Innlent

Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Mýrarkirkja er í norðanverðum Dýrafirði.
Mýrarkirkja er í norðanverðum Dýrafirði. Þjóðkirkjan

Engin guðþjónusta verður í boði í Mýrarkirkju í dag vegna rafmagnsleysis í Dýrafirði. Presturinn segist ætla að nýta tækifærið og vera heima með börnunum á jóladag.

Geðhamralína, sem liggur um norðanverðan Dýrafjörð, bilaði í nótt og er því ekkert rafmagn þar. Samkvæmt upplýsingum frá Orkubúi Vestfjarða er enn unnið að bilanagreiningu. 

Til stóð að halda jólamessu í Mýrarkirkju en vegna rafmagnsleysisins þurfti að aflýsa messunni.

„Kirkjan er orðin ísköld, það er ekkert ljós og ekki hægt að kveikja á neinu hljóðfæri,“ segir Hildur Inga Rúnarsdóttir, prestur í Mýrarkirkju.

Hún var létt í bragði þegar fréttastofa náði af henni tali og segir það heldur óvænt að hún sé heima í rólegheitum á jóladag. Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem aflýsa þarf messuhaldi.

„Við höfum þurft að fella niður vegna verðus og færðar. En núna var auð jörð og við vorum nokkuð örugg en þá kemur þetta up,“ segir hún.

Jóladagsmessur verða einnig í boði á Ísafirði og í Bolungarvík en Hildur Inga hyggst fara til Súðavíkur á morgun og sækja messuhald þar.

„Ég hugsa að ég noti tækifærið til að vera heima með börnunum á jóladag.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×