Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. desember 2025 08:30 Björgvin Karl Guðmundsson gat ekki annað en brosað þegar hann sá strákana í stúkunni. @ricording__ Íslenski CrossFit-kappinn Björgvin Karl Guðmundsson var meðal keppenda um helgina á lokamóti World Fitness-mótaraðarinnar. Lokamótið, WFP-Finals, fór fram í Kaupmannahöfn og var um fjögurra daga keppni að ræða, frá fimmtudegi til sunnudags. Svo vel heppnaðist allt saman að það er þegar búið að staðfesta að lokamótið verður á sama stað að ári. Björgvin Karl var eini fulltrúi Íslands á mótinu og endaði í átjánda sæti keppninnar en alls voru keppendurnir þrjátíu. Björgvin sýndi styrk með því að hækka sig um eitt sæti á lokadeginum. Hann tryggði sér áframhaldandi veru á World Fitness-mótaröðinni með því að vera einn af tuttugu efstu. Bandaríkjamaðurinn James Sprague vann mótið og landi hans Dallin Pepper varð annar. Þriðji varð síðan Ástralinn Ricky Garard. Þótt Björgvin hafi verið eini íslenski keppandinn á mótinu þá átti hann frábæran stuðningshóp í stúkunni. View this post on Instagram A post shared by Ricording (@ricording__) Mögulega var um að ræða nokkra hressa stráka úr CrossFit Reykjavík þar sem Björgvin Karl ræður ríkjum og má leiða líkum að því að hann sé að gefa þessum efnilegu drengjum góð ráð enda fáir með meiri reynslu af CrossFit-íþróttinni en einmitt Björgvin Karl. Klappstýruhópur Björgvins Karls sló líka í gegn með því að skapa alvöru stemmningu við að hvetja sinn mann áfram. Þeir létu vetrarveðrið heldur ekki trufla sig mikið og voru berir að ofan í stúkunni. Þrír þeirra voru líka merktir upphafsstöðum Björgvins, BKG, en Stokkseyringurinn er einmitt þekktur undir því nafni í CrossFit-heiminum. Auðveldara að segja BKG en Björgvin Karl fyrir útlendingana og það festist síðan við besta íslenska CrossFit-manninn sem var fastamaður á heimsleikunum í ellefu ár. View this post on Instagram A post shared by Jón Jónsson (@jonssonmotion) CrossFit Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Sjá meira
Lokamótið, WFP-Finals, fór fram í Kaupmannahöfn og var um fjögurra daga keppni að ræða, frá fimmtudegi til sunnudags. Svo vel heppnaðist allt saman að það er þegar búið að staðfesta að lokamótið verður á sama stað að ári. Björgvin Karl var eini fulltrúi Íslands á mótinu og endaði í átjánda sæti keppninnar en alls voru keppendurnir þrjátíu. Björgvin sýndi styrk með því að hækka sig um eitt sæti á lokadeginum. Hann tryggði sér áframhaldandi veru á World Fitness-mótaröðinni með því að vera einn af tuttugu efstu. Bandaríkjamaðurinn James Sprague vann mótið og landi hans Dallin Pepper varð annar. Þriðji varð síðan Ástralinn Ricky Garard. Þótt Björgvin hafi verið eini íslenski keppandinn á mótinu þá átti hann frábæran stuðningshóp í stúkunni. View this post on Instagram A post shared by Ricording (@ricording__) Mögulega var um að ræða nokkra hressa stráka úr CrossFit Reykjavík þar sem Björgvin Karl ræður ríkjum og má leiða líkum að því að hann sé að gefa þessum efnilegu drengjum góð ráð enda fáir með meiri reynslu af CrossFit-íþróttinni en einmitt Björgvin Karl. Klappstýruhópur Björgvins Karls sló líka í gegn með því að skapa alvöru stemmningu við að hvetja sinn mann áfram. Þeir létu vetrarveðrið heldur ekki trufla sig mikið og voru berir að ofan í stúkunni. Þrír þeirra voru líka merktir upphafsstöðum Björgvins, BKG, en Stokkseyringurinn er einmitt þekktur undir því nafni í CrossFit-heiminum. Auðveldara að segja BKG en Björgvin Karl fyrir útlendingana og það festist síðan við besta íslenska CrossFit-manninn sem var fastamaður á heimsleikunum í ellefu ár. View this post on Instagram A post shared by Jón Jónsson (@jonssonmotion)
CrossFit Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Sjá meira