Innlent

Suður­lands­vegi lokað vegna umferðarslyss

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Mynd frá vettvangi í morgun.
Mynd frá vettvangi í morgun. aðsend

Suðurlandsvegur var lokað í báðar áttir á milli Lækjarbotna að Gunnarshólma í morgun vegna umferðarslys. Þetta kemur fram í stuttri tilkynningu á vef Vegagerðarinnar. Samkvæmt fyrstu upplýsingum frá lögreglunni var veginum lokað til beggja átta sunnan Hólmsár en lögregla stýrir nú umferð á vettvangi um eina akrein.

Líkt og sjá má á meðfylgjandi mynd eru viðbragðsaðilar, þar á meðal sjúkrabílar, mættir á vettvang en ekki liggur fyrir að svo stöddu hvort um alvarlegt slys sé að ræða. 

„Suðurlandsvegur er lokaður í báðar áttir, sunnan Hólmsár, vegna umferðarslyss,“ segir í stutti færslu á Facebook-síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir einnig að ekki sé ljóst hversu lengi vegurinn verður lokaður og eru ökumenn  beðnir um að sýna þolinmæði á meðan viðbragðsaðilar eru við störf á vettvangi.

Uppfært klukkan 10:17

Í tilkynningu sem var að berast frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að nú sé búi að opna umferð um eina akrein á Suðurlandsvegi þar sem lögreglan stýrir umferð framhjá vettvangi slyssins á meðan hreinsun stendur yfir. 

„Vinna er í gangi að koma dráttarbifreiðum á vettvang til að fjarlægja ökutæki. Ekki er ljóst hver meiðsli/slys eru á fólki né fjölda einstaklinga. Ekki unnt að veita ferkari upplýsingar að svo stöddu þar sem þær liggja ekki fyrir,“ segir í tilkynningunni.

Uppfært klukkan 11:25

Suðurlandsvegur hefur aftur verið onaður að fullu og störfum viðbragðsaðila er lokið á vettvangi. Þrjú ökutæki sem urðu fyrir miklu tjóni voru flutt af vettvangi samkvæmt tilkynningu sem barst frá lögreglu klukkan 10:45. Enn liggja þó ekki fyrir frekari upplýsingar um slys á fólki.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×