Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson og Björn Þór Hermannsson skrifa 15. desember 2025 13:02 Í grein eftir forstjóra Sýnar sem birtist á Vísi 5. desember sl. undir yfirskriftinni Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn er m.a. vikið að þróun þjónustu- og auglýsingatekna Ríkisútvarpsins (RÚV). Tilefni þessarar greinar er að leiðrétta rangfærslur í þeirri grein og koma á framfæri réttum upplýsingum um rekstur og fjármögnun RÚV. 1. Í greininni er ranglega farið með forsendur um framlög ríkisins til RÚV bæði fyrir árið 2016 og 2025 og skeikar þar hundruðum milljóna króna. Það leiðir til þess að ályktun um nær fjórðungs raunaukningu rekstrarframlaga úr ríkissjóði á árunum 2016-2025 er talsvert fjarri lagi. Af því leiðir enn fremur að fullyrðingin um að framlag á hvern landsmann hafi að raunvirði fylgt mannfjöldaþróun stenst ekki en Íslendingum hefur fjölgað um rétt tæp 20% á þessum tíma. 2. Í greininni kemur fram að auglýsingatekjur á öllu tímabilinu 2016-2025 séu samtals 27 milljarðar á verðlagi ársins 2025. Hér er einungis litið til samanlagðra auglýsingatekna á öllu tímabilinu en algjörlega horft fram hjá því hver þróunin hefur verið sl. 10-15 ár, sem er það sem skiptir máli fyrir fjármögnun og daglegan rekstur RÚV. Staðreyndin er sú að auglýsingatekjur RÚV, eins og annarra íslenskra fjölmiðla, hafa á föstu verðlagi farið lækkandi á því tímabili sem fjallað er um í greininni og raunar frá árinu 2012. Þessi þróun er þvert á ítrekaða umræðu um meinta aukningu auglýsingatekna. RÚV býr við sama veruleika og sömu áskoranir og aðrir fjölmiðlar hvað varðar umfang erlendra tæknirisa á íslenskum auglýsingamarkaði og styttingu auglýsinga í sjónvarpi. Auk þess hafa skorður sem settar voru á kostun og auglýsingasölu RÚV árið 2013 haft veruleg áhrif. 3. Framangreindir tveir tekjustofnar eru 95% af tekjum RÚV. Þegar litið er til þróunar þeirra á föstu verðlagi út frá þróun launa og verðlags á árunum 2016-2025 þá hafa þeir rýrnað um tæplega 10% undanfarinn áratug. Það svarar til um 900 milljóna á núverandi verðlagi. Þessi þróun á megintekjustofnum hefur blasað við stjórnendum RÚV undanfarinn áratug og blasir að óbreyttu áfram við í rekstri næstu ára. 4. Í greininni er fjallað um hlutdeild Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði sem ekki er í samræmi við fyrirliggjandi gögn og greiningar frá Hagstofunni. Hlutdeild Ríkisútvarpsins á innlendum auglýsingamarkaði er rétt undir 20% og hefur það hlutfall verið svipað undanfarna áratugi. Hlutdeild Ríkisútvarpsins á heildarauglýsingamarkaði hér á landi þegar horft er bæði til innlendra og erlendra miðla er innan við 10%. Heildargreiðslur vegna birtingar auglýsinga drógust saman um 3% á árinu 2023 og auglýsingatekjur innlendra miðla drógust saman um nær 10%. Á sama tíma jukust greiðslur til erlendra miðla um 4%. 5. Í greininni er látið að því liggja að sú blandaða leið fjármögnunar hjá Ríkisútvarpinu, með þjónustutekjum og auglýsingatekjum, sem verið hefur við lýði frá upphafi hér á landi, sé óvenjuleg í erlendum samanburði. Staðreyndin er sú að nær 80% allra almannaþjónustumiðla í Evrópu eru fjármagnaðir með þessum blandaða hætti samkvæmt upplýsingum frá EBU. 6. Ríkisútvarpið á í margvíslegu samstarfi við aðra fjölmiðla á Íslandi með það að markmiði að efla og styrkja íslenskt fjölmiðlaumhverfi. Ríkisútvarpið greiðir til að mynda Sýn á hverju ári um hálfan milljarð fyrir dreifingu á efni RÚV í útvarpi og sjónvarpi um land allt. Stefán Eiríksson er útvarpsstjóri og Björn Þór Hermannsson er fjármálastjóri RÚV. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Sjá meira
Í grein eftir forstjóra Sýnar sem birtist á Vísi 5. desember sl. undir yfirskriftinni Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn er m.a. vikið að þróun þjónustu- og auglýsingatekna Ríkisútvarpsins (RÚV). Tilefni þessarar greinar er að leiðrétta rangfærslur í þeirri grein og koma á framfæri réttum upplýsingum um rekstur og fjármögnun RÚV. 1. Í greininni er ranglega farið með forsendur um framlög ríkisins til RÚV bæði fyrir árið 2016 og 2025 og skeikar þar hundruðum milljóna króna. Það leiðir til þess að ályktun um nær fjórðungs raunaukningu rekstrarframlaga úr ríkissjóði á árunum 2016-2025 er talsvert fjarri lagi. Af því leiðir enn fremur að fullyrðingin um að framlag á hvern landsmann hafi að raunvirði fylgt mannfjöldaþróun stenst ekki en Íslendingum hefur fjölgað um rétt tæp 20% á þessum tíma. 2. Í greininni kemur fram að auglýsingatekjur á öllu tímabilinu 2016-2025 séu samtals 27 milljarðar á verðlagi ársins 2025. Hér er einungis litið til samanlagðra auglýsingatekna á öllu tímabilinu en algjörlega horft fram hjá því hver þróunin hefur verið sl. 10-15 ár, sem er það sem skiptir máli fyrir fjármögnun og daglegan rekstur RÚV. Staðreyndin er sú að auglýsingatekjur RÚV, eins og annarra íslenskra fjölmiðla, hafa á föstu verðlagi farið lækkandi á því tímabili sem fjallað er um í greininni og raunar frá árinu 2012. Þessi þróun er þvert á ítrekaða umræðu um meinta aukningu auglýsingatekna. RÚV býr við sama veruleika og sömu áskoranir og aðrir fjölmiðlar hvað varðar umfang erlendra tæknirisa á íslenskum auglýsingamarkaði og styttingu auglýsinga í sjónvarpi. Auk þess hafa skorður sem settar voru á kostun og auglýsingasölu RÚV árið 2013 haft veruleg áhrif. 3. Framangreindir tveir tekjustofnar eru 95% af tekjum RÚV. Þegar litið er til þróunar þeirra á föstu verðlagi út frá þróun launa og verðlags á árunum 2016-2025 þá hafa þeir rýrnað um tæplega 10% undanfarinn áratug. Það svarar til um 900 milljóna á núverandi verðlagi. Þessi þróun á megintekjustofnum hefur blasað við stjórnendum RÚV undanfarinn áratug og blasir að óbreyttu áfram við í rekstri næstu ára. 4. Í greininni er fjallað um hlutdeild Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði sem ekki er í samræmi við fyrirliggjandi gögn og greiningar frá Hagstofunni. Hlutdeild Ríkisútvarpsins á innlendum auglýsingamarkaði er rétt undir 20% og hefur það hlutfall verið svipað undanfarna áratugi. Hlutdeild Ríkisútvarpsins á heildarauglýsingamarkaði hér á landi þegar horft er bæði til innlendra og erlendra miðla er innan við 10%. Heildargreiðslur vegna birtingar auglýsinga drógust saman um 3% á árinu 2023 og auglýsingatekjur innlendra miðla drógust saman um nær 10%. Á sama tíma jukust greiðslur til erlendra miðla um 4%. 5. Í greininni er látið að því liggja að sú blandaða leið fjármögnunar hjá Ríkisútvarpinu, með þjónustutekjum og auglýsingatekjum, sem verið hefur við lýði frá upphafi hér á landi, sé óvenjuleg í erlendum samanburði. Staðreyndin er sú að nær 80% allra almannaþjónustumiðla í Evrópu eru fjármagnaðir með þessum blandaða hætti samkvæmt upplýsingum frá EBU. 6. Ríkisútvarpið á í margvíslegu samstarfi við aðra fjölmiðla á Íslandi með það að markmiði að efla og styrkja íslenskt fjölmiðlaumhverfi. Ríkisútvarpið greiðir til að mynda Sýn á hverju ári um hálfan milljarð fyrir dreifingu á efni RÚV í útvarpi og sjónvarpi um land allt. Stefán Eiríksson er útvarpsstjóri og Björn Þór Hermannsson er fjármálastjóri RÚV.
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun