Afi á fimmtugsaldri spilar NFL leik í dag Ágúst Orri Arnarson skrifar 14. desember 2025 10:45 Philip Rivers hefur ekki spilað síðan í janúar 2021. Tæpum fimm árum eftir að hafa lagt skóna á hilluna mun hinn 44 ára gamli Philip Rivers, tíu barna faðir sem á eitt barnabarn, reima á sig takkaskóna á ný í kvöld og spila NFL leik. ESPN greinir frá því að Rivers verði í byrjunarliðinu og muni leikstýra Indianapolis Colts í leiknum gegn Seattle Seahawks í kvöld. Colts eru í mikilli meiðslakrísu. Aðalstjórnandinn Daniel Jones er úr leik það sem eftir er tímabilsins vegna hásinarmeiðsla og varaleikstjórnandinn Riley Leonard glímir við hnémeiðsli. Stutt er eftir af tímabilinu og lokað er fyrir leikmannaskipti milli liða. Neyðarlausnin var þá að leita til goðsagnarinnar Rivers, sem er í sjötta sæti yfir flestar snertimarkasendingar í sögu deildarinnar og hefði væntanlega verið vígður inn í frægðarhöllina á næsta ári, en þarf nú að bíða fimm ár til viðbótar. Upphaflega var Rivers bara settur í æfingaliðið hjá Colts en var fljótt kallaður upp í aðalliðið. Á föstudaginn sagði þjálfari liðsins svo að hann myndi líklega byrja leikinn og nú herma heimildir ESPN að hann sé staðfestur í byrjunarliðinu. Sömuleiðis er greint frá því á samfélagsmiðlum NFL deildarinnar. Colts will start QB Philip Rivers on Sunday at Seahawks. (via @rapsheet, @mikegarafolo, @tompelissero) pic.twitter.com/Qj7ilrsUXi— NFL (@NFL) December 13, 2025 „Æfingarnar hafa gengið nokkuð vel. Hann hefur auðvitað verið fjarverandi í fimm ár, þannig að hann þurfti aðeins að aðlagast aftur, en ég var hrifinn af því sem ég sá. Augljóslega er leikur aðeins öðruvísi en æfing, hraðinn er meiri og hann mun þurfa að venjast því á ný“ sagði þjálfarinn Shane Steichen einnig á föstudag. Eiginkonan hefur áhyggjur Eiginkona Philip, menntaskólaástin Tiffany Rivers, hefur áhyggjur af karlinum og þeirri miklu meiðslahættu sem fylgir því að spila í NFL, einni mest líkamlega krefjandi íþróttadeild heims. Rivers fjölskyldan er rík. Saman eiga þau tíu börn á aldrinum 2 til 23 ára og eitt barnabarn. Rivers hefur verið þjálfari menntaskólaliðs sona sinna síðan hann hætti, en fékk frí frá þeim störfum til að snúa aftur í NFL deildina. NFL Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig Handbolti Fleiri fréttir EM-Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins PGA-mótaröðin endurheimtir helsta skúrkinn af LIV Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Sprenghlægileg tilþrif: „Sérstakt ef 27 ára barnlaus maður væri alltaf í Skopp“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan Dæmd í bann fyrir að veðja á frjálsar íþróttir „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Dagskráin: Körfuboltakvöld, stórleikur í Garðabæ og dregið í Meistaradeild „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit „Geggjað að fá að vera í þessari stöðu og hitta úr þessum skotum“ Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna Sjá meira
ESPN greinir frá því að Rivers verði í byrjunarliðinu og muni leikstýra Indianapolis Colts í leiknum gegn Seattle Seahawks í kvöld. Colts eru í mikilli meiðslakrísu. Aðalstjórnandinn Daniel Jones er úr leik það sem eftir er tímabilsins vegna hásinarmeiðsla og varaleikstjórnandinn Riley Leonard glímir við hnémeiðsli. Stutt er eftir af tímabilinu og lokað er fyrir leikmannaskipti milli liða. Neyðarlausnin var þá að leita til goðsagnarinnar Rivers, sem er í sjötta sæti yfir flestar snertimarkasendingar í sögu deildarinnar og hefði væntanlega verið vígður inn í frægðarhöllina á næsta ári, en þarf nú að bíða fimm ár til viðbótar. Upphaflega var Rivers bara settur í æfingaliðið hjá Colts en var fljótt kallaður upp í aðalliðið. Á föstudaginn sagði þjálfari liðsins svo að hann myndi líklega byrja leikinn og nú herma heimildir ESPN að hann sé staðfestur í byrjunarliðinu. Sömuleiðis er greint frá því á samfélagsmiðlum NFL deildarinnar. Colts will start QB Philip Rivers on Sunday at Seahawks. (via @rapsheet, @mikegarafolo, @tompelissero) pic.twitter.com/Qj7ilrsUXi— NFL (@NFL) December 13, 2025 „Æfingarnar hafa gengið nokkuð vel. Hann hefur auðvitað verið fjarverandi í fimm ár, þannig að hann þurfti aðeins að aðlagast aftur, en ég var hrifinn af því sem ég sá. Augljóslega er leikur aðeins öðruvísi en æfing, hraðinn er meiri og hann mun þurfa að venjast því á ný“ sagði þjálfarinn Shane Steichen einnig á föstudag. Eiginkonan hefur áhyggjur Eiginkona Philip, menntaskólaástin Tiffany Rivers, hefur áhyggjur af karlinum og þeirri miklu meiðslahættu sem fylgir því að spila í NFL, einni mest líkamlega krefjandi íþróttadeild heims. Rivers fjölskyldan er rík. Saman eiga þau tíu börn á aldrinum 2 til 23 ára og eitt barnabarn. Rivers hefur verið þjálfari menntaskólaliðs sona sinna síðan hann hætti, en fékk frí frá þeim störfum til að snúa aftur í NFL deildina.
NFL Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig Handbolti Fleiri fréttir EM-Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins PGA-mótaröðin endurheimtir helsta skúrkinn af LIV Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Sprenghlægileg tilþrif: „Sérstakt ef 27 ára barnlaus maður væri alltaf í Skopp“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan Dæmd í bann fyrir að veðja á frjálsar íþróttir „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Dagskráin: Körfuboltakvöld, stórleikur í Garðabæ og dregið í Meistaradeild „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit „Geggjað að fá að vera í þessari stöðu og hitta úr þessum skotum“ Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna Sjá meira