Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 30. desember 2025 11:30 Við í Samfylkingu settum fram raunhæft plan í velferðarmálum fyrir Alþingiskosningarnar 2024. Nú vinnum við skipulega samkvæmt þessu plani undir verkstjórn Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra í þéttu samstarfi við okkar góðu samstarfsflokka. Við sögðumst ætla að hækka frítekjumark ellilífeyris í 60 þúsund krónur á mánuði til þess að eldra fólk nyti meiri ávinnings af því að hafa greitt í lífeyrissjóði. Þessa hækkun höfum við þegar bundið í lög með frumvarpi sem samþykkt var á Alþingi þann 18. desember síðastliðinn. Þannig stígum við stærsta skref sem stigið hefur verið um langa hríð til þess að vinda ofan af skerðingum í almannatryggingakerfinu og lækka jaðarskattbyrði eftirlaunafólks. Við sögðumst ætla að stöðva kjaragliðnunina hjá eldra fólki og öryrkjum og láta lífeyri fylgja launavísitölu. Við vinnum strax samkvæmt áætlun sem gerir ráð fyrir slíkum hækkunum á kjörtímabilinu og fyrir Alþingi liggur frumvarp frá Ingu Sæland félagsmálaráðherra um að þessi breyting verði bundin varanlega í lög. Þetta eru mikilvægar kjarabætur fyrir eldra fólk og öryrkja sem eiga skilið að stjórnmálamenn standi við orð sín. Við sögðumst ætla að efla fæðingarorlofskerfið og styrkja afkomuöryggi barnafólks. Við höfum þegar lögfest réttarbætur fyrir fjölburaforeldra og þau sem veikjast alvarlega á meðgöngu, við höfum girt fyrir að foreldrar sem hafa starfað í öðru EES-ríki falli milli kerfa, hækkað lágmarksgreiðslur í fæðingarorlofi, hækkað fæðingarstyrki námsmanna og fólks utan vinnumarkaðar og bundið í lög að hækkun slíkra greiðslna nái til allra foreldra sem nýta rétt sinn á sama tíma óháð því hvenær barn fæðist. Við sögðumst ætla að skapa heilbrigðari húsnæðismarkað, m.a. með því að koma skikk á skammtímaleigumarkað og laga hlutdeildarlánakerfið: tryggja aukinn fyrirsjáanleika í lánveitingum HMS, greiða lánin út til byggingaraðila meðan íbúð er á framkvæmdastigi og semja um stórtæka uppbyggingu hlutdeildarlánaíbúða við trausta byggingaraðila. Stigin eru stór skref í þessa veru með frumvarpi atvinnuvegaráðherra um hömlur á Airbnb-væðingu og með hlutdeildarlánafrumvarpi félags- og húsnæðismálaráðherra sem samþykkt var nú í desember og eykur möguleika ungs fólks á að komast inn á fasteignamarkað. Við sögðumst ætla að hefja þjóðarátak í umönnun eldra fólks, efla meðferðarúrræði og taka betur utan um þunga velferðarþjónustu sem hefur verið vanfjármögnuð og klemmd milli ríkis og sveitarfélaga. Á fyrsta ári ríkisstjórnar höfum við höggvið á hnúta með tímamótasamningum við sveitarfélög þar sem ríkið tekur að sér fjármögnun uppbyggingar hjúkrunarheimila og ábyrgð á þriðja stigs þjónustu við börn með fjölþættan vanda. Þá hafa fjárframlög til áfengis- og vímuefnameðferða verið aukin markvisst, sumaropnun brýnna meðferðarúrræða verið tryggð og stjórnvöld undirritað heildarsamning við SÁÁ um meðferð við fíknsjúkdómnum. Við sögðumst ætla að endurheimta efnahagslegan stöðugleika og hætta að reka ríkið á yfirdrætti, enda er það forsenda þess að verðbólga og vextir fari niður. Á fyrsta ári ríkisstjórnar höfum við lögfest stöðugleikareglu, lækkað ríkisskuldir um 7,5% af vergri landsframleiðslu, ráðist í allsherjartiltekt í ríkisrekstri með markvissri forgangsröðun fjármuna og sameiningu stofnana og samþykkt fjármálaáætlun þar sem við náum niður hallarekstri hraðar en fyrri ríkisstjórn ætlaði sér. Á næsta ári verða þannig lögð fram fyrstu hallalausu fjárlögin í tíu ár. Þetta þýðir að sókn ríkisstjórnarinnar í velferðarmálum er ekki á kostnað ábyrgra ríkisfjármála heldur þvert á móti: við tryggjum efnahagslegan stöðugleika um leið og við styrkjum velferðina, nákvæmlega eins og við sögðumst ætla að gera. Velferðarplanið er komið til framkvæmda og við vinnum áfram samkvæmt því, skref fyrir skref, á nýju ári. Höfundur er umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Jóhann Páll Jóhannsson Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Við í Samfylkingu settum fram raunhæft plan í velferðarmálum fyrir Alþingiskosningarnar 2024. Nú vinnum við skipulega samkvæmt þessu plani undir verkstjórn Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra í þéttu samstarfi við okkar góðu samstarfsflokka. Við sögðumst ætla að hækka frítekjumark ellilífeyris í 60 þúsund krónur á mánuði til þess að eldra fólk nyti meiri ávinnings af því að hafa greitt í lífeyrissjóði. Þessa hækkun höfum við þegar bundið í lög með frumvarpi sem samþykkt var á Alþingi þann 18. desember síðastliðinn. Þannig stígum við stærsta skref sem stigið hefur verið um langa hríð til þess að vinda ofan af skerðingum í almannatryggingakerfinu og lækka jaðarskattbyrði eftirlaunafólks. Við sögðumst ætla að stöðva kjaragliðnunina hjá eldra fólki og öryrkjum og láta lífeyri fylgja launavísitölu. Við vinnum strax samkvæmt áætlun sem gerir ráð fyrir slíkum hækkunum á kjörtímabilinu og fyrir Alþingi liggur frumvarp frá Ingu Sæland félagsmálaráðherra um að þessi breyting verði bundin varanlega í lög. Þetta eru mikilvægar kjarabætur fyrir eldra fólk og öryrkja sem eiga skilið að stjórnmálamenn standi við orð sín. Við sögðumst ætla að efla fæðingarorlofskerfið og styrkja afkomuöryggi barnafólks. Við höfum þegar lögfest réttarbætur fyrir fjölburaforeldra og þau sem veikjast alvarlega á meðgöngu, við höfum girt fyrir að foreldrar sem hafa starfað í öðru EES-ríki falli milli kerfa, hækkað lágmarksgreiðslur í fæðingarorlofi, hækkað fæðingarstyrki námsmanna og fólks utan vinnumarkaðar og bundið í lög að hækkun slíkra greiðslna nái til allra foreldra sem nýta rétt sinn á sama tíma óháð því hvenær barn fæðist. Við sögðumst ætla að skapa heilbrigðari húsnæðismarkað, m.a. með því að koma skikk á skammtímaleigumarkað og laga hlutdeildarlánakerfið: tryggja aukinn fyrirsjáanleika í lánveitingum HMS, greiða lánin út til byggingaraðila meðan íbúð er á framkvæmdastigi og semja um stórtæka uppbyggingu hlutdeildarlánaíbúða við trausta byggingaraðila. Stigin eru stór skref í þessa veru með frumvarpi atvinnuvegaráðherra um hömlur á Airbnb-væðingu og með hlutdeildarlánafrumvarpi félags- og húsnæðismálaráðherra sem samþykkt var nú í desember og eykur möguleika ungs fólks á að komast inn á fasteignamarkað. Við sögðumst ætla að hefja þjóðarátak í umönnun eldra fólks, efla meðferðarúrræði og taka betur utan um þunga velferðarþjónustu sem hefur verið vanfjármögnuð og klemmd milli ríkis og sveitarfélaga. Á fyrsta ári ríkisstjórnar höfum við höggvið á hnúta með tímamótasamningum við sveitarfélög þar sem ríkið tekur að sér fjármögnun uppbyggingar hjúkrunarheimila og ábyrgð á þriðja stigs þjónustu við börn með fjölþættan vanda. Þá hafa fjárframlög til áfengis- og vímuefnameðferða verið aukin markvisst, sumaropnun brýnna meðferðarúrræða verið tryggð og stjórnvöld undirritað heildarsamning við SÁÁ um meðferð við fíknsjúkdómnum. Við sögðumst ætla að endurheimta efnahagslegan stöðugleika og hætta að reka ríkið á yfirdrætti, enda er það forsenda þess að verðbólga og vextir fari niður. Á fyrsta ári ríkisstjórnar höfum við lögfest stöðugleikareglu, lækkað ríkisskuldir um 7,5% af vergri landsframleiðslu, ráðist í allsherjartiltekt í ríkisrekstri með markvissri forgangsröðun fjármuna og sameiningu stofnana og samþykkt fjármálaáætlun þar sem við náum niður hallarekstri hraðar en fyrri ríkisstjórn ætlaði sér. Á næsta ári verða þannig lögð fram fyrstu hallalausu fjárlögin í tíu ár. Þetta þýðir að sókn ríkisstjórnarinnar í velferðarmálum er ekki á kostnað ábyrgra ríkisfjármála heldur þvert á móti: við tryggjum efnahagslegan stöðugleika um leið og við styrkjum velferðina, nákvæmlega eins og við sögðumst ætla að gera. Velferðarplanið er komið til framkvæmda og við vinnum áfram samkvæmt því, skref fyrir skref, á nýju ári. Höfundur er umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun