Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar 21. desember 2025 07:31 Ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins var mynduð á þessum degi fyrir réttu ári. Það var gleðidagur, eins og alltaf þegar sól fer hækkandi. Í þetta sinn eftir sögulegar kosningar þar sem þjóðin valdi nýtt upphaf. Það hefur verið heiður lífs míns að vinna í þjónustu þjóðar sem forsætisráðherra. Ég er þakklát fyrir traustið og stuðninginn á hverjum einasta degi. Og ég gleðst yfir árangri og verkgleði samráðherra minna og stjórnarráðsins alls á liðnu ári. Samstíga ríkisstjórn Við gerum okkar besta fyrir fólkið í landinu og fyrir Ísland til framtíðar. Margt hefur gengið vel. Margt getum við gert betur og stundum lendum við í mótvindi. En við hétum því að vera samstíga ríkisstjórn og það hefur gefist vel – bæði í sigri og þraut. Á milli okkar Þorgerðar og Ingu ríkir sérstakt traust og vinátta. Og það er full málefnaleg samstaða á milli stjórnarflokka um stefnuyfirlýsinguna skorinortu sem við skrifuðum undir í Hafnarfirði fyrir ári. Þetta skiptir máli og er góðs viti fyrir framhaldið. Markverður árangur hefur þegar náðst við að framfylgja stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Það er vegna þess að við höfum tekið stórar ákvarðanir – stundum erfiðar ákvarðanir – og við höfum staðið þétt saman við að fylgja þeim eftir. Þannig vinnur verkstjórn og þannig vinnum við sigra. Gleðjumst þegar gengur vel Á fyrsta ári nýrrar ríkisstjórnar hafa vextir lækkað og verðbólga minnkað. Frá því að fyrri ríkisstjórn fór frá höfum við séð 5 vaxtalækkanir og minnstu verðbólgu frá árinu 2020. Með hressilegri tiltekt höfum við helmingað hallann í fjárlögum og lækkað ríkisskuldir um 7,5% af vergri landsframleiðslu. Allt á einu ári. Lægri vextir skila hátt í 60 þúsund krónum á hverjum mánuði í veski meðalheimilis með óverðtryggt íbúðalán. Með áframhaldandi stefnufestu munu vextir lækka enn frekar og þá mun atvinnulífið eiga þess kost að fá fjármagn til uppbyggingar á viðunandi kjörum. Á sama tíma pössum við upp á velferðina – byggjum hjúkrunarheimili, lögum vegi, göngum til verka í orkumálum, fjölgum íbúðum, tökum á útlendingamálum og hristum upp í kerfinu til að ríkið virki. Þá höfum við gert skurk í lagfæringum á kerfum sem eiga að tryggja fólki öruggar tekjur um ævina alla – með umbótum félags- og húsnæðismálaráðherra á kerfi almannatrygginga og fæðingarorlofi svo dæmi séu nefnd. En við vitum að betur má ef duga skal og frekari skref verða tekin í þessum efnum á kjörtímabilinu. Þetta eru nokkur dæmi um góðan árangur á liðnu ári en fleira mætti nefna. Hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt? Því er þó ekki að neita að skakkaföll hafa orðið í atvinnulífi á undanförnum misserum – til dæmis vegna bilunar í álveri, gjaldþrots í flugrekstri og samdráttar í veiðiheimildum. Þá höfum við þurft að sinna hagsmunagæslu fyrir Ísland af fullum þunga vegna ýmissa vendinga í alþjóðamálum. Það höfum við gert með órofa samstöðu gegn ríkjum sem ala á ófriði í okkar heimshluta en einnig í samskiptum við bandalagsríki okkar í Evrópusambandinu og í Atlantshafsbandalaginu, svo sem með einarðri baráttu gegn tollum og öðrum viðskiptahindrunum. Þar hefur reynsla og framganga utanríkisráðherra vegið þungt í þágu Íslands. Nokkuð hefur borið á úrtöluröddum sem nýta tækifærið við hverja þraut til að hvetja ríkisstjórnina til að hverfa af leið. Mjög hefur verið þrýst á stjórnarmeirihlutann að falla frá aðgerðum og erfiðum ákvörðunum sem eru til þess fallnar að laga afkomu ríkisins. En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt? Við megum ekki bogna þó á móti blási. Því að þá er hætt við að við glutrum niður góðum árangri við að ná aftur stjórn á stöðu efnahagsmála og hefja kraftmikla uppbyggingu um land allt. Áfram samstíga á nýju ári Þetta er gangur lífsins. Skemmst er að minnast ágjafar sem fyrri ríkisstjórn fékk í fangið og leysti vel á marga lund – þegar heimsfaraldur gekk yfir og jarðhræringar hófust í Grindavík. Stundum siglum við mótvind en þá er brýnt að hrekjast ekki af leið. Við erum lánsöm þjóð og mikils megnug. Gleðjumst þegar gengur vel. Skemmtum ekki skrattanum með sundurlyndi – heldur stöndum saman þegar reynir á og herðum okkur þar sem betur má fara. Þannig byggjum við Ísland. Ég hlakka til að vinna áfram með samstíga ríkisstjórn og Alþingi Íslendinga á nýju ári. Höfundur er forsætisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristrún Frostadóttir Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Flokkur fólksins Viðreisn Alþingi Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins var mynduð á þessum degi fyrir réttu ári. Það var gleðidagur, eins og alltaf þegar sól fer hækkandi. Í þetta sinn eftir sögulegar kosningar þar sem þjóðin valdi nýtt upphaf. Það hefur verið heiður lífs míns að vinna í þjónustu þjóðar sem forsætisráðherra. Ég er þakklát fyrir traustið og stuðninginn á hverjum einasta degi. Og ég gleðst yfir árangri og verkgleði samráðherra minna og stjórnarráðsins alls á liðnu ári. Samstíga ríkisstjórn Við gerum okkar besta fyrir fólkið í landinu og fyrir Ísland til framtíðar. Margt hefur gengið vel. Margt getum við gert betur og stundum lendum við í mótvindi. En við hétum því að vera samstíga ríkisstjórn og það hefur gefist vel – bæði í sigri og þraut. Á milli okkar Þorgerðar og Ingu ríkir sérstakt traust og vinátta. Og það er full málefnaleg samstaða á milli stjórnarflokka um stefnuyfirlýsinguna skorinortu sem við skrifuðum undir í Hafnarfirði fyrir ári. Þetta skiptir máli og er góðs viti fyrir framhaldið. Markverður árangur hefur þegar náðst við að framfylgja stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Það er vegna þess að við höfum tekið stórar ákvarðanir – stundum erfiðar ákvarðanir – og við höfum staðið þétt saman við að fylgja þeim eftir. Þannig vinnur verkstjórn og þannig vinnum við sigra. Gleðjumst þegar gengur vel Á fyrsta ári nýrrar ríkisstjórnar hafa vextir lækkað og verðbólga minnkað. Frá því að fyrri ríkisstjórn fór frá höfum við séð 5 vaxtalækkanir og minnstu verðbólgu frá árinu 2020. Með hressilegri tiltekt höfum við helmingað hallann í fjárlögum og lækkað ríkisskuldir um 7,5% af vergri landsframleiðslu. Allt á einu ári. Lægri vextir skila hátt í 60 þúsund krónum á hverjum mánuði í veski meðalheimilis með óverðtryggt íbúðalán. Með áframhaldandi stefnufestu munu vextir lækka enn frekar og þá mun atvinnulífið eiga þess kost að fá fjármagn til uppbyggingar á viðunandi kjörum. Á sama tíma pössum við upp á velferðina – byggjum hjúkrunarheimili, lögum vegi, göngum til verka í orkumálum, fjölgum íbúðum, tökum á útlendingamálum og hristum upp í kerfinu til að ríkið virki. Þá höfum við gert skurk í lagfæringum á kerfum sem eiga að tryggja fólki öruggar tekjur um ævina alla – með umbótum félags- og húsnæðismálaráðherra á kerfi almannatrygginga og fæðingarorlofi svo dæmi séu nefnd. En við vitum að betur má ef duga skal og frekari skref verða tekin í þessum efnum á kjörtímabilinu. Þetta eru nokkur dæmi um góðan árangur á liðnu ári en fleira mætti nefna. Hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt? Því er þó ekki að neita að skakkaföll hafa orðið í atvinnulífi á undanförnum misserum – til dæmis vegna bilunar í álveri, gjaldþrots í flugrekstri og samdráttar í veiðiheimildum. Þá höfum við þurft að sinna hagsmunagæslu fyrir Ísland af fullum þunga vegna ýmissa vendinga í alþjóðamálum. Það höfum við gert með órofa samstöðu gegn ríkjum sem ala á ófriði í okkar heimshluta en einnig í samskiptum við bandalagsríki okkar í Evrópusambandinu og í Atlantshafsbandalaginu, svo sem með einarðri baráttu gegn tollum og öðrum viðskiptahindrunum. Þar hefur reynsla og framganga utanríkisráðherra vegið þungt í þágu Íslands. Nokkuð hefur borið á úrtöluröddum sem nýta tækifærið við hverja þraut til að hvetja ríkisstjórnina til að hverfa af leið. Mjög hefur verið þrýst á stjórnarmeirihlutann að falla frá aðgerðum og erfiðum ákvörðunum sem eru til þess fallnar að laga afkomu ríkisins. En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt? Við megum ekki bogna þó á móti blási. Því að þá er hætt við að við glutrum niður góðum árangri við að ná aftur stjórn á stöðu efnahagsmála og hefja kraftmikla uppbyggingu um land allt. Áfram samstíga á nýju ári Þetta er gangur lífsins. Skemmst er að minnast ágjafar sem fyrri ríkisstjórn fékk í fangið og leysti vel á marga lund – þegar heimsfaraldur gekk yfir og jarðhræringar hófust í Grindavík. Stundum siglum við mótvind en þá er brýnt að hrekjast ekki af leið. Við erum lánsöm þjóð og mikils megnug. Gleðjumst þegar gengur vel. Skemmtum ekki skrattanum með sundurlyndi – heldur stöndum saman þegar reynir á og herðum okkur þar sem betur má fara. Þannig byggjum við Ísland. Ég hlakka til að vinna áfram með samstíga ríkisstjórn og Alþingi Íslendinga á nýju ári. Höfundur er forsætisráðherra.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun