Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar 6. janúar 2026 07:00 Ég ákvað fyrir skemmstu að gefa kost á mér sem oddviti Samfylkingar í Reykjavík. Prófkjör flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar fer fram með rafrænum hætti laugardaginn 24. janúar og er opið öllum skráðum flokksfélögum. Hugmyndin um að gefa mig að borgarpólitík hafði blundað í mér og markast af þeirri margháttuðu reynslu sem ég hef aflað mér í gegnum lífið. Þar á ég við reynslu sem hefur falið í sér atvinnumannsferil í knattspyrnu og leiðtogahlutverk í þeim liðum sem ég spilaði með. Reynslu sem hefur leitt mig og fjölskyldu mína til margra mismunandi landa og gert okkur kleift að upplifa ýmsar útfærslur á því hvernig stjórnmál og stefna mótar borgir. Reynslu af því að vinna að skipulagsmálum, borgarþróun og uppbyggingu íbúða í Reykjavík. Reynslu af því að stofna og reka lítil og meðalstór fyrirtæki sem hafa haft það að markmiði að þjónusta og auðga nærsamfélagið – en þar má nefna Kex Hostel og Kaffi Vest sem dæmi. Reynslu af því að ganga í öll verk í slíkum atvinnurekstri. Reynslu af því að taka áhættu og stíga út fyrir þægindarammann. Reynslu af því að borga laun og láta hlutina ganga upp um hver mánaðarmót í rekstrinum. Þetta er reynsla sem hefur skilað mér skýrri heimsmynd og fullvissu um að eini staðurinn þar sem ég vil lifa og starfa til framtíðar er uppáhaldsstaðurinn minn í heiminum, Reykjavíkurborg. Um leið hef ég styrkst í þeirri skoðun að bestu samfélög heims séu byggð upp á sterkum grunni jafnaðarmennsku. Þær borgir heims sem ítrekað skara fram úr hvað varðar lífsgæði íbúanna eru einmitt borgir sem hafa þróast á forsendum jafnaðarstefnu, grænna áherslna og lýðheilsu í borgarskipulagi (sjá til dæmis: The Global Liveability Index 2025). Ég er klassískur jafnaðarmaður Frjálslyndi hefur alltaf verið kjarninn í minni pólitísku hugsun. Ungur laðaðist ég að frjálshyggju og hægrimennsku af þeim orsökum en framangreind reynsla hefur smám saman breytt mér. Ég er klassískur jafnaðarmaður, eða krati. Samfélög sem byggja á samheldni og jöfnuði hafa að mínu mati yfirburði yfir samfélög einstaklingshyggju og ójöfnuðar. Þetta er ástæða þess að ég hef stutt og kosið Samfylkinguna í borginni árum saman. Sú breyting sem orðið hefur á flokknum eftir að Kristrún Frostadóttir tók við forystu hans hefur aukið enn á aðdráttaraflið og kraftinn í starfinu. Nú er Samfylkingin sannkölluð breiðfylking jafnaðarfólks um land allt sem trúir á framtíðina og leiðir breytingar á Íslandi. Ég elska Reykjavík Reykjavík er frábær borg og borgarbúar jafnt sem aðrir landsmenn eiga að geta verið stoltir af höfuðborginni okkar. Hún býður upp á mikil lífsgæði fyrir fólkið sem í henni býr og þau sem heimsækja hana. Þróun Reykjavíkur á undanförnum áratugum hefur gert borgina betri en nokkru sinni en vissulega hafa fylgt vaxtaverkir og vandamál sem þarf að leysa. Grunnþjónustan sem borgin veitir og innviðirnir sem hún byggir á móta upplifun margra af borginni. Hlusta þarf á gagnrýni af auðmýkt og mæta henni þar sem þörf er á. Tökum til í rekstrinum Ég hef unnið að ýmiss konar borgarmálum undanfarin ár utan ramma stjórnmálanna og kynnst starfsemi borgarinnar vel. Ég hef rekið fyrirtæki í borginni, byggt upp menningarstarfsemi og þjónustu fyrir borgarbúa og unnið að þróun nýs húsnæðis fyrir fyrstu kaupendur í samstarfi við borgina. Ég þekki þær áskoranir sem blasa við þeim sem vilja auðga líf borgarbúa á þennan hátt. Hér þarf að huga að því að einfalda kerfið og gera slíkt frumkvæði einfaldara fyrir frumkvöðla. Þetta gerum við til að bæta þjónustu og létta þannig daglega lífið í borginni. Bæði fyrir íbúana og atvinnulífið. Ég tel mig hafa margt fram að færa fyrir Samfylkinguna og borgarbúa. Við þurfum til að mynda að vera óhrædd við að stokka upp í kerfinu: sýna ábyrgð í rekstri, taka til þar sem þörf er á, rýna í allan kostnað og vera meðvituð um að stjórnmál eru þjónustustarf þar sem verið er að ráðstafa almannafé. Þar nýtist reynsla mín úr rekstri vel, bæði vegna þess að ég hef axlað þá ábyrgð að láta fyrirtækjarekstur ganga upp og hef reynslu af því að eiga við stjórnsýsluna í borginni. Byggjum fyrir fólk Skipulags- og samgöngumál eiga að bæta lífsgæði og lýðheilsu, ýta undir gott aðgengi allra og mannvænt borgarumhverfi. Græn svæði þarf að vernda og rækta og almenningsrými eiga að vera fyrsta flokks. Við þurfum að þora að taka stórar ákvarðanir en undirbúa þær af fagmennsku og forðast að lofa einhverju sem ekki er hægt að standa við. Sömuleiðis þarf að forðast að festast í skotgröfum milli kredduhugtaka sem hafa verið allt of fyrirferðarmikil í umræðunni um Reykjavík. Ég vil láta verkin tala í þessum efnum í stað þess að boða skýjaborgir í fjarlægri framtíð. Íþrótta- og tómstundamál skipa sérstakan sess í mínum áherslum. Ég sé til að mynda áframhaldandi uppbyggingu í Laugardalnum sem þjóðarverkefni og að dalurinn verði þjóðarstolt. Þjónusta við börn og fjölskyldur þeirra í hverfum borgarinnar skiptir sköpum fyrir heilsueflingu barna og ungs fólks. Borgin þarf að styrkja stoðir þessarar þjónustu og auðvelda aðgengi að henni. Léttum daglega lífið Meginmarkmiðið með rekstri og skipulagi borgarinnar á að vera að auðvelda daglega lífið hjá borgarbúum. Þetta er sú áhersla sem Samfylkingin hefur markað sér í málefnastarfi flokksins þessi misserin. Þar eru velferðarmálin ofarlega á blaði. Við höfum byggt upp góða þjónustu fyrir aldraða og þá hópa samfélagsins sem þurfa hvað mest á velferðarþjónustu að halda en þessi þjónusta þarf að vera aðgengileg og fylgja eftir breytilegri þjónustuþörf einstaklinganna sem gætu þurft á henni að halda fyrirvaralaust. Þá er löngu tímabært að ríki og sveitarfélög taki saman höndum – í eitt skipti fyrir öll – og klári leikskólabyltinguna sem hófst með stjórn jafnaðarmanna og Reykjavíkurlistans í borginni fyrir aldamótin. Því miður hefur traust almennings tapast í málaflokknum því að enn hefur ekki tekist að tryggja börnum leikskólapláss að loknu fæðingarorlofi. Ég vil ekki gefa loforð sem ég get ekki staðið við – en það er algjört forgangsmál hjá mér að taka þetta mikilvæga mál upp við ríkisstjórn Íslands og klára dæmið. Með því að lögfesta leikskólastigið og innleiða í skrefum rétt til leikskólavistar fyrir öll börn að loknu fæðingarorlofi – líkt og gert hefur verið á öðrum Norðurlöndum. Til þess þarf fyrst og fremst sterkan vilja, fulla fjármögnun og samhentar aðgerðir ríkis og sveitarfélaga. Ég vil klára þetta á næsta kjörtímabili í samstarfi við ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur. Valdeflum unga fólkið Ég geri mér grein fyrir því að oddviti Samfylkingarinnar í borginni er fyrirferðarmikil staða í samfélaginu og hana er hægt að nýta til þess að takast á við aðrar samfélagslegar áskoranir en einungis þær sem snúa að innra borgarstarfi. Hljóti ég framgang í komandi prófkjöri vil ég nýta vettvanginn til að leggja sérstaka áherslu á að tala til ungs fólks, ekki síst ungra karlmanna, á uppbyggilegri og jákvæðari hátt en vængurinn lengst til hægri hefur gert undanfarin misseri. Það vantar tilfinnanlega mótvægi við hið skaðlega innflutta menningarstríð og þau sjónarmið sundrungar sem fengið hafa að dreifa úr sér um stöðu og lífsviðhorf ungra manna. Það býr ríkidæmi í litrófi mannlífsins sem ber að rækta og styðja – það gera bestu borgir heims og þannig viljum við hafa í Reykjavík áfram, til framtíðar. Ég hef mikla trú á öflugu íþrótta- og frístundastarfi, inngildingu og auknum stuðningi inni í skólunum okkar. Það er ekkert mikilvægara fyrir Ísland til framtíðar en að valdefla unga fólkið okkar og aðstoða það við að finna og rækta sína styrkleika og ábyrgðartilfinningu í lífinu. Gerum góða borg enn betri Það er ekki lítil ákvörðun að ákveða að bjóða sig fram til þjónustu fyrir sitt nærsamfélag. Hún er ekki tekin í skyndi eða af léttúð, heldur af ábyrgð og eftir mikla yfirlegu. Ég er tilbúinn í þetta verkefni og þess vegna býð ég mig fram til að leiða Samfylkinguna til sigurs í komandi borgarstjórnarkosningum. Ég ætla ekki að gera það með loforðum um að skapa fullkomna borg. Ég ætla hins vegar að bjóða upp á skýra sýn og gera góða Reykjavíkurborg enn betri með því að leiða breytingar og láta verkin tala. Höfundur er rekstrarstjóri og frambjóðandi í 1. sæti á lista Samfylkingar fyrir borgarstjórnarkosningar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pétur Marteinsson Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Reykjavík Samfylkingin Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Ég ákvað fyrir skemmstu að gefa kost á mér sem oddviti Samfylkingar í Reykjavík. Prófkjör flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar fer fram með rafrænum hætti laugardaginn 24. janúar og er opið öllum skráðum flokksfélögum. Hugmyndin um að gefa mig að borgarpólitík hafði blundað í mér og markast af þeirri margháttuðu reynslu sem ég hef aflað mér í gegnum lífið. Þar á ég við reynslu sem hefur falið í sér atvinnumannsferil í knattspyrnu og leiðtogahlutverk í þeim liðum sem ég spilaði með. Reynslu sem hefur leitt mig og fjölskyldu mína til margra mismunandi landa og gert okkur kleift að upplifa ýmsar útfærslur á því hvernig stjórnmál og stefna mótar borgir. Reynslu af því að vinna að skipulagsmálum, borgarþróun og uppbyggingu íbúða í Reykjavík. Reynslu af því að stofna og reka lítil og meðalstór fyrirtæki sem hafa haft það að markmiði að þjónusta og auðga nærsamfélagið – en þar má nefna Kex Hostel og Kaffi Vest sem dæmi. Reynslu af því að ganga í öll verk í slíkum atvinnurekstri. Reynslu af því að taka áhættu og stíga út fyrir þægindarammann. Reynslu af því að borga laun og láta hlutina ganga upp um hver mánaðarmót í rekstrinum. Þetta er reynsla sem hefur skilað mér skýrri heimsmynd og fullvissu um að eini staðurinn þar sem ég vil lifa og starfa til framtíðar er uppáhaldsstaðurinn minn í heiminum, Reykjavíkurborg. Um leið hef ég styrkst í þeirri skoðun að bestu samfélög heims séu byggð upp á sterkum grunni jafnaðarmennsku. Þær borgir heims sem ítrekað skara fram úr hvað varðar lífsgæði íbúanna eru einmitt borgir sem hafa þróast á forsendum jafnaðarstefnu, grænna áherslna og lýðheilsu í borgarskipulagi (sjá til dæmis: The Global Liveability Index 2025). Ég er klassískur jafnaðarmaður Frjálslyndi hefur alltaf verið kjarninn í minni pólitísku hugsun. Ungur laðaðist ég að frjálshyggju og hægrimennsku af þeim orsökum en framangreind reynsla hefur smám saman breytt mér. Ég er klassískur jafnaðarmaður, eða krati. Samfélög sem byggja á samheldni og jöfnuði hafa að mínu mati yfirburði yfir samfélög einstaklingshyggju og ójöfnuðar. Þetta er ástæða þess að ég hef stutt og kosið Samfylkinguna í borginni árum saman. Sú breyting sem orðið hefur á flokknum eftir að Kristrún Frostadóttir tók við forystu hans hefur aukið enn á aðdráttaraflið og kraftinn í starfinu. Nú er Samfylkingin sannkölluð breiðfylking jafnaðarfólks um land allt sem trúir á framtíðina og leiðir breytingar á Íslandi. Ég elska Reykjavík Reykjavík er frábær borg og borgarbúar jafnt sem aðrir landsmenn eiga að geta verið stoltir af höfuðborginni okkar. Hún býður upp á mikil lífsgæði fyrir fólkið sem í henni býr og þau sem heimsækja hana. Þróun Reykjavíkur á undanförnum áratugum hefur gert borgina betri en nokkru sinni en vissulega hafa fylgt vaxtaverkir og vandamál sem þarf að leysa. Grunnþjónustan sem borgin veitir og innviðirnir sem hún byggir á móta upplifun margra af borginni. Hlusta þarf á gagnrýni af auðmýkt og mæta henni þar sem þörf er á. Tökum til í rekstrinum Ég hef unnið að ýmiss konar borgarmálum undanfarin ár utan ramma stjórnmálanna og kynnst starfsemi borgarinnar vel. Ég hef rekið fyrirtæki í borginni, byggt upp menningarstarfsemi og þjónustu fyrir borgarbúa og unnið að þróun nýs húsnæðis fyrir fyrstu kaupendur í samstarfi við borgina. Ég þekki þær áskoranir sem blasa við þeim sem vilja auðga líf borgarbúa á þennan hátt. Hér þarf að huga að því að einfalda kerfið og gera slíkt frumkvæði einfaldara fyrir frumkvöðla. Þetta gerum við til að bæta þjónustu og létta þannig daglega lífið í borginni. Bæði fyrir íbúana og atvinnulífið. Ég tel mig hafa margt fram að færa fyrir Samfylkinguna og borgarbúa. Við þurfum til að mynda að vera óhrædd við að stokka upp í kerfinu: sýna ábyrgð í rekstri, taka til þar sem þörf er á, rýna í allan kostnað og vera meðvituð um að stjórnmál eru þjónustustarf þar sem verið er að ráðstafa almannafé. Þar nýtist reynsla mín úr rekstri vel, bæði vegna þess að ég hef axlað þá ábyrgð að láta fyrirtækjarekstur ganga upp og hef reynslu af því að eiga við stjórnsýsluna í borginni. Byggjum fyrir fólk Skipulags- og samgöngumál eiga að bæta lífsgæði og lýðheilsu, ýta undir gott aðgengi allra og mannvænt borgarumhverfi. Græn svæði þarf að vernda og rækta og almenningsrými eiga að vera fyrsta flokks. Við þurfum að þora að taka stórar ákvarðanir en undirbúa þær af fagmennsku og forðast að lofa einhverju sem ekki er hægt að standa við. Sömuleiðis þarf að forðast að festast í skotgröfum milli kredduhugtaka sem hafa verið allt of fyrirferðarmikil í umræðunni um Reykjavík. Ég vil láta verkin tala í þessum efnum í stað þess að boða skýjaborgir í fjarlægri framtíð. Íþrótta- og tómstundamál skipa sérstakan sess í mínum áherslum. Ég sé til að mynda áframhaldandi uppbyggingu í Laugardalnum sem þjóðarverkefni og að dalurinn verði þjóðarstolt. Þjónusta við börn og fjölskyldur þeirra í hverfum borgarinnar skiptir sköpum fyrir heilsueflingu barna og ungs fólks. Borgin þarf að styrkja stoðir þessarar þjónustu og auðvelda aðgengi að henni. Léttum daglega lífið Meginmarkmiðið með rekstri og skipulagi borgarinnar á að vera að auðvelda daglega lífið hjá borgarbúum. Þetta er sú áhersla sem Samfylkingin hefur markað sér í málefnastarfi flokksins þessi misserin. Þar eru velferðarmálin ofarlega á blaði. Við höfum byggt upp góða þjónustu fyrir aldraða og þá hópa samfélagsins sem þurfa hvað mest á velferðarþjónustu að halda en þessi þjónusta þarf að vera aðgengileg og fylgja eftir breytilegri þjónustuþörf einstaklinganna sem gætu þurft á henni að halda fyrirvaralaust. Þá er löngu tímabært að ríki og sveitarfélög taki saman höndum – í eitt skipti fyrir öll – og klári leikskólabyltinguna sem hófst með stjórn jafnaðarmanna og Reykjavíkurlistans í borginni fyrir aldamótin. Því miður hefur traust almennings tapast í málaflokknum því að enn hefur ekki tekist að tryggja börnum leikskólapláss að loknu fæðingarorlofi. Ég vil ekki gefa loforð sem ég get ekki staðið við – en það er algjört forgangsmál hjá mér að taka þetta mikilvæga mál upp við ríkisstjórn Íslands og klára dæmið. Með því að lögfesta leikskólastigið og innleiða í skrefum rétt til leikskólavistar fyrir öll börn að loknu fæðingarorlofi – líkt og gert hefur verið á öðrum Norðurlöndum. Til þess þarf fyrst og fremst sterkan vilja, fulla fjármögnun og samhentar aðgerðir ríkis og sveitarfélaga. Ég vil klára þetta á næsta kjörtímabili í samstarfi við ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur. Valdeflum unga fólkið Ég geri mér grein fyrir því að oddviti Samfylkingarinnar í borginni er fyrirferðarmikil staða í samfélaginu og hana er hægt að nýta til þess að takast á við aðrar samfélagslegar áskoranir en einungis þær sem snúa að innra borgarstarfi. Hljóti ég framgang í komandi prófkjöri vil ég nýta vettvanginn til að leggja sérstaka áherslu á að tala til ungs fólks, ekki síst ungra karlmanna, á uppbyggilegri og jákvæðari hátt en vængurinn lengst til hægri hefur gert undanfarin misseri. Það vantar tilfinnanlega mótvægi við hið skaðlega innflutta menningarstríð og þau sjónarmið sundrungar sem fengið hafa að dreifa úr sér um stöðu og lífsviðhorf ungra manna. Það býr ríkidæmi í litrófi mannlífsins sem ber að rækta og styðja – það gera bestu borgir heims og þannig viljum við hafa í Reykjavík áfram, til framtíðar. Ég hef mikla trú á öflugu íþrótta- og frístundastarfi, inngildingu og auknum stuðningi inni í skólunum okkar. Það er ekkert mikilvægara fyrir Ísland til framtíðar en að valdefla unga fólkið okkar og aðstoða það við að finna og rækta sína styrkleika og ábyrgðartilfinningu í lífinu. Gerum góða borg enn betri Það er ekki lítil ákvörðun að ákveða að bjóða sig fram til þjónustu fyrir sitt nærsamfélag. Hún er ekki tekin í skyndi eða af léttúð, heldur af ábyrgð og eftir mikla yfirlegu. Ég er tilbúinn í þetta verkefni og þess vegna býð ég mig fram til að leiða Samfylkinguna til sigurs í komandi borgarstjórnarkosningum. Ég ætla ekki að gera það með loforðum um að skapa fullkomna borg. Ég ætla hins vegar að bjóða upp á skýra sýn og gera góða Reykjavíkurborg enn betri með því að leiða breytingar og láta verkin tala. Höfundur er rekstrarstjóri og frambjóðandi í 1. sæti á lista Samfylkingar fyrir borgarstjórnarkosningar í Reykjavík.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar