Innlent

Níu ráð­herrar funda með Höllu

Jón Þór Stefánsson skrifar
Frá ríkisráðsfundi á Bessastöðum.
Frá ríkisráðsfundi á Bessastöðum. Vísir/Vilhelm

Ríkisráðsfundur hófst klukkan þrjú á Bessastöðum í dag. Þar funda ráðherrar ríkistjórnarinnnar með forseta lýðveldisins.

Óvenju fáir ráðherrar funduðu með Höllu Tómasdóttur forseta að þessu sinni, einungis níu talsins. Tvo ráðherra Flokks fólksins vantar. Guðmundur Ingi Kristinsson, menntamálaráðherra, er í veikindaleyfi, og Eyjólfur Ármannsson, iðnaðarráðherra, er í barneignaleyfi.

Fundir sem þessir eru venju samkvæmt haldnir í lok árs. Vanalega voru þeir á sjálfan gamlársdag, en Halla ákvað að bregða af vananum og hafa fundinn á næstsíðasta degi ársins svo ráðherrar og forseti geti notið áramótanna betur. 

Ekki þótti tilefni til þess í fyrra að hafa fund alveg í lok ársins vegna þess að þá var ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur nýkomin til valda, og stutt frá síðasta ríkisráðsfundi.

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra við Bessastaði.Vísir/Vilhelm
Inga Sæland, félags og vinnumarkaðsráðherra, er eini ráðherra Flokks fólksins sem mætti.Vísir/Vilhelm
Þorgerður Katrín utanríkisráðherra brosir sínu breiðasta.Vísir/Vilhelm
Garður forsetabústaðarins er jólalegur.Vísir/Vilhelm




Fleiri fréttir

Sjá meira


×