Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Árni Sæberg skrifar 16. desember 2025 11:32 Dóra Björt tilkynnti vistaskipti sín á blaðamannafundi í Ráðhúsinu ásamt Heiðu Björgu Hilmisdóttur borgarstjóra. Vísir/Vilhelm Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi hefur sagt skilið við borgarstjórnarflokk Pírata og gengið til liðs við Samfylkinguna. Meirihlutinn í borgarstjórn mun áfram vinna saman. Alexandra Briem verður oddviti Pírata og formaður borgarráðs. Dóra Björt tekur á móti við formennsku í stafrænu ráði borgarinnar og tekur sæti Hjálmars Sveinssonar í borgarráði. Þetta kom fram á blaðamannafundi í Ráðhúsinu í Reykjavík, sem boðað var til í morgun. Dóra Björt vildi á blaðamannafundinum ekkert gefa upp um það hvort hún stefni á framboð fyrir Samfylkinguna í borgarstjórnarkosningum í vor. Samfylkingin í Reykjavík mun halda prófkjör um sex efstu sætin í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Ákvörðun um þetta var tekin á fundi fulltrúaráðs Samfylkingarfélaganna í Reykjavík um miðjan nóvember. Vildi verða formaður en hætti við Dóra Björt var oddviti Pírata í borgarstjórnarkosningum árið 2022 og hefur setið í borgarstjórn fyrir flokkinn frá árinu 2018. Hún tilkynnti í lok október síðastliðins að hún gæfi kost á sér í embætti fyrsta formanns Pírata. Þann 12. nóvember tilkynnti hún hins vegar að hún hefði fallið frá framboðinu. Hún sagði hugmyndir sínar um breytingar á stefnu flokksins stuðla að óeiningu innan flokksins og því drægi hún framboðið til baka til að stuðla að samstöðu. Í framboði voru þau Alexandra Briem borgarfulltrúi og Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns varaborgarfulltrúi og Oktavía Hrund var kjörið fyrsti formaður Pírata þann 29. október. Píratar verið hennar pólitíska heimili Á fundinum sagði Dóra Björt Pírata hafa verið hennar pólitíska heimili frá því að hún hóf þátttöku í stjórnmálum. Henni þætti afar vænt um flokkinn og þá sem í honum starfa. Alexandra Briem er nýr oddviti Pírata og formaður borgarráðs.Vísir/Vilhelm „Píratar hafa haft víðtæk jákvæð áhrif á íslensk stjórnmál en þessi setning á ágætlega við að þessu tilefni, að tímarnir breytast og mennirnir með. Svo er komið að mig langar til að taka þetta skref út frá minni pólitísku sannfæringu. Þá var heiðarlegt að nálgast það hreint og beint og gera hvað maður getur til að skilja við í sátt og virðingu og væntumþykju. Það er sú staða sem ég stend frammi fyrir hér í dag. Ég vil þakka Pírötum kærlega fyrir samstarfið undanfarin ár. Áfram munum við starfa saman í meirihluta borgarstjórnar og fyrir það er ég þakklát.“ Í samvinnu og samtölum við borgarstjórnarflokki Pírata og Samfylkingar, oddvita og samstarfsflokkanna hefðu lausnir verið fundnar komist að sameiginlegri niðurstöðu um verkaskiptingu vegna þessara breytinga út kjörtímabilið. Blaðamannafundinn má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan: Fréttin hefur verið uppfærð. Píratar Samfylkingin Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Sjá meira
Þetta kom fram á blaðamannafundi í Ráðhúsinu í Reykjavík, sem boðað var til í morgun. Dóra Björt vildi á blaðamannafundinum ekkert gefa upp um það hvort hún stefni á framboð fyrir Samfylkinguna í borgarstjórnarkosningum í vor. Samfylkingin í Reykjavík mun halda prófkjör um sex efstu sætin í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Ákvörðun um þetta var tekin á fundi fulltrúaráðs Samfylkingarfélaganna í Reykjavík um miðjan nóvember. Vildi verða formaður en hætti við Dóra Björt var oddviti Pírata í borgarstjórnarkosningum árið 2022 og hefur setið í borgarstjórn fyrir flokkinn frá árinu 2018. Hún tilkynnti í lok október síðastliðins að hún gæfi kost á sér í embætti fyrsta formanns Pírata. Þann 12. nóvember tilkynnti hún hins vegar að hún hefði fallið frá framboðinu. Hún sagði hugmyndir sínar um breytingar á stefnu flokksins stuðla að óeiningu innan flokksins og því drægi hún framboðið til baka til að stuðla að samstöðu. Í framboði voru þau Alexandra Briem borgarfulltrúi og Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns varaborgarfulltrúi og Oktavía Hrund var kjörið fyrsti formaður Pírata þann 29. október. Píratar verið hennar pólitíska heimili Á fundinum sagði Dóra Björt Pírata hafa verið hennar pólitíska heimili frá því að hún hóf þátttöku í stjórnmálum. Henni þætti afar vænt um flokkinn og þá sem í honum starfa. Alexandra Briem er nýr oddviti Pírata og formaður borgarráðs.Vísir/Vilhelm „Píratar hafa haft víðtæk jákvæð áhrif á íslensk stjórnmál en þessi setning á ágætlega við að þessu tilefni, að tímarnir breytast og mennirnir með. Svo er komið að mig langar til að taka þetta skref út frá minni pólitísku sannfæringu. Þá var heiðarlegt að nálgast það hreint og beint og gera hvað maður getur til að skilja við í sátt og virðingu og væntumþykju. Það er sú staða sem ég stend frammi fyrir hér í dag. Ég vil þakka Pírötum kærlega fyrir samstarfið undanfarin ár. Áfram munum við starfa saman í meirihluta borgarstjórnar og fyrir það er ég þakklát.“ Í samvinnu og samtölum við borgarstjórnarflokki Pírata og Samfylkingar, oddvita og samstarfsflokkanna hefðu lausnir verið fundnar komist að sameiginlegri niðurstöðu um verkaskiptingu vegna þessara breytinga út kjörtímabilið. Blaðamannafundinn má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan: Fréttin hefur verið uppfærð.
Píratar Samfylkingin Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Sjá meira