Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar 31. desember 2025 10:31 Árið hefur verið viðburðaríkt í borginni en það byrjaði með miklum pólitískum jarðskjálftum í lok janúar og svo sprengingu þegar oddviti Framsóknarflokksins sleit meirihlutasamstarfinu í fyrstu viku febrúar. Við tók nýr meirihluti Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokksins, Vinstri grænna og Flokks fólksins - fyrsti fimm flokka meirihlutinn í sögu borgarstjórnar. Samstarfið hefur einkennst af mikilli samstöðu og miklu hefur verið komið í verk á þeim 10 mánuðum sem liðnir eru. Börn og barnafjölskyldur í forgangi Nýju samstarfsflokkarnir hafa fylgt þeirri skýru stefnu að forgangsraða í þágu barna og barnafjölskyldna og helstu fjárfestingar ársins endurspegla það. Þar munar mestu um nýja kjarasamninga, en líka mikilvæga samninga um húsnæðisuppbyggingu, aðgerðir í leikskólamálum og frístundamálum barna, áherslu á forvarnir og lýðheilsu og margt fleira. Síðast en ekki síst skipti miklu að samkomulag náðist við ríkið sem tryggir fjármögnun á málaflokki barna með fjölþættan vanda sem framvegis verður á höndum ríkisins. Kjarasamningar í þágu mennta og jafnaðar Nýir kjarasamningar kennara voru undirritaðir í ársbyrjun og þar með var afstýrt verkföllum sem lamað hefðu menntakerfi landsins. Kennarar gegna lykilhlutverki í menntakerfi borgarinnar og samningarnir voru ný varða á þeirri leið að bæta í markvissum skrefum kjör og starfsaðstæður þeirrar stéttar sem ræður svo miklu um menntun og velferð barnanna í borginni. Kjarasamningarnir komu í kjölfarið á innleiðingu nýs fjárhagslíkans leikskóla sem tók gildi um áramót en því fylgdi tæplega 2 milljarða viðbótarfjárfesting í leikskólunum, þar sem meginmarkmið er að auka jafnræði milli barna, leikskóla og hverfa og taka betur tillit til mismunandi þarfa leikskólanna út frá lýðfræðilegri samsetningu barnahópsins. Uppbygging nýs leikskólahúsnæðis er í fullum gangi, þar sem yfir 1200 ný pláss hafa orðið til á liðnum árum og nærri 1800 til viðbótar eru í undirbúningi. Tímamótasamningur um húsnæðisuppbyggingu Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri og oddviti okkar jafnaðarmanna undirritaði merkilegt samkomulag við ríkisstjórnina um uppbyggingu á fjölbreyttu húsnæði á Höllunum í Úlfarsárdal. Þar er gert ráð fyrir allt uppbyggingu í samvinnu við verkalýðshreyfinguna á allt að 4000 íbúðum í blandaðri byggð, þar sem m.a. verður byggt hagkvæmt húsnæði fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur og félagslegt húsnæði fyrir efnaminna fólk Aukinn jöfnuður í frístundamálum barna Markmið um aukna þátttöku barna í íþróttum og öðru skipulögðu frístundastarfi hafa náðst með hækkun frístundastyrksins og sérstök áhersla var lögð á árinu í að móta aðgerðir í Breiðholti og á Kjalarnesi þar sem þátttakan hefur verið hvað minnst. Þar er lykilatriði að ná til barnafjölskyldna af erlendum uppruna með fjölbreyttum tilboðum sem hæfa öllum kynjum. Ríkisstjórnin studdi myndarlega við verkefnið í Breiðholti sem gerir kleift að ná enn meiri árangri í þéttu samstarfi við íþróttafélögin, skóla og tónlistarskóla og aðra haghafa í hverfinu. Uppbygging íþróttamannvirkja Mikilvægir áfangar náðust á árinu um uppbyggingu íþróttamannvirkja í Vesturbænum sem lengi hefur verið beðið eftir, gengið var frá samningi um byggingu fjölnota íþróttahúss með tryggðri fjármögnun og svo var byggður nýr keppnisvöllur í knattspyrnu sem leysir úr brýnni þörf yngri sem eldri iðkenda. Uppbygging Þjóðarhallar í Laugardalnum er í fullum gangi og mikil vinna stendur yfir við nýja forgangsröðun íþróttamannvirkja sem mun vísa veginn í uppbyggingu komandi ára. Traust og ábyrg fjármálastjórn Jöfnuður og markviss uppbygging hefur einkennt verk samstarfsflokkanna á þessu ári en líka traust og ábyrg fjármálastjórn sem þrátt fyrir áskoranir í tengslum við kjarasamninga og lífeyrisskuldbindingar hefur skilað jákvæðri afkomu sem farið hefur stöðugt batnandi eftir því sem liðið hefur á árið. Það skiptir miklu til að skapa grundvöll fyrir áframhaldandi sókn á komandi ári í þágu barna, barnafjölskyldna og allra annarra sem reiða sig á stuðning og þjónustu borgarinnar. Gleðilegt ár og takk fyrir það gamla! Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Samfylkingin Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Árið hefur verið viðburðaríkt í borginni en það byrjaði með miklum pólitískum jarðskjálftum í lok janúar og svo sprengingu þegar oddviti Framsóknarflokksins sleit meirihlutasamstarfinu í fyrstu viku febrúar. Við tók nýr meirihluti Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokksins, Vinstri grænna og Flokks fólksins - fyrsti fimm flokka meirihlutinn í sögu borgarstjórnar. Samstarfið hefur einkennst af mikilli samstöðu og miklu hefur verið komið í verk á þeim 10 mánuðum sem liðnir eru. Börn og barnafjölskyldur í forgangi Nýju samstarfsflokkarnir hafa fylgt þeirri skýru stefnu að forgangsraða í þágu barna og barnafjölskyldna og helstu fjárfestingar ársins endurspegla það. Þar munar mestu um nýja kjarasamninga, en líka mikilvæga samninga um húsnæðisuppbyggingu, aðgerðir í leikskólamálum og frístundamálum barna, áherslu á forvarnir og lýðheilsu og margt fleira. Síðast en ekki síst skipti miklu að samkomulag náðist við ríkið sem tryggir fjármögnun á málaflokki barna með fjölþættan vanda sem framvegis verður á höndum ríkisins. Kjarasamningar í þágu mennta og jafnaðar Nýir kjarasamningar kennara voru undirritaðir í ársbyrjun og þar með var afstýrt verkföllum sem lamað hefðu menntakerfi landsins. Kennarar gegna lykilhlutverki í menntakerfi borgarinnar og samningarnir voru ný varða á þeirri leið að bæta í markvissum skrefum kjör og starfsaðstæður þeirrar stéttar sem ræður svo miklu um menntun og velferð barnanna í borginni. Kjarasamningarnir komu í kjölfarið á innleiðingu nýs fjárhagslíkans leikskóla sem tók gildi um áramót en því fylgdi tæplega 2 milljarða viðbótarfjárfesting í leikskólunum, þar sem meginmarkmið er að auka jafnræði milli barna, leikskóla og hverfa og taka betur tillit til mismunandi þarfa leikskólanna út frá lýðfræðilegri samsetningu barnahópsins. Uppbygging nýs leikskólahúsnæðis er í fullum gangi, þar sem yfir 1200 ný pláss hafa orðið til á liðnum árum og nærri 1800 til viðbótar eru í undirbúningi. Tímamótasamningur um húsnæðisuppbyggingu Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri og oddviti okkar jafnaðarmanna undirritaði merkilegt samkomulag við ríkisstjórnina um uppbyggingu á fjölbreyttu húsnæði á Höllunum í Úlfarsárdal. Þar er gert ráð fyrir allt uppbyggingu í samvinnu við verkalýðshreyfinguna á allt að 4000 íbúðum í blandaðri byggð, þar sem m.a. verður byggt hagkvæmt húsnæði fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur og félagslegt húsnæði fyrir efnaminna fólk Aukinn jöfnuður í frístundamálum barna Markmið um aukna þátttöku barna í íþróttum og öðru skipulögðu frístundastarfi hafa náðst með hækkun frístundastyrksins og sérstök áhersla var lögð á árinu í að móta aðgerðir í Breiðholti og á Kjalarnesi þar sem þátttakan hefur verið hvað minnst. Þar er lykilatriði að ná til barnafjölskyldna af erlendum uppruna með fjölbreyttum tilboðum sem hæfa öllum kynjum. Ríkisstjórnin studdi myndarlega við verkefnið í Breiðholti sem gerir kleift að ná enn meiri árangri í þéttu samstarfi við íþróttafélögin, skóla og tónlistarskóla og aðra haghafa í hverfinu. Uppbygging íþróttamannvirkja Mikilvægir áfangar náðust á árinu um uppbyggingu íþróttamannvirkja í Vesturbænum sem lengi hefur verið beðið eftir, gengið var frá samningi um byggingu fjölnota íþróttahúss með tryggðri fjármögnun og svo var byggður nýr keppnisvöllur í knattspyrnu sem leysir úr brýnni þörf yngri sem eldri iðkenda. Uppbygging Þjóðarhallar í Laugardalnum er í fullum gangi og mikil vinna stendur yfir við nýja forgangsröðun íþróttamannvirkja sem mun vísa veginn í uppbyggingu komandi ára. Traust og ábyrg fjármálastjórn Jöfnuður og markviss uppbygging hefur einkennt verk samstarfsflokkanna á þessu ári en líka traust og ábyrg fjármálastjórn sem þrátt fyrir áskoranir í tengslum við kjarasamninga og lífeyrisskuldbindingar hefur skilað jákvæðri afkomu sem farið hefur stöðugt batnandi eftir því sem liðið hefur á árið. Það skiptir miklu til að skapa grundvöll fyrir áframhaldandi sókn á komandi ári í þágu barna, barnafjölskyldna og allra annarra sem reiða sig á stuðning og þjónustu borgarinnar. Gleðilegt ár og takk fyrir það gamla! Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar