Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Kolbeinn Tumi Daðason og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 29. desember 2025 12:26 Inga Sæland er með aðeins tíu prósent sjón en lætur það ekki stöðva sig í stjórnmálunum. Þessa stundina er hún með þrjá ráðherrahatta vegna veikinda og fæðingarorlofs. Vísir/Lýður Valberg Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra sem er þessa dagana með þrjá ráðherrahatta á höfði sínu segir ekki von á breytingum í ráðherraskipan Flokks fólksins á næstunni. Hjartaaðgerð Guðmundar Inga Kristinssonar mennta- og barnamálaráðherra hafi gengið vel. Boðað hefur verið til árlega áramótsfundar ríkisráðs á Bessastöðum á morgun. Fundurinn hefur fengið ýmsa til að velta því upp hvort von sé á ráðherraskiptum í ríkisstjórn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins. Ástæðan er sú að Guðmundur Ingi Kristinsson gekkst á dögunum undir opna hjartaaðgerð og viðbúið að endurhæfing eftir slíka aðgerð muni taka nokkurn tíma. Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra tók við stjórnartaumunum í mennta- og barnamálaráðuneytinu þegar Guðmundur Ingi hvarf frá. En hann var ekki lengi við völd þar því hann fór fljótlega í fæðingarorlof og dvelur í Noregi með konu sinni sem á von á sér í upphafi nýs árs. Inga Sæland formaður flokksins og félags- og húsnæðismálaráðherra er því þrefaldur ráðherra og hefur verið undanfarna rúma viku. Félags- og húsnæðismálaráðherra, innviðaráðherra og mennta- og barnamálaráðherra. Hún segir tímasetninguna ágæta að fjarveruna beri upp um jóla og áramót. Hún beri hattana til að tryggja að ekki verði rof í stjórnsýslunni. „Eins og þið sjáið þá er það heppilegt, það lendir um bæði jól og áramót þar sem bæði þingið er ekki að störfum og lítið um að vera í ráðueytum fyrir utan það að öll mál ráðuneytanna eru í góðum farvegi. Þannig að ég í rauninni þarf bara að fylgja því eftir sem þegar hefur verið gert, að því verður framhaldið og vera þá talsmaður og málsvari fyrir ráðherrana sem eru ekki við látnir akkurat núna.“ Ekki séu neinar fyrirséðar breytingar á ráðherraliðinu í kortunum. „Guðmundur Ingi var að koma úr hjartaaðgerð. Það verður að koma í ljós hve langan tíma Guðmundur Ingi þarf til að ná sér að fullu. Aðgerðin gekk vel,“ segir Inga. Ekki sé von á ráðherraskiptum á ríkisráðsfundi á morgun. „Engin sem ég veit um,“ segir Inga. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Fleiri fréttir Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Sjá meira
Boðað hefur verið til árlega áramótsfundar ríkisráðs á Bessastöðum á morgun. Fundurinn hefur fengið ýmsa til að velta því upp hvort von sé á ráðherraskiptum í ríkisstjórn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins. Ástæðan er sú að Guðmundur Ingi Kristinsson gekkst á dögunum undir opna hjartaaðgerð og viðbúið að endurhæfing eftir slíka aðgerð muni taka nokkurn tíma. Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra tók við stjórnartaumunum í mennta- og barnamálaráðuneytinu þegar Guðmundur Ingi hvarf frá. En hann var ekki lengi við völd þar því hann fór fljótlega í fæðingarorlof og dvelur í Noregi með konu sinni sem á von á sér í upphafi nýs árs. Inga Sæland formaður flokksins og félags- og húsnæðismálaráðherra er því þrefaldur ráðherra og hefur verið undanfarna rúma viku. Félags- og húsnæðismálaráðherra, innviðaráðherra og mennta- og barnamálaráðherra. Hún segir tímasetninguna ágæta að fjarveruna beri upp um jóla og áramót. Hún beri hattana til að tryggja að ekki verði rof í stjórnsýslunni. „Eins og þið sjáið þá er það heppilegt, það lendir um bæði jól og áramót þar sem bæði þingið er ekki að störfum og lítið um að vera í ráðueytum fyrir utan það að öll mál ráðuneytanna eru í góðum farvegi. Þannig að ég í rauninni þarf bara að fylgja því eftir sem þegar hefur verið gert, að því verður framhaldið og vera þá talsmaður og málsvari fyrir ráðherrana sem eru ekki við látnir akkurat núna.“ Ekki séu neinar fyrirséðar breytingar á ráðherraliðinu í kortunum. „Guðmundur Ingi var að koma úr hjartaaðgerð. Það verður að koma í ljós hve langan tíma Guðmundur Ingi þarf til að ná sér að fullu. Aðgerðin gekk vel,“ segir Inga. Ekki sé von á ráðherraskiptum á ríkisráðsfundi á morgun. „Engin sem ég veit um,“ segir Inga.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Fleiri fréttir Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Sjá meira