningunum er að tryggja að geðheilbrigðisfræðsla og félagsfærni séu fastur þáttur í námskránni. Jafnframt er lagt til að tryggja skólum greiðan aðgang að sálfræðiþjónustu án tafa til að grípa inn í áður en málin verða alvarleg. ●Vinnumarkaðsmál og Félagsmál: Vinnueftirlitið og stéttarfélög spila lykilhlutverk hér. Áhersla er lögð á að móta skýrari stefnu gegn kulnun á vinnustöðum. Leggja þarf að fyrirtækjum að innleiða velferðaráætlanir (Wellbeing plans) til að draga úr streitu og vinna gegn aukinni einsemd. ●Skipulagsmál: Skipulagsstofnanir og sveitarfélög geta haft bein áhrif á geðheilbrigði íbúa. Tryggja skuli aukin græn svæði, betra aðgengi að samgöngum og öryggi íbúa séu rýnd í skipulagsmálum, þar sem slíkt hefur bein áhrif á almenna velferð og vellíðan íbúa. ●Fjármögnun: Fjármálaráðuneytið og Alþingi bera ábyrgð á fjárveitingum til bættrar geðheilsu. Það er mikilvægt að tryggja langtímafjármögnun til geðheilbrigðisverkefna á fjárlögum. Jafnframt þarf að skilgreina skýra ábyrgð milli ráðuneyta (t.d. heilbrigðis-, félagsmála- og menntamála) til að koma í veg fyrir að þjónusta skarast eða að skortur verði á nauðsynlegum stuðningi. Með því að tileinka sér þessa þverfaglegu nálgun geta íslensk stjórnvöld tekið geðheilbrigði úr þröngum ramma heilbrigðiskerfisins og gert það að raunverulegu forgangsmáli þvert á allt samfélagið. Höfundur er yfirmaður klínískrar þjónustu hjá Köru Connect. Guidance on policy and strategic actions to protect and promote mental health and well-being across government sectors.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun