Lífið

Drauma­dís Þór­hildar og Hjalta skírð

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Þórhildur og Hjalti ásamt Hilmi í sumar.
Þórhildur og Hjalti ásamt Hilmi í sumar.

Þórhildur Þorkelsdóttir, framkvæmdastjóri Brú Strategy og hlaðvarpsstjórnandi, og Hjalti Harðarson, yfirmaður markaðsmála hjá Landsbankanum, gáfu nýfæddri dóttur sinni nafn um helgina. 

Í fallegri Instagram-færslu greinir parið frá því að nafn dótturinnar er Helga Sigríður en nöfnin eru bæði í höfuðið á skyldmennum hennar. 

„Hún heitir í höfuðið á Baldri Helga frænda sínum sem við söknum svo sárt og Sigríði Hjaltadóttur föðurömmu sinni sem er okkur svo kær. Þetta var dýrmæt hamingjustund með okkar allra nánustu á þriðja í aðventu,“ skrifa þau við færsluna.

Helga Sigríður fæddist þann 13. ágúst en hún er annað barn parsins. Fyrir eiga þau soninn Hilmi sem er sex ára. 

Þórhildur er annar stjórnandi hlaðvarpsins Eftirmál með Nadine Guðrúnu Yaghi, auk þess að vera framkvæmdastjóri Brú Strategy. Fyrir það var hún fréttamaður hjá Stöð 2 og Rúv. Hjalti er einn stofnenda Kjarnans en starfar nú sem forstöðumaður markaðsmála hjá Landsbankanum.


Tengdar fréttir

Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn

Þórhildur Þorkelsdóttir, framkvæmdastjóri Brú Strategy og hlaðvarpsstjórnandi og Hjalti Harðarson, yfirmaður markaðsmála hjá Landsbankanum, eignuðust stúlku þann 13. ágúst síðastliðinn. Parið deildi gleðitíðindunum á Instagram-síðu sinni.

Þórhildur og Hjalti eiga von á barni

Þórhildur Þorkelsdóttir, framkvæmdastjóri Brú Strategy og hlaðvarpsstjórnandi og Hjalti Harðarson, yfirmaður markaðsmála hjá Landsbankanum, eiga von á barni.

Þórhildur greinir frá kyninu

Þórhildur Þorkelsdóttir, framkvæmdastjóri Brú Strategy og hlaðvarpsstjórnandi og Hjalti Harðarson, yfirmaður markaðsmála hjá Landsbankanum, eiga von á stelpu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.