Opið bréf til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis - Þögn löggjafans Arnar Sigurðsson og Elías Blöndal Guðjónsson skrifa 3. janúar 2026 08:01 Ágætu nefndarmenn allsherjar- og menntamálanefndar. Það hlýtur að vekja furðu kjósenda að heyra það haft eftir nefndarmönnum að málefni netverslunar með áfengi hafi ekki verið tekin til efnislegrar umræðu á vettvangi nefndarinnar. Á meðan nefndin situr hjá ríkir réttaróvissa sem hið opinbera hefur sjálft skapað og viðhaldið. Staðan er sú að lögregluyfirvöld reka nú sakamál gegn íslensku fyrirtæki og einstaklingi - mál sem ber öll merki þess að vera „prófmál“. Ákært er fyrir sölu á hvítvínsbelju til að knýja fram dómstólaleiðina. Í réttarríki er það grundvallarregla að borgararnir eigi að geta lesið lög og vitað hvað er refsivert og hvað ekki. Þegar lögreglan þarf að sækja „prófmál“ fyrir dómstólum til að fá úr því skorið hvort tiltekin atvinnustarfsemi sé lögleg þá er það skýrt merki um að löggjafinn hafi brugðist hlutverki sínu. Er það virkilega hlutverk dómstóla að móta áfengisstefnu þjóðarinnar vegna þess að Alþingi treystir sér ekki til að ræða málið? Öfug mismunun og atvinnufrelsi Núverandi ástand felur í sér mismunun sem stríðir gegn jafnræðisreglu og atvinnufrelsisákvæði stjórnarskrárinnar. Íslenskir neytendur geta hindrunarlaust pantað áfengi frá erlendum netverslunum samkvæmt reglum EES samningsins um frjálst flæði vöru. Þegar þessir erlendu aðilar hyggjast veita neytendum betri þjónustu er þeim mætt með lögreglurannsókn og ákæru. Hvernig getur allsherjarnefnd Alþingis varið það ástand að íslenskum frumkvöðlum sé meinað að stunda viðskipti sem erlendum aðilum er heimilt að stunda við íslenska neytendur? Þá verður ekki framhjá því litið að ríkiseinokunin er í raun þegar fallin. Löggjafinn hefur nú þegar heimilað brugghúsum að selja áfengi beint til neytenda á framleiðslustað. Jafnframt sinnir einkarekið fyrirtæki áfengissölu í fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli, sem er stærsta áfengisverslun landsins. Þegar einkaaðilum er treyst fyrir sölu áfengis á flugvellinum og framleiðendum er treyst fyrir beinni sölu, á hvaða lögmætu rökum byggir þá bannið við því að aðrar innlendar verslanir stundi sambærilega starfsemi? Að eitt einkafyrirtæki megi starfa á hinum meinta einokunarmarkaði en öðrum sé meinað slíkt hið sama með lögregluvaldi hlýtur að kalla á skoðun nefndarinnar á því hvort 75. gr. stjórnarskrárinnar um atvinnufrelsi sé virt. Þessi mismunun er fullkomlega óásættanleg og það sætir furðu að nefndin hafi ekki þegar tekið þetta ósamræmi til skoðunar. Lýðheilsa eða verslunarhagsmunir? Einokun ÁTVR hefur jafnan verið réttlætt með lýðheilsusjónarmiðum og þeirri undanþágu sem Ísland nýtur frá EES samningnum. Sú undanþága byggði á því að ríkið ræki takmarkaðan fjölda verslana til að stýra aðgengi. Þegar undanþágan var veitt voru verslanirnar níu talsins en í dag rekur ÁTVR 52 verslanir auk sjö afhendingarstaða í matvöruverslunum og leggur áherslu á nútímalega þjónustu og vöruúrval. Ríkið hefur því í reynd færst frá því að vera verndari lýðheilsu yfir í að vera markaðsdrifið smásölufyrirtæki. Markmið ríkisstofnunarinnar er að auka aðgengi neytenda að áfengi en ekki hindra það. Þá verður ekki litið framhjá því að öryggi í aldurseftirliti er mun meira hjá netverslunum en í ríkisverslunum. Netverslanir nýta rafræn skilríki sem tryggja 100% vissu fyrir aldri kaupanda við pöntun. Á sama tíma byggir eftirlit ÁTVR á sjónmati starfsmanna, aðferð sem reglulega bregst samkvæmt eigin könnunum stofnunarinnar. Að halda því fram að einokun ríkisins sé nauðsynleg til að vernda ungmenni þegar einkaaðilar bjóða upp á tæknilega fullkomnari lausnir til aldursgreiningar stenst enga skoðun. Áskorun til nefndarinnar Það er ábyrgðarhluti að allsherjar- og menntamálanefnd hafi ekki tekið þessa stöðu til umræðu. Með aðgerðaleysi sínu samþykkir nefndin að lögregla og dómstólar móti löggjöfina í stað kjörinna fulltrúa. Við skorum á nefndina að taka málið þegar til meðferðar, greiða úr réttaróvissunni og tryggja að íslensk lög endurspegli nútímann, jafnræði og tækniframfarir. Það er óviðunandi staða að úrelt kerfi sé varið með lögregluvaldi. Virðingarfyllst,Arnar Sigurðsson og Elías Blöndal Guðjónsson Höfundur eru eigendur Sante. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi Netverslun með áfengi Mest lesið Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Til verði evrópskt heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Strandlengjan er útivistarsvæði fólksins – ekki hraðbraut Vilborg Halldórsdóttir Skoðun Bók ársins Kjartan Valgarðsson Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Snjór í Ártúnsbrekku Stefán Pálsson skrifar Skoðun Bók ársins Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Það hefði mátt hlusta á FÍB Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Aðgengi fatlaðs fólks að vinnumarkaði er ekki góðgerð, það er jöfnuður Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Skamm, skamm Davíð Bergmann skrifar Skoðun Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason skrifar Skoðun Réttarkerfið sem vinnur gegn börnum Theodóra Líf Aradóttir skrifar Skoðun Fíkn er ekki skömm – hún er sjúkdómur Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Til verði evrópskt heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ert þú ekki bara pólitíkus? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Öryggi Íslands á ólgutímum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Æskan er okkar fjársjóður Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Strandlengjan er útivistarsvæði fólksins – ekki hraðbraut Vilborg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Af hverju opinbert heilbrigðiskerfi? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Umræðan um bólusetningar barna á algjörum villigötum Júlíus Valsson skrifar Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson skrifar Skoðun RÚV, aðgerðasinnar og íslenskan okkar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvað er karlmennska? Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Ágætu nefndarmenn allsherjar- og menntamálanefndar. Það hlýtur að vekja furðu kjósenda að heyra það haft eftir nefndarmönnum að málefni netverslunar með áfengi hafi ekki verið tekin til efnislegrar umræðu á vettvangi nefndarinnar. Á meðan nefndin situr hjá ríkir réttaróvissa sem hið opinbera hefur sjálft skapað og viðhaldið. Staðan er sú að lögregluyfirvöld reka nú sakamál gegn íslensku fyrirtæki og einstaklingi - mál sem ber öll merki þess að vera „prófmál“. Ákært er fyrir sölu á hvítvínsbelju til að knýja fram dómstólaleiðina. Í réttarríki er það grundvallarregla að borgararnir eigi að geta lesið lög og vitað hvað er refsivert og hvað ekki. Þegar lögreglan þarf að sækja „prófmál“ fyrir dómstólum til að fá úr því skorið hvort tiltekin atvinnustarfsemi sé lögleg þá er það skýrt merki um að löggjafinn hafi brugðist hlutverki sínu. Er það virkilega hlutverk dómstóla að móta áfengisstefnu þjóðarinnar vegna þess að Alþingi treystir sér ekki til að ræða málið? Öfug mismunun og atvinnufrelsi Núverandi ástand felur í sér mismunun sem stríðir gegn jafnræðisreglu og atvinnufrelsisákvæði stjórnarskrárinnar. Íslenskir neytendur geta hindrunarlaust pantað áfengi frá erlendum netverslunum samkvæmt reglum EES samningsins um frjálst flæði vöru. Þegar þessir erlendu aðilar hyggjast veita neytendum betri þjónustu er þeim mætt með lögreglurannsókn og ákæru. Hvernig getur allsherjarnefnd Alþingis varið það ástand að íslenskum frumkvöðlum sé meinað að stunda viðskipti sem erlendum aðilum er heimilt að stunda við íslenska neytendur? Þá verður ekki framhjá því litið að ríkiseinokunin er í raun þegar fallin. Löggjafinn hefur nú þegar heimilað brugghúsum að selja áfengi beint til neytenda á framleiðslustað. Jafnframt sinnir einkarekið fyrirtæki áfengissölu í fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli, sem er stærsta áfengisverslun landsins. Þegar einkaaðilum er treyst fyrir sölu áfengis á flugvellinum og framleiðendum er treyst fyrir beinni sölu, á hvaða lögmætu rökum byggir þá bannið við því að aðrar innlendar verslanir stundi sambærilega starfsemi? Að eitt einkafyrirtæki megi starfa á hinum meinta einokunarmarkaði en öðrum sé meinað slíkt hið sama með lögregluvaldi hlýtur að kalla á skoðun nefndarinnar á því hvort 75. gr. stjórnarskrárinnar um atvinnufrelsi sé virt. Þessi mismunun er fullkomlega óásættanleg og það sætir furðu að nefndin hafi ekki þegar tekið þetta ósamræmi til skoðunar. Lýðheilsa eða verslunarhagsmunir? Einokun ÁTVR hefur jafnan verið réttlætt með lýðheilsusjónarmiðum og þeirri undanþágu sem Ísland nýtur frá EES samningnum. Sú undanþága byggði á því að ríkið ræki takmarkaðan fjölda verslana til að stýra aðgengi. Þegar undanþágan var veitt voru verslanirnar níu talsins en í dag rekur ÁTVR 52 verslanir auk sjö afhendingarstaða í matvöruverslunum og leggur áherslu á nútímalega þjónustu og vöruúrval. Ríkið hefur því í reynd færst frá því að vera verndari lýðheilsu yfir í að vera markaðsdrifið smásölufyrirtæki. Markmið ríkisstofnunarinnar er að auka aðgengi neytenda að áfengi en ekki hindra það. Þá verður ekki litið framhjá því að öryggi í aldurseftirliti er mun meira hjá netverslunum en í ríkisverslunum. Netverslanir nýta rafræn skilríki sem tryggja 100% vissu fyrir aldri kaupanda við pöntun. Á sama tíma byggir eftirlit ÁTVR á sjónmati starfsmanna, aðferð sem reglulega bregst samkvæmt eigin könnunum stofnunarinnar. Að halda því fram að einokun ríkisins sé nauðsynleg til að vernda ungmenni þegar einkaaðilar bjóða upp á tæknilega fullkomnari lausnir til aldursgreiningar stenst enga skoðun. Áskorun til nefndarinnar Það er ábyrgðarhluti að allsherjar- og menntamálanefnd hafi ekki tekið þessa stöðu til umræðu. Með aðgerðaleysi sínu samþykkir nefndin að lögregla og dómstólar móti löggjöfina í stað kjörinna fulltrúa. Við skorum á nefndina að taka málið þegar til meðferðar, greiða úr réttaróvissunni og tryggja að íslensk lög endurspegli nútímann, jafnræði og tækniframfarir. Það er óviðunandi staða að úrelt kerfi sé varið með lögregluvaldi. Virðingarfyllst,Arnar Sigurðsson og Elías Blöndal Guðjónsson Höfundur eru eigendur Sante.
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi fatlaðs fólks að vinnumarkaði er ekki góðgerð, það er jöfnuður Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason skrifar
Skoðun Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun