Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 28. desember 2025 20:19 Katrín Björk er naglafræðingur og hefur einnig haslað sér völl á samfélagsmiðlinum Youtube. Bylgjan Katrín Björk Birgisdóttir ræddi háleit markmið sín í Íslandi í dag fyrr á árinu en meðal þeirra var að greiða tíu milljónir króna inn á húsnæðislánið fyrir áramót, ekki kaupa ný föt og lesa bók. Þótt það hafi gengið misvel að ná öllum markmiðunum er hún farin að huga að næsta ári. Fréttastofa náði tali af Katrínu Björk, nú þegar árið er senn á enda, til að athuga hvernig hefði gengið með markmiðin. „Það var ekki allt sem tókst, við náðum til dæmis ekki að borga tíu milljónir af húsinu,“ segir Katrín Björk. „Það hjálpaði samt að hafa þetta markmið, við náðum því ekki alveg en þetta voru nokkrar milljónir sem fóru inn á höfuðstólinn.“ Þrátt fyrir að hafa ekki náð háleitasta markmiði sínu gat Katrín þulið upp fjölda markmiða sem hún náði á árinu. Þar á meðal var að lesa heila bók, laga ýmislegt á heimilinu, heimsækja nýjan áfangastað og kaupa einungis notuð föt. „Mér fannst geggjað að kaupa einungis notuð föt, það var miklu auðveldara en ég hélt,“ segir hún. Hugar að næsta ári Í gærkvöldi settist Katrín Björk niður með makanum sínum og lögðu þau á ráðin um hver markmið komandi árs yrðu. Hún segist ætla að setja sér aftur markmið um að leggja inn á höfuðstól húsnæðislánsins, en ef til vill verður upphæðin ekki eins há og nú. „Maður verður að hafa þau svo þetta ýti í mann.“ Hún mælir með því fyrir alla þá sem ætla að setja sér álíka markmið að skrifa þau á blað og hafa þau sýnileg á fjölförnum stað á heimili fólks. Markmiðin þurfi líka að vera alls konar og mismunandi erfið þar sem það felist ákveðin hvatning í því að ná markmiðunum sínum. Klárar loks snyrtivörurnar Katrín Björk heldur úti YouTube-rás undir nafninu Kate Wiium þar sem hún deilir alls kyns sparnaðarráðum og tillögum um hvernig eigi að lifa minimalískan lífsstíl. Meðal markmiða Katrínar var akkúrat að birta tíu myndbönd á YoTtube á árinu, sem hún náði. Hún er einnig með stór markmið varðandi YouTube-rásina á komandi ári og tengir hana við annað markmið, sem er að kaupa engar snyrtivörur á árinu. Á rásinni birtir hún myndbönd þar sem hún tekur þátt í nýjustu tískunni, verkefni sem kallast Project pan og snýst um að klára allar snyrtivörur áður en fest eru kaup á nýjum. „Maður fær alls konar gjafir og svo safnast þetta saman. Ég er til dæmis eina konan á heimilinu svo ég er rosalega lengi að klára sjampó og hárnæringu. Ef maður er kominn með samansafn af gjöfum á maður snyrtivörur sem endast í næstum fimm ár,“ segir hún. Katrín Björk ætlar því ekki að kaupa neinar snyrtivörur á næsta ári heldur einungis nýta þær sem hún á nú þegar. Að hennar mati er minni neysla að verða vinsæl, í stað endalausrar kauphyggju séu margir sem taka þátt í Project pan. „Í byrjun árs þegar ég nefndi þetta vissi enginn hvað þetta væri og það var allt um að kaupa og prófa nýjar vörur. Núna er allt á samfélagsmiðlum eins og TikTok morandi í vanneyslu og Project pan, það er mjög vinsælt.“ Fjármál heimilisins Áramót Mest lesið „Ég er óléttur“ Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Gert til að efla hvatberana og frumurnar Lífið Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Fréttastofa náði tali af Katrínu Björk, nú þegar árið er senn á enda, til að athuga hvernig hefði gengið með markmiðin. „Það var ekki allt sem tókst, við náðum til dæmis ekki að borga tíu milljónir af húsinu,“ segir Katrín Björk. „Það hjálpaði samt að hafa þetta markmið, við náðum því ekki alveg en þetta voru nokkrar milljónir sem fóru inn á höfuðstólinn.“ Þrátt fyrir að hafa ekki náð háleitasta markmiði sínu gat Katrín þulið upp fjölda markmiða sem hún náði á árinu. Þar á meðal var að lesa heila bók, laga ýmislegt á heimilinu, heimsækja nýjan áfangastað og kaupa einungis notuð föt. „Mér fannst geggjað að kaupa einungis notuð föt, það var miklu auðveldara en ég hélt,“ segir hún. Hugar að næsta ári Í gærkvöldi settist Katrín Björk niður með makanum sínum og lögðu þau á ráðin um hver markmið komandi árs yrðu. Hún segist ætla að setja sér aftur markmið um að leggja inn á höfuðstól húsnæðislánsins, en ef til vill verður upphæðin ekki eins há og nú. „Maður verður að hafa þau svo þetta ýti í mann.“ Hún mælir með því fyrir alla þá sem ætla að setja sér álíka markmið að skrifa þau á blað og hafa þau sýnileg á fjölförnum stað á heimili fólks. Markmiðin þurfi líka að vera alls konar og mismunandi erfið þar sem það felist ákveðin hvatning í því að ná markmiðunum sínum. Klárar loks snyrtivörurnar Katrín Björk heldur úti YouTube-rás undir nafninu Kate Wiium þar sem hún deilir alls kyns sparnaðarráðum og tillögum um hvernig eigi að lifa minimalískan lífsstíl. Meðal markmiða Katrínar var akkúrat að birta tíu myndbönd á YoTtube á árinu, sem hún náði. Hún er einnig með stór markmið varðandi YouTube-rásina á komandi ári og tengir hana við annað markmið, sem er að kaupa engar snyrtivörur á árinu. Á rásinni birtir hún myndbönd þar sem hún tekur þátt í nýjustu tískunni, verkefni sem kallast Project pan og snýst um að klára allar snyrtivörur áður en fest eru kaup á nýjum. „Maður fær alls konar gjafir og svo safnast þetta saman. Ég er til dæmis eina konan á heimilinu svo ég er rosalega lengi að klára sjampó og hárnæringu. Ef maður er kominn með samansafn af gjöfum á maður snyrtivörur sem endast í næstum fimm ár,“ segir hún. Katrín Björk ætlar því ekki að kaupa neinar snyrtivörur á næsta ári heldur einungis nýta þær sem hún á nú þegar. Að hennar mati er minni neysla að verða vinsæl, í stað endalausrar kauphyggju séu margir sem taka þátt í Project pan. „Í byrjun árs þegar ég nefndi þetta vissi enginn hvað þetta væri og það var allt um að kaupa og prófa nýjar vörur. Núna er allt á samfélagsmiðlum eins og TikTok morandi í vanneyslu og Project pan, það er mjög vinsælt.“
Fjármál heimilisins Áramót Mest lesið „Ég er óléttur“ Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Gert til að efla hvatberana og frumurnar Lífið Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“