Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir, Telma Sigtryggsdóttir og Vilhjálmur Hjálmarsson skrifa 29. desember 2025 14:00 Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla. En það bar til um þessar mundir að ráðherra heilbrigðismála bar af sér reglugerðarbreytingu með nýrri málsgrein varðandi niðurgreiðslu lyfja: „Sjúkratryggingastofnuninni er heimilt að takmarka greiðsluþátttöku sjúkratrygginga í lyfjakostnaði einstaklings, sem hefur verið samþykkt skv. 2. tölul. 2. mgr. 66. gr. lyfjalaga, við ákveðna skammtastærð sem fer umfram ráðlagðan hámarksskammt samkvæmt markaðsleyfi lyfsins hér á landi.“ (reglugerð nr. 1143/2019, 6. gr.) Í sjálfu sér er ekkert óeðlilegt við að takmarka greiðsluþátttöku við einhverja skammtastærð umfram það sem kallað er „ráðlagður hámarksskammtur.“ Hér er þó lykilatrið að „ráðlagður hámarskskammtur“ er ekki læknisfræðilegt hugtak, heldur kemur til við þróun lyfs og síðar prófunum sem tengjast undirbúnings umsóknar um markaðsleyfi. Þar er m.a. litið til hvort mögulegar aukaverkanir, út frá tiltekinni skammtastærð, séu ástættanlegar. Enn og aftur er ekkert athugavert við það. Um leið er þó jafnframt vitað og viðurkennt að læknir með tilheyrandi sérþekkingu geti og megi ávísa hærri skammti, enda byggi sú ákvöðrun á reynslu og faglegu mati viðkomandi læknis. Með öðrum orðum, þá er ekkert athugavert við að læknir með sérþekkingu, ávísi hærri skammti en segir til um í markaðsleyfi sama lyfs. Ekki síst vegna þess að með tíð og tíma öðlast læknar reynslu af notkun lyfs og þá ekki síst út frá þekkingu á sínum skjólstæðingum. Þetta er kallað að ávísa lyfir utan ábendinga. Hvað ADHD lyf varðar er gott dæmi að finna í fyrri klínískum leiðbeiningum Embættis landlæknis varðandi Concerta, þar sem hámarksskammtur (samkvæmt markaðsleyfi) er réttilega sagður 72 mg, en um leið tekið fram að óhætt væri að miða við allt að 108 mg. Þegar svo klínískar leiðbeingar varðandi ADHD greiningu og meðferð voru endurskoðaðar fyrir skömmu var tekin ákvörðun um að tilgreina ekki undantekningar. Innan einhverja marka væri enda eðlilegt að læknir gæti ávísað stærri skammti en „ráðlagður dagskammtur“ segði til um, a.m.k. innan einhverrra marka. Fyrrnefnd breyting á reglugerð nr. 1143/2019, nánar tiltekið 6. gr. hennar, var birt í byrjun september sl. Fyrsta desember síðastliðinn tilkynnti SÍ að hér eftir yrði kostnaðarþátttaka vegna lyfja bundin við „ráðlagðan dagskammt.“ Hér þarf að ítreka tvennt: Ráðlagður dagskammtur er ekki læknisfræðilegt hugtak. Fyrrnefnd breyting á reglugeð er einungis tekur eingöngu fram að takmarka megi ákveðna skammtastærð sem fari umfram ráðlagðan hámarksskammt. Með öðrum orðum er viljandi ekki tiltekið hversu langt umfram „ráðlagðan dagskammt“ ræðir, enda væri slíkt algerlega ógerlegt í lögum og/eða reglugerð þar að lútandi sem eigi við um fjölda ólíkra lyfja. Látum vera að forstjóri Sjúkratrygginga Íslands (SÍ), hafi verið gerður afturreka með fyrrnefnda breytingu einfaldlega vegna þess að hann tilkynnti þetta án nokkurs fyrirvara. Mun meiru skiptir að hér er opinber stofnun í raun og sann að taka fram fyrir hendur lækna þegar kemur að meðhöndlun skjólstæðiðnga. Með ákvörðun sinni er forstjóri SÍ og starfsfólk stofnunarinnar að taka fram fyrir faglega ákvörðun lækna, með því að hengja sig í oftúllkun á orðalagi, enda segi ekki í uppfærðri reglugerð að kostnaðarþátttaka skuli takmarkast við „ráðlagðan dagskammt“. Með öðrum orðum er SÍ hér að grípa inn í lælknisfræðilega ráðgjöf um meðferð, án heimildar þar að lútandi. Undirrituð skora á heilbrigðisráðherra að stíga inn í málið af festu og dragi til baka reglugerðarbreytinguna, og að forstjóri SÍ birti nákvæman lista yfir þau lyf sem hér um ræðir og færi um leið rök fyrir hvað lyf og/eða lyfjaflokkar eru undanþegin. Þá telja undirrituð tilefni til að umboðsmaður Alþingis taki málið fyrir. Höfundar eru: Alma Ýr Ingólfsdóttir, formaður ÖBÍ réttindasamtaka.Telma Sigtryggsdóttir, formaður heilbrigðishóps ÖBÍ.Vilhjálmur Hjálmarsson, formaður ADHD samtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Sjúkratryggingar Mest lesið Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Sjá meira
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla. En það bar til um þessar mundir að ráðherra heilbrigðismála bar af sér reglugerðarbreytingu með nýrri málsgrein varðandi niðurgreiðslu lyfja: „Sjúkratryggingastofnuninni er heimilt að takmarka greiðsluþátttöku sjúkratrygginga í lyfjakostnaði einstaklings, sem hefur verið samþykkt skv. 2. tölul. 2. mgr. 66. gr. lyfjalaga, við ákveðna skammtastærð sem fer umfram ráðlagðan hámarksskammt samkvæmt markaðsleyfi lyfsins hér á landi.“ (reglugerð nr. 1143/2019, 6. gr.) Í sjálfu sér er ekkert óeðlilegt við að takmarka greiðsluþátttöku við einhverja skammtastærð umfram það sem kallað er „ráðlagður hámarksskammtur.“ Hér er þó lykilatrið að „ráðlagður hámarskskammtur“ er ekki læknisfræðilegt hugtak, heldur kemur til við þróun lyfs og síðar prófunum sem tengjast undirbúnings umsóknar um markaðsleyfi. Þar er m.a. litið til hvort mögulegar aukaverkanir, út frá tiltekinni skammtastærð, séu ástættanlegar. Enn og aftur er ekkert athugavert við það. Um leið er þó jafnframt vitað og viðurkennt að læknir með tilheyrandi sérþekkingu geti og megi ávísa hærri skammti, enda byggi sú ákvöðrun á reynslu og faglegu mati viðkomandi læknis. Með öðrum orðum, þá er ekkert athugavert við að læknir með sérþekkingu, ávísi hærri skammti en segir til um í markaðsleyfi sama lyfs. Ekki síst vegna þess að með tíð og tíma öðlast læknar reynslu af notkun lyfs og þá ekki síst út frá þekkingu á sínum skjólstæðingum. Þetta er kallað að ávísa lyfir utan ábendinga. Hvað ADHD lyf varðar er gott dæmi að finna í fyrri klínískum leiðbeiningum Embættis landlæknis varðandi Concerta, þar sem hámarksskammtur (samkvæmt markaðsleyfi) er réttilega sagður 72 mg, en um leið tekið fram að óhætt væri að miða við allt að 108 mg. Þegar svo klínískar leiðbeingar varðandi ADHD greiningu og meðferð voru endurskoðaðar fyrir skömmu var tekin ákvörðun um að tilgreina ekki undantekningar. Innan einhverja marka væri enda eðlilegt að læknir gæti ávísað stærri skammti en „ráðlagður dagskammtur“ segði til um, a.m.k. innan einhverrra marka. Fyrrnefnd breyting á reglugerð nr. 1143/2019, nánar tiltekið 6. gr. hennar, var birt í byrjun september sl. Fyrsta desember síðastliðinn tilkynnti SÍ að hér eftir yrði kostnaðarþátttaka vegna lyfja bundin við „ráðlagðan dagskammt.“ Hér þarf að ítreka tvennt: Ráðlagður dagskammtur er ekki læknisfræðilegt hugtak. Fyrrnefnd breyting á reglugeð er einungis tekur eingöngu fram að takmarka megi ákveðna skammtastærð sem fari umfram ráðlagðan hámarksskammt. Með öðrum orðum er viljandi ekki tiltekið hversu langt umfram „ráðlagðan dagskammt“ ræðir, enda væri slíkt algerlega ógerlegt í lögum og/eða reglugerð þar að lútandi sem eigi við um fjölda ólíkra lyfja. Látum vera að forstjóri Sjúkratrygginga Íslands (SÍ), hafi verið gerður afturreka með fyrrnefnda breytingu einfaldlega vegna þess að hann tilkynnti þetta án nokkurs fyrirvara. Mun meiru skiptir að hér er opinber stofnun í raun og sann að taka fram fyrir hendur lækna þegar kemur að meðhöndlun skjólstæðiðnga. Með ákvörðun sinni er forstjóri SÍ og starfsfólk stofnunarinnar að taka fram fyrir faglega ákvörðun lækna, með því að hengja sig í oftúllkun á orðalagi, enda segi ekki í uppfærðri reglugerð að kostnaðarþátttaka skuli takmarkast við „ráðlagðan dagskammt“. Með öðrum orðum er SÍ hér að grípa inn í lælknisfræðilega ráðgjöf um meðferð, án heimildar þar að lútandi. Undirrituð skora á heilbrigðisráðherra að stíga inn í málið af festu og dragi til baka reglugerðarbreytinguna, og að forstjóri SÍ birti nákvæman lista yfir þau lyf sem hér um ræðir og færi um leið rök fyrir hvað lyf og/eða lyfjaflokkar eru undanþegin. Þá telja undirrituð tilefni til að umboðsmaður Alþingis taki málið fyrir. Höfundar eru: Alma Ýr Ingólfsdóttir, formaður ÖBÍ réttindasamtaka.Telma Sigtryggsdóttir, formaður heilbrigðishóps ÖBÍ.Vilhjálmur Hjálmarsson, formaður ADHD samtakanna.
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar