Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar 21. desember 2025 08:31 Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur, sem reyndar á árs afmæli í dag, er meðal áhersluatriða að fjármagna meðferðarúrræði vegna fíknivanda. Í heilbrigðisráðuneytinu hefur á árinu verið unnið með margvíslegum hætti að málefnum sem tengjast fíknivanda. Sérfræðingum heilbrigðisráðuneytis og Sjúkratrygginga sem og öllum samstarfsaðilum eru færðar þakkir fyrir frábært starf og samstarf á árinu. Tímamóta samningur við SÁÁ Á föstudag urðu gleðileg tímamót þegar Sjúkratryggingar Íslands og SÁÁ skrifuðu undir heildarsamning um þjónustu vegna fíknivanda til fjögurra ára. Fjárhagsrammi samningsins er nú rúmlega tveir milljarðar á ári sem er aukning upp á 500 milljónir frá fyrri samningum. Samningurinn leggur aukna áherslu á hvata sem tengjast árangri og afköstum, auk þess sem gæðaviðmið eru skilgreind með skýrari hætti. Áhersla er kostnaðargreiningar og skilvirka nýtingu fjármuna. Það er sérstakt ánægjuefni að samningurinn kveði á um aukinn stuðning við börn fíknisjúklinga og fjölskyldur þeirra, meðal annars með sálfræðiþjónustu og fræðslu en slíkt er mikilvæg forvörn. Þá er löngu tímabært að ríkið gefi sig að meðferð við spilafíkn. Önnur úrræði Einstaklingar með vímuefnavanda sækja að mestum hluta meðferð og/eða endurhæfingu til SÁÁ, Hlaðgerðarkots á vegum Samhjálpar, Meðferðarheimilisins Krýsuvíkur og meðferðareiningar fíknisjúkdóma á Landspítala. Undanfarin ár hafa þau félagasamtök sem sinna áfengis- og vímuefnameðferðum ítrekað bent á að fjármagn sem þeim er ætlað samkvæmt fjárlögum hvers árs dugi ekki til að standa undir sífellt aukinni þjónustuþörf. Við þessu hefur nú verið brugðist og aukið verulega á fjármagn til málaflokksins. Heildarfjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar nemur nú rúmum 3,2 milljörðum króna á ári sem er aukning upp á 850 milljónir. Í sumar var veitt um 350 milljóna króna viðbótarframlagi af fjáraukalögum til að styrkja fyrirliggjandi úrræði. Þá hefur verið stutt við starf Ylju neyslurýmis, Matthildar skaðaminnkunar og nýsköpunarverkefnið Prescriby fékk áfram styrk til að þróa þjónustu til niðurtröppunar ópíóíða. Í liðinni viku var undirritaður samningur við Rauða krossinn um framlengdan og breyttan samning um skaðaminnkandi þjónustu Frú Ragnheiðar sem um árabil hefur sinnt skaðaminnkandi þjónustu við einstaklinga sem nota vímuefni. Markmiðið er að koma í veg fyrir ótímabær dauðsföll og óafturkræfan skaða sem og að auka lífsgæði og bæta heilsufar einstaklinga sem nota vímuefni. Heildræn stefna í vímuefnamálum væntanleg Í heilbrigðisráðuneytinu er unnið að heildarstefnu fyrir áfengis- og vímuvarnir og hillir undir lok þeirrar vinnu. Stefnan mun taka til forvarna, meðferðar, eftirfylgni, endurhæfingar og lagaumhverfis og taka mið af mismunandi þörfum ólíkra hópa. Þá skilaði annar hópur drögum að stefnu og aðgerðaráætlun stjórnvalda í skaðaminnkun fyrr á þessu ári og er vinna samkvæmt henni þegar hafin. Þessar tvær stefnur og aðgerðaráætlanir munu saman mynda heildræna stefnu í vímuefnamálum þar sem byggt verður á aðgengi að viðeigandi þjónustu, mannréttindum, mannúð og inngildingu en meginviðfangsefni stefnanna eru á sviði forvarna, snemmtækra inngripa, fjölbreyttra meðferða, endurhæfingar og skaðaminnkunar. Á árinu var skipaður stýrihópur með fulltrúum stofnana og félagasamtaka sem sinna áfengis- og vímuefnameðferð til að efla samskipti og samhæfingu milli þjónustuveitenda og stuðla að tímanlegri og skilvirkri þjónustu fyrir notendur. Á vorþingi var lögum breytt þannig að neyslurými geti nýst fleiri notendum. Þá gerði Heilbrigðisráðuneytið samning við Háskólann á Akureyri til undirbúnings náms í áfengis- og vímuefnameðferð. Loks skal nefnt að á vegum mennta- og barnamálaráðuneytis, sem fer með málefni barna með fíknivanda, fer nú fram markviss skoðun og uppbygging þess málaflokks í samvinnu við heilbrigðisráðuneytið. Fjármagn aukið um 850 milljónir Til að árangur náist er lykilatriði að fjármagn fylgi metnaðarfullum stefnum, aðgerðaráætlunum og áformum. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar var, eins og fyrr sagði, lögð sérstök áhersla á að fjármagna meðferðarúrræði við fíknivanda en sú áhersla endurspeglast í þessum verulega auknu fjárframlögum til málaflokksins, fyrst í fjáraukalögum og svo í fjárlögum. Svona vinnum við í ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur, setjum okkur markmið, forgangsröðum, vinnum að raunhæfum lausnum, fjármögnum þær og látum verkin tala. Höfundur er heilbrigðisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma D. Möller Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Áfengi Fíkn Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur, sem reyndar á árs afmæli í dag, er meðal áhersluatriða að fjármagna meðferðarúrræði vegna fíknivanda. Í heilbrigðisráðuneytinu hefur á árinu verið unnið með margvíslegum hætti að málefnum sem tengjast fíknivanda. Sérfræðingum heilbrigðisráðuneytis og Sjúkratrygginga sem og öllum samstarfsaðilum eru færðar þakkir fyrir frábært starf og samstarf á árinu. Tímamóta samningur við SÁÁ Á föstudag urðu gleðileg tímamót þegar Sjúkratryggingar Íslands og SÁÁ skrifuðu undir heildarsamning um þjónustu vegna fíknivanda til fjögurra ára. Fjárhagsrammi samningsins er nú rúmlega tveir milljarðar á ári sem er aukning upp á 500 milljónir frá fyrri samningum. Samningurinn leggur aukna áherslu á hvata sem tengjast árangri og afköstum, auk þess sem gæðaviðmið eru skilgreind með skýrari hætti. Áhersla er kostnaðargreiningar og skilvirka nýtingu fjármuna. Það er sérstakt ánægjuefni að samningurinn kveði á um aukinn stuðning við börn fíknisjúklinga og fjölskyldur þeirra, meðal annars með sálfræðiþjónustu og fræðslu en slíkt er mikilvæg forvörn. Þá er löngu tímabært að ríkið gefi sig að meðferð við spilafíkn. Önnur úrræði Einstaklingar með vímuefnavanda sækja að mestum hluta meðferð og/eða endurhæfingu til SÁÁ, Hlaðgerðarkots á vegum Samhjálpar, Meðferðarheimilisins Krýsuvíkur og meðferðareiningar fíknisjúkdóma á Landspítala. Undanfarin ár hafa þau félagasamtök sem sinna áfengis- og vímuefnameðferðum ítrekað bent á að fjármagn sem þeim er ætlað samkvæmt fjárlögum hvers árs dugi ekki til að standa undir sífellt aukinni þjónustuþörf. Við þessu hefur nú verið brugðist og aukið verulega á fjármagn til málaflokksins. Heildarfjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar nemur nú rúmum 3,2 milljörðum króna á ári sem er aukning upp á 850 milljónir. Í sumar var veitt um 350 milljóna króna viðbótarframlagi af fjáraukalögum til að styrkja fyrirliggjandi úrræði. Þá hefur verið stutt við starf Ylju neyslurýmis, Matthildar skaðaminnkunar og nýsköpunarverkefnið Prescriby fékk áfram styrk til að þróa þjónustu til niðurtröppunar ópíóíða. Í liðinni viku var undirritaður samningur við Rauða krossinn um framlengdan og breyttan samning um skaðaminnkandi þjónustu Frú Ragnheiðar sem um árabil hefur sinnt skaðaminnkandi þjónustu við einstaklinga sem nota vímuefni. Markmiðið er að koma í veg fyrir ótímabær dauðsföll og óafturkræfan skaða sem og að auka lífsgæði og bæta heilsufar einstaklinga sem nota vímuefni. Heildræn stefna í vímuefnamálum væntanleg Í heilbrigðisráðuneytinu er unnið að heildarstefnu fyrir áfengis- og vímuvarnir og hillir undir lok þeirrar vinnu. Stefnan mun taka til forvarna, meðferðar, eftirfylgni, endurhæfingar og lagaumhverfis og taka mið af mismunandi þörfum ólíkra hópa. Þá skilaði annar hópur drögum að stefnu og aðgerðaráætlun stjórnvalda í skaðaminnkun fyrr á þessu ári og er vinna samkvæmt henni þegar hafin. Þessar tvær stefnur og aðgerðaráætlanir munu saman mynda heildræna stefnu í vímuefnamálum þar sem byggt verður á aðgengi að viðeigandi þjónustu, mannréttindum, mannúð og inngildingu en meginviðfangsefni stefnanna eru á sviði forvarna, snemmtækra inngripa, fjölbreyttra meðferða, endurhæfingar og skaðaminnkunar. Á árinu var skipaður stýrihópur með fulltrúum stofnana og félagasamtaka sem sinna áfengis- og vímuefnameðferð til að efla samskipti og samhæfingu milli þjónustuveitenda og stuðla að tímanlegri og skilvirkri þjónustu fyrir notendur. Á vorþingi var lögum breytt þannig að neyslurými geti nýst fleiri notendum. Þá gerði Heilbrigðisráðuneytið samning við Háskólann á Akureyri til undirbúnings náms í áfengis- og vímuefnameðferð. Loks skal nefnt að á vegum mennta- og barnamálaráðuneytis, sem fer með málefni barna með fíknivanda, fer nú fram markviss skoðun og uppbygging þess málaflokks í samvinnu við heilbrigðisráðuneytið. Fjármagn aukið um 850 milljónir Til að árangur náist er lykilatriði að fjármagn fylgi metnaðarfullum stefnum, aðgerðaráætlunum og áformum. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar var, eins og fyrr sagði, lögð sérstök áhersla á að fjármagna meðferðarúrræði við fíknivanda en sú áhersla endurspeglast í þessum verulega auknu fjárframlögum til málaflokksins, fyrst í fjáraukalögum og svo í fjárlögum. Svona vinnum við í ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur, setjum okkur markmið, forgangsröðum, vinnum að raunhæfum lausnum, fjármögnum þær og látum verkin tala. Höfundur er heilbrigðisráðherra.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun