Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar 5. janúar 2026 18:01 Upp á síðkastið hefur orðræða umhverfisráðherra og forstjóra Landsvirkjunar verið á þá leið að almenningur sé upp til hópa mjög fylgjandi virkjanaframkvæmdum í landi sem er nú þegar eitt það allra raf- og iðnvæddasta í alþjóðlegum samanburði. Mig grunar þó að framkvæmdagleðin í náttúru Íslands sé ekki alveg eins vinsæl og þeir virðast hafa talið sér trú um, hvort sem litið er til einstakra framkvæmda eða þeirra heildaráforma sem orkufyrirtækin og ríkisstjórnin hafa boðað. Hér eru nokkur dæmi um það sem er í vinnslu og undirbúningi: -Ríkisstjórnin ætlar að færa Kjalölduveitu við Þjórsárver og Héraðsvötn í Skagafirði úr verndarflokki gegn niðurstöðu verkefnisstjórnar rammaáætlunar. -Ríkisstjórnin ætlar að færa Skrokköldu á miðju hálendinu og í jaðri Vatnajökulsþjóðgarðs úr biðflokki rammaáætlunar í virkjanaflokk. -Ríkisstjórnin ætlar ekki að setja Hamarsvirkjun í jaðri Lónsöræfa í verndarflokk eins og var niðurstaða rammaáætlunar. -Ríkisstjórnin færir vindorkuver í Garpsdal við Breiðafjörð í virkjanaflokk þó að niðurstaða sérfræðinga rammaáætlunar hafi verið að svæðið ætti að fara í vernd. -Landsvirkjun er að reisa Hvammsvirkjun með sérlögum ríkisstjórnarinnar vegna þess að dómstólar dæmdu hana ólöglega. -Ríkisstjórnin ætlar að færa Urriðafoss í neðri hluta Þjórsár í virkjanaflokk. -Landsvirkjun reisir nú vindorkuver við Búrfell. -Orkuveita Reykjavíkur er í áframhaldandi landnámi í kringum Hellisheiðarvirkjun vegna ofnýtingar jarðhitans við raforkuframleiðslu til álvers. Fyrirtækið er einnig að undirbúa vindmylluver á Mosfellsheiði. -Vesturverk hefur tilkynnt að framkvæmdir við Hvalárvirkjun séu að hefjast með tilheyrandi röskun á víðernum Ófeigsfjarðar á norðanverðum Vestfjörðum. -HS Orka borar nú innan friðlýsts útivistarsvæðis í Krýsuvík, m.a. til ósjálfbærrar raforkuframleiðslu. -Um fjörutíu vindorkuver eru nú í undirbúningi á landinu öllu. Hér eru ótalin öll baðlónin, hótelin og allar fiskeldiskvíarnar sem eru í byggingu eða eru áformuð í eða við hinar ýmsu náttúruperlur, t.d. Skaftafell, Hoffellslón og Mjóafjörð. Kannski að þetta öfgafulla landnám sem ríkisstjórnin hefur lagt blessun sína yfir kunni að valda því að hluta að stuðningur við hana hefur fallið úr 69% í 55% á fyrsta starfsárinu. Það hefur nefnilega sýnt sig í skoðanakönnunum í gegnum tíðina að yfirleitt eru fleiri fylgjandi vernd náttúrunnar en virkjanaframkvæmdum. Líklega er þessi hópur nú farinn að átta sig á að ríkisstjórninni er ekki treystandi fyrir náttúru Íslands. Höfundur er umhverfisfræðingur og áhugamaður um náttúruvernd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Hörður Guðmundsson Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Umhverfismál Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Upp á síðkastið hefur orðræða umhverfisráðherra og forstjóra Landsvirkjunar verið á þá leið að almenningur sé upp til hópa mjög fylgjandi virkjanaframkvæmdum í landi sem er nú þegar eitt það allra raf- og iðnvæddasta í alþjóðlegum samanburði. Mig grunar þó að framkvæmdagleðin í náttúru Íslands sé ekki alveg eins vinsæl og þeir virðast hafa talið sér trú um, hvort sem litið er til einstakra framkvæmda eða þeirra heildaráforma sem orkufyrirtækin og ríkisstjórnin hafa boðað. Hér eru nokkur dæmi um það sem er í vinnslu og undirbúningi: -Ríkisstjórnin ætlar að færa Kjalölduveitu við Þjórsárver og Héraðsvötn í Skagafirði úr verndarflokki gegn niðurstöðu verkefnisstjórnar rammaáætlunar. -Ríkisstjórnin ætlar að færa Skrokköldu á miðju hálendinu og í jaðri Vatnajökulsþjóðgarðs úr biðflokki rammaáætlunar í virkjanaflokk. -Ríkisstjórnin ætlar ekki að setja Hamarsvirkjun í jaðri Lónsöræfa í verndarflokk eins og var niðurstaða rammaáætlunar. -Ríkisstjórnin færir vindorkuver í Garpsdal við Breiðafjörð í virkjanaflokk þó að niðurstaða sérfræðinga rammaáætlunar hafi verið að svæðið ætti að fara í vernd. -Landsvirkjun er að reisa Hvammsvirkjun með sérlögum ríkisstjórnarinnar vegna þess að dómstólar dæmdu hana ólöglega. -Ríkisstjórnin ætlar að færa Urriðafoss í neðri hluta Þjórsár í virkjanaflokk. -Landsvirkjun reisir nú vindorkuver við Búrfell. -Orkuveita Reykjavíkur er í áframhaldandi landnámi í kringum Hellisheiðarvirkjun vegna ofnýtingar jarðhitans við raforkuframleiðslu til álvers. Fyrirtækið er einnig að undirbúa vindmylluver á Mosfellsheiði. -Vesturverk hefur tilkynnt að framkvæmdir við Hvalárvirkjun séu að hefjast með tilheyrandi röskun á víðernum Ófeigsfjarðar á norðanverðum Vestfjörðum. -HS Orka borar nú innan friðlýsts útivistarsvæðis í Krýsuvík, m.a. til ósjálfbærrar raforkuframleiðslu. -Um fjörutíu vindorkuver eru nú í undirbúningi á landinu öllu. Hér eru ótalin öll baðlónin, hótelin og allar fiskeldiskvíarnar sem eru í byggingu eða eru áformuð í eða við hinar ýmsu náttúruperlur, t.d. Skaftafell, Hoffellslón og Mjóafjörð. Kannski að þetta öfgafulla landnám sem ríkisstjórnin hefur lagt blessun sína yfir kunni að valda því að hluta að stuðningur við hana hefur fallið úr 69% í 55% á fyrsta starfsárinu. Það hefur nefnilega sýnt sig í skoðanakönnunum í gegnum tíðina að yfirleitt eru fleiri fylgjandi vernd náttúrunnar en virkjanaframkvæmdum. Líklega er þessi hópur nú farinn að átta sig á að ríkisstjórninni er ekki treystandi fyrir náttúru Íslands. Höfundur er umhverfisfræðingur og áhugamaður um náttúruvernd.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun