Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 25. desember 2025 14:30 Konan var á leiðinni í Bónus í Lóuhólum. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið dæmdur í þrjátíu daga skilorðisbundið fangelsi fyrir að bakka bíl sínum á konu. Hann þarf einnig að greiða konunni þrjá og hálfa milljón króna en hún þurfti að liggja á sjúkrahúsi í marga mánuði eftir atvikið. Þann 15. mars 2024 fékk lögreglan tilkynningu um að ekið hefði verið yfir konu í Lóuhólum í Breiðholti. Er hana bar að garði var konan enn undir bílnum en hún var síðan flutt á sjúkrahús. Vitni gaf sig fram við lögreglu og sagði ökumanninn hafa bakkað þvert yfir bílastæðið og hafnað á konunni, sem barði ítrekað í afturrúðu bílsins. Hún datt síðan og fóru tvö afturdekk bílsins yfir hana. Að sögn vitnisins stoppaði ökumaðurinn ekki fyrr en honum var gert vart við að eitthvað væri ekki með felldu. Ökumaðurinn sagði hins vegar að hann hefði litið í baksýnisspeglana og ekki ekið hratt, einungis um tíu kílómetra á klukkustund. Síðan hafi hann heyrt dynk og stöðvað bílinn samstundis. Í kjölfarið var konan flutt á sjúkrahús og endaði með að þurfa að liggja inni á sjúkrahúsi í fimm mánuði. Hún var með fjórtán brotin rifbein, missti málið í þrjá mánuði, missti heyrn, fór tvisvar sinnum í hjartastopp og gat ekki gengið fyrr en hún komst í endurhæfingarmeðferð á Grensás. Ók tvo metra með konuna undir bílnum Fyrir dómi höfðu ökumaðurinn og vitnið sömu sögu að segja. Ökumaðurinn neitaði sök og taldi ekki hafa sýnt af sér gáleysi við aksturinn. Vitnið taldi hins vegar að maðurinn hefði ekki fylgst nægilega vel með og eftir að konan lenti undir bílnum hafi hann keyrt áfram tvo metra áður en hann stöðvaði bílinn. Fyrir dómi sagðist konan ekki muna eftir atburðarásinni og sagði að allt hafi liðið mjög hratt. Hún hafi orðið undir bílnum og svo var hún allt í einu komin upp á sjúkrahús. Fyrir lá upptaka af atburðinum en hún fraus í nokkrar sekúndur en akkúrat þá keyrði maðurinn yfir konuna. Dómurinn var með framburð allra til hliðsjónar en töldu að þegar litið væri heildstætt á atvikið með hliðsjón af aðstæðum á vettvangi að ökumaðurinn hafi sýnt af sér gáleysi. Hann hafi ekki gætt nægilega að sér og stoppaði ekki bílinn þegar hann heyrði dynkinn þegar hann bakkaði á konuna. Konan krafðist fimm milljóna en taldi dómurinn að hæfileg upphæð miskabóta væru 3,5 milljónir króna. Hann þarf einnig að greiða laun verjanda síns og skipaðs réttargæslumanns konunnar. Þá var hann dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi. Dómsmál Reykjavík Umferðaröryggi Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Fleiri fréttir Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Sjá meira
Þann 15. mars 2024 fékk lögreglan tilkynningu um að ekið hefði verið yfir konu í Lóuhólum í Breiðholti. Er hana bar að garði var konan enn undir bílnum en hún var síðan flutt á sjúkrahús. Vitni gaf sig fram við lögreglu og sagði ökumanninn hafa bakkað þvert yfir bílastæðið og hafnað á konunni, sem barði ítrekað í afturrúðu bílsins. Hún datt síðan og fóru tvö afturdekk bílsins yfir hana. Að sögn vitnisins stoppaði ökumaðurinn ekki fyrr en honum var gert vart við að eitthvað væri ekki með felldu. Ökumaðurinn sagði hins vegar að hann hefði litið í baksýnisspeglana og ekki ekið hratt, einungis um tíu kílómetra á klukkustund. Síðan hafi hann heyrt dynk og stöðvað bílinn samstundis. Í kjölfarið var konan flutt á sjúkrahús og endaði með að þurfa að liggja inni á sjúkrahúsi í fimm mánuði. Hún var með fjórtán brotin rifbein, missti málið í þrjá mánuði, missti heyrn, fór tvisvar sinnum í hjartastopp og gat ekki gengið fyrr en hún komst í endurhæfingarmeðferð á Grensás. Ók tvo metra með konuna undir bílnum Fyrir dómi höfðu ökumaðurinn og vitnið sömu sögu að segja. Ökumaðurinn neitaði sök og taldi ekki hafa sýnt af sér gáleysi við aksturinn. Vitnið taldi hins vegar að maðurinn hefði ekki fylgst nægilega vel með og eftir að konan lenti undir bílnum hafi hann keyrt áfram tvo metra áður en hann stöðvaði bílinn. Fyrir dómi sagðist konan ekki muna eftir atburðarásinni og sagði að allt hafi liðið mjög hratt. Hún hafi orðið undir bílnum og svo var hún allt í einu komin upp á sjúkrahús. Fyrir lá upptaka af atburðinum en hún fraus í nokkrar sekúndur en akkúrat þá keyrði maðurinn yfir konuna. Dómurinn var með framburð allra til hliðsjónar en töldu að þegar litið væri heildstætt á atvikið með hliðsjón af aðstæðum á vettvangi að ökumaðurinn hafi sýnt af sér gáleysi. Hann hafi ekki gætt nægilega að sér og stoppaði ekki bílinn þegar hann heyrði dynkinn þegar hann bakkaði á konuna. Konan krafðist fimm milljóna en taldi dómurinn að hæfileg upphæð miskabóta væru 3,5 milljónir króna. Hann þarf einnig að greiða laun verjanda síns og skipaðs réttargæslumanns konunnar. Þá var hann dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi.
Dómsmál Reykjavík Umferðaröryggi Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Fleiri fréttir Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Sjá meira