Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir og Elín Oddný Sigurðardóttir skrifa 22. desember 2025 08:00 Íslenskir friðarsinnar hafa efnt til friðargöngu niður Laugaveginn á Þorláksmessu síðastliðin 45 ár en fyrsta gangan var á farin árið 1980. Árlega tekur fjöldi fólks sér hlé frá jólastressinu til að leggja sitt af mörkum og taka undir kröfuna um frið og afvopnun í heiminum og eiga sannkallaða friðarstund. Fyrstu þrjú árin stóðu Samtök herstöðvaandstæðinga fyrir Þorláksmessugöngum og voru þær helgaðar baráttunni gegn kjarnorkuvá og til að vekja athygli á hættunni á gjöreyðingarstríði. Snemma á níunda áratugnum voru stofnaðar margar friðarhreyfingar hér á landi og mynduðu þær saman Samstarfshóp friðarhreyfinga sem hefur skipulagt göngurnar æ síðan. Friðargöngur eru einnig árlega á sama tíma á Akureyri og Ísafirði. Frá upphafi var baráttan gegn kjarnorkuvopnum meðal annars á höfunum umhverfis Ísland mjög áberandi. Eftir fall Sovétríkjanna og lok Kalda stríðsins töldu margir að friðsamlegra yrði í heiminum en sú varð því miður ekki raunin. Kjarnorkuafvopnun stórveldanna gekk hægt og stríð brutust út víða meðal annars í Evrópu. Friðarsinnar fengu því ótal tilefni til að benda á og mótmæla stríðsátökum og drápum á óbreyttum borgurum víða um heim. Á Þorláksmessu 1990 var til dæmis lýst áhyggjum vegna innrásar Íraka í Kúveit og aukinnar hættu á styrjöld við Persaflóa sem braust út ári seinna. Á tíunda áratugnum voru stríðsátök í fyrrum Júgóslavíu fordæmd og heræfingum á Íslandi mótmælt. Þá var einnig vakin athygli á kjarnorkusprengingum Frakka, Indverja og Pakistana. Stríðunum í Afganistan og Írak í byrjun þessarar aldar var mótmælt og hvatt til þess að friðsamlegar lausnir yrðu fundnar. Á Þorláksmessu 2001 var því mótmælt að hryðjuverkamaðurinn Sharon stjórnaði Ísrael í skjóli Bandaríkjastjórnar. Ástandið í Palestínu gerði það að verkum að ekki væri lengur hægt að taka heilshugar undir jólasálminn “Bjart er yfir Betlehem”. Eins og allir vita átti ástandið í Palestínu eftir að versna enn meira og enda með þjóðarmorði Ísraelshers á íbúum Gaza. Málstaður friðar skiptir ekki síður máli í dag en fyrir fjörutíu og fimm árum þegar gangan var fyrst gengin. Stríðsátök geysa víða í heiminum og þjóðarmorð er framið í beinni útsendingu fjölmiðla. Óheyrilegum fjárhæðum er enn sóað í vígvæðingu og ekkert lát virðist vera á hernaðarátökum um allan heim. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hefur boðað stóraukin útgjöld til hernaðarmála, þvert gegn vilja íslensks almennings. Friðarsinnar benda á að friður verður aldrei tryggður með vopnum og aukin vígvæðing eykur aðeins hættuna á stríði. Við bendum á að friðsamlegar lausnir eru einu lausnirnar sem duga. Gengið verður á þremur stöðum þann 23.desember. Í Reykjavík verður safnast saman á Hlemmi frá klukkan 17:45 þar sem friðarhreyfingarnar selja göngufólki rafkerti og þaðan verður gengið niður á Austurvöll. Á Akureyri verður gengið frá Samkomuhúsinu á Ráðhústorg og á Ísafirði frá Ísafjarðarkirkju að Silfurtorgi. Allar göngurnar leggja af stað klukkan 18. Fh. Samstarfshóps Friðarhreyfinga Ingibjörg Haraldsdóttir, formaður Samstarfshóps FriðarhreyfingaElín Oddný Sigurðardóttir, stjórnarmeðlimur Samstarfshóps Friðarhreyfinga Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Oddný Sigurðardóttir Mest lesið Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Sjá meira
Íslenskir friðarsinnar hafa efnt til friðargöngu niður Laugaveginn á Þorláksmessu síðastliðin 45 ár en fyrsta gangan var á farin árið 1980. Árlega tekur fjöldi fólks sér hlé frá jólastressinu til að leggja sitt af mörkum og taka undir kröfuna um frið og afvopnun í heiminum og eiga sannkallaða friðarstund. Fyrstu þrjú árin stóðu Samtök herstöðvaandstæðinga fyrir Þorláksmessugöngum og voru þær helgaðar baráttunni gegn kjarnorkuvá og til að vekja athygli á hættunni á gjöreyðingarstríði. Snemma á níunda áratugnum voru stofnaðar margar friðarhreyfingar hér á landi og mynduðu þær saman Samstarfshóp friðarhreyfinga sem hefur skipulagt göngurnar æ síðan. Friðargöngur eru einnig árlega á sama tíma á Akureyri og Ísafirði. Frá upphafi var baráttan gegn kjarnorkuvopnum meðal annars á höfunum umhverfis Ísland mjög áberandi. Eftir fall Sovétríkjanna og lok Kalda stríðsins töldu margir að friðsamlegra yrði í heiminum en sú varð því miður ekki raunin. Kjarnorkuafvopnun stórveldanna gekk hægt og stríð brutust út víða meðal annars í Evrópu. Friðarsinnar fengu því ótal tilefni til að benda á og mótmæla stríðsátökum og drápum á óbreyttum borgurum víða um heim. Á Þorláksmessu 1990 var til dæmis lýst áhyggjum vegna innrásar Íraka í Kúveit og aukinnar hættu á styrjöld við Persaflóa sem braust út ári seinna. Á tíunda áratugnum voru stríðsátök í fyrrum Júgóslavíu fordæmd og heræfingum á Íslandi mótmælt. Þá var einnig vakin athygli á kjarnorkusprengingum Frakka, Indverja og Pakistana. Stríðunum í Afganistan og Írak í byrjun þessarar aldar var mótmælt og hvatt til þess að friðsamlegar lausnir yrðu fundnar. Á Þorláksmessu 2001 var því mótmælt að hryðjuverkamaðurinn Sharon stjórnaði Ísrael í skjóli Bandaríkjastjórnar. Ástandið í Palestínu gerði það að verkum að ekki væri lengur hægt að taka heilshugar undir jólasálminn “Bjart er yfir Betlehem”. Eins og allir vita átti ástandið í Palestínu eftir að versna enn meira og enda með þjóðarmorði Ísraelshers á íbúum Gaza. Málstaður friðar skiptir ekki síður máli í dag en fyrir fjörutíu og fimm árum þegar gangan var fyrst gengin. Stríðsátök geysa víða í heiminum og þjóðarmorð er framið í beinni útsendingu fjölmiðla. Óheyrilegum fjárhæðum er enn sóað í vígvæðingu og ekkert lát virðist vera á hernaðarátökum um allan heim. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hefur boðað stóraukin útgjöld til hernaðarmála, þvert gegn vilja íslensks almennings. Friðarsinnar benda á að friður verður aldrei tryggður með vopnum og aukin vígvæðing eykur aðeins hættuna á stríði. Við bendum á að friðsamlegar lausnir eru einu lausnirnar sem duga. Gengið verður á þremur stöðum þann 23.desember. Í Reykjavík verður safnast saman á Hlemmi frá klukkan 17:45 þar sem friðarhreyfingarnar selja göngufólki rafkerti og þaðan verður gengið niður á Austurvöll. Á Akureyri verður gengið frá Samkomuhúsinu á Ráðhústorg og á Ísafirði frá Ísafjarðarkirkju að Silfurtorgi. Allar göngurnar leggja af stað klukkan 18. Fh. Samstarfshóps Friðarhreyfinga Ingibjörg Haraldsdóttir, formaður Samstarfshóps FriðarhreyfingaElín Oddný Sigurðardóttir, stjórnarmeðlimur Samstarfshóps Friðarhreyfinga
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun