Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar 5. janúar 2026 14:03 Íslensk heimili upplifa þráláta atlögu að fjárhagslegu öryggi sínu. Seðlabankinn hefur barist vonlausri baráttu við verðbólguna með því að herða að hálsi skuldsettra fjölskyldna með vaxtatólum sínum. En á meðan heimilin blæða, stendur ríkisstjórnin hjá með hendur í vösum. Eða hvað? Er aðgerðarleysið kannski ekki klaufaskapur, heldur tannhjól í stærra pólitísku pókerspili? Týnda sleggja ríkisfjármálanna Það er alkunna að peningastefna Seðlabankans dugar skammt ef ríkisfjármálin vinna gegn henni. Seðlabankastjóri hefur margoft kallað eftir því að ríkið beiti „sleggjunni“ – það er að segja, sýni ráðdeild og dragi úr opinberri eyðslu til að kæla hagkerfið. En sleggjan er týnd. Ríkisútgjöldin halda áfram að þenjast út, báknið stækkar og hallareksturinn kyndir undir verðbólgubálinu. Þegar ríkið neitar að draga saman seglin á meðan heimilin eru keyrð í þrot með ofurvöxtum, verðum við að spyrja: Hvers vegna? Neyðin sem pólitískt tæki Svarið gæti legið í þeirri pólitísku vegferð sem ákveðnir flokkar innan ríkisstjórnarinnar hafa boðað, leiðinni til Brussel. Það er þekkt stefna að skapa eða viðhalda neyðarástandi til að knýja fram breytingar sem þjóðin myndi annars aldrei samþykkja. Með því að leyfa „krónuvandanum“ að grassera og láta verðbólguna éta upp kaupmáttinn, er verið að undirbúa jarðveginn. Markmiðið er að þreyta millistéttina á höfuðborgarsvæðinu og unga fólkið þar til það gefst upp. Þegar fólk er orðið örvæntingarfullt yfir greiðsluseðlum bankanna, verður auðveldara að selja því þá hugmynd að evran og ESB séu einu björgunarhringirnir. Glópagull Brussel-sinna Hér er verið að leika hættulegan leik með hagsmuni Íslands. Það á að „svartagallsrausa“ þjóðina til uppgjafar. Boðuð eru „evrópsk vaxtakjör“ eins og þau séu gull og grænir skógar sem bíði okkar við sjóndeildarhringinn. En verðið er dýrt. Til að fá þessa meintu líkn eigum við að fórna fullveldi yfir fiskimiðunum, svelta okkar eigin landbúnað og afhenda forræði yfir auðlindum okkar til miðstýringar í Brussel. Það er verið að bjóða þjóðinni að skipta á ævilöngu sjálfstæði og auðlindum fyrir tímabundna lækkun á lánagreiðslum – lækkun sem ríkisstjórnin gæti sjálf knúið fram hér og nú með því einu að sýna ábyrgð í ríkisfjármálum. Við krefjumst aðgerða, ekki uppgjafar Við eigum ekki að láta hræða okkur til uppgjafar. Íslensk millistétt á ekki að vera gísl í pólitísku plotti sem miðar að því að innlima landið í stórríki Evrópu. Við eigum ekki við gjaldmiðilsvanda að stríða, heldur forystuvanda. Ef ríkisstjórnin ætlar að endurheimta og viðhalda trausti, verður hún að finna „týndu sleggjuna“ og beita henni gegn verðbólgunni með raunverulegum niðurskurði í ríkisbákninu. Við krefjumst þess að íslensk heimili séu varin með ábyrgri stjórn efnahagsmála, en ekki notuð sem skiptimynt í Brussel-vegferð sem ekki var beðið um í síðustu kosningum. Það er tími til kominn að ríkisstjórnin hætti svartagallsrausinu og byrji að vinna fyrir Ísland. Höfundur lærði viðskipta- og sjávarútvegsfræði við Háskólann á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Íslensk heimili upplifa þráláta atlögu að fjárhagslegu öryggi sínu. Seðlabankinn hefur barist vonlausri baráttu við verðbólguna með því að herða að hálsi skuldsettra fjölskyldna með vaxtatólum sínum. En á meðan heimilin blæða, stendur ríkisstjórnin hjá með hendur í vösum. Eða hvað? Er aðgerðarleysið kannski ekki klaufaskapur, heldur tannhjól í stærra pólitísku pókerspili? Týnda sleggja ríkisfjármálanna Það er alkunna að peningastefna Seðlabankans dugar skammt ef ríkisfjármálin vinna gegn henni. Seðlabankastjóri hefur margoft kallað eftir því að ríkið beiti „sleggjunni“ – það er að segja, sýni ráðdeild og dragi úr opinberri eyðslu til að kæla hagkerfið. En sleggjan er týnd. Ríkisútgjöldin halda áfram að þenjast út, báknið stækkar og hallareksturinn kyndir undir verðbólgubálinu. Þegar ríkið neitar að draga saman seglin á meðan heimilin eru keyrð í þrot með ofurvöxtum, verðum við að spyrja: Hvers vegna? Neyðin sem pólitískt tæki Svarið gæti legið í þeirri pólitísku vegferð sem ákveðnir flokkar innan ríkisstjórnarinnar hafa boðað, leiðinni til Brussel. Það er þekkt stefna að skapa eða viðhalda neyðarástandi til að knýja fram breytingar sem þjóðin myndi annars aldrei samþykkja. Með því að leyfa „krónuvandanum“ að grassera og láta verðbólguna éta upp kaupmáttinn, er verið að undirbúa jarðveginn. Markmiðið er að þreyta millistéttina á höfuðborgarsvæðinu og unga fólkið þar til það gefst upp. Þegar fólk er orðið örvæntingarfullt yfir greiðsluseðlum bankanna, verður auðveldara að selja því þá hugmynd að evran og ESB séu einu björgunarhringirnir. Glópagull Brussel-sinna Hér er verið að leika hættulegan leik með hagsmuni Íslands. Það á að „svartagallsrausa“ þjóðina til uppgjafar. Boðuð eru „evrópsk vaxtakjör“ eins og þau séu gull og grænir skógar sem bíði okkar við sjóndeildarhringinn. En verðið er dýrt. Til að fá þessa meintu líkn eigum við að fórna fullveldi yfir fiskimiðunum, svelta okkar eigin landbúnað og afhenda forræði yfir auðlindum okkar til miðstýringar í Brussel. Það er verið að bjóða þjóðinni að skipta á ævilöngu sjálfstæði og auðlindum fyrir tímabundna lækkun á lánagreiðslum – lækkun sem ríkisstjórnin gæti sjálf knúið fram hér og nú með því einu að sýna ábyrgð í ríkisfjármálum. Við krefjumst aðgerða, ekki uppgjafar Við eigum ekki að láta hræða okkur til uppgjafar. Íslensk millistétt á ekki að vera gísl í pólitísku plotti sem miðar að því að innlima landið í stórríki Evrópu. Við eigum ekki við gjaldmiðilsvanda að stríða, heldur forystuvanda. Ef ríkisstjórnin ætlar að endurheimta og viðhalda trausti, verður hún að finna „týndu sleggjuna“ og beita henni gegn verðbólgunni með raunverulegum niðurskurði í ríkisbákninu. Við krefjumst þess að íslensk heimili séu varin með ábyrgri stjórn efnahagsmála, en ekki notuð sem skiptimynt í Brussel-vegferð sem ekki var beðið um í síðustu kosningum. Það er tími til kominn að ríkisstjórnin hætti svartagallsrausinu og byrji að vinna fyrir Ísland. Höfundur lærði viðskipta- og sjávarútvegsfræði við Háskólann á Akureyri.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun