Afi á fimmtugsaldri spilar NFL leik í dag Ágúst Orri Arnarson skrifar 14. desember 2025 10:45 Philip Rivers hefur ekki spilað síðan í janúar 2021. Tæpum fimm árum eftir að hafa lagt skóna á hilluna mun hinn 44 ára gamli Philip Rivers, tíu barna faðir sem á eitt barnabarn, reima á sig takkaskóna á ný í kvöld og spila NFL leik. ESPN greinir frá því að Rivers verði í byrjunarliðinu og muni leikstýra Indianapolis Colts í leiknum gegn Seattle Seahawks í kvöld. Colts eru í mikilli meiðslakrísu. Aðalstjórnandinn Daniel Jones er úr leik það sem eftir er tímabilsins vegna hásinarmeiðsla og varaleikstjórnandinn Riley Leonard glímir við hnémeiðsli. Stutt er eftir af tímabilinu og lokað er fyrir leikmannaskipti milli liða. Neyðarlausnin var þá að leita til goðsagnarinnar Rivers, sem er í sjötta sæti yfir flestar snertimarkasendingar í sögu deildarinnar og hefði væntanlega verið vígður inn í frægðarhöllina á næsta ári, en þarf nú að bíða fimm ár til viðbótar. Upphaflega var Rivers bara settur í æfingaliðið hjá Colts en var fljótt kallaður upp í aðalliðið. Á föstudaginn sagði þjálfari liðsins svo að hann myndi líklega byrja leikinn og nú herma heimildir ESPN að hann sé staðfestur í byrjunarliðinu. Sömuleiðis er greint frá því á samfélagsmiðlum NFL deildarinnar. Colts will start QB Philip Rivers on Sunday at Seahawks. (via @rapsheet, @mikegarafolo, @tompelissero) pic.twitter.com/Qj7ilrsUXi— NFL (@NFL) December 13, 2025 „Æfingarnar hafa gengið nokkuð vel. Hann hefur auðvitað verið fjarverandi í fimm ár, þannig að hann þurfti aðeins að aðlagast aftur, en ég var hrifinn af því sem ég sá. Augljóslega er leikur aðeins öðruvísi en æfing, hraðinn er meiri og hann mun þurfa að venjast því á ný“ sagði þjálfarinn Shane Steichen einnig á föstudag. Eiginkonan hefur áhyggjur Eiginkona Philip, menntaskólaástin Tiffany Rivers, hefur áhyggjur af karlinum og þeirri miklu meiðslahættu sem fylgir því að spila í NFL, einni mest líkamlega krefjandi íþróttadeild heims. Rivers fjölskyldan er rík. Saman eiga þau tíu börn á aldrinum 2 til 23 ára og eitt barnabarn. Rivers hefur verið þjálfari menntaskólaliðs sona sinna síðan hann hætti, en fékk frí frá þeim störfum til að snúa aftur í NFL deildina. NFL Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Fleiri fréttir Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sjá meira
ESPN greinir frá því að Rivers verði í byrjunarliðinu og muni leikstýra Indianapolis Colts í leiknum gegn Seattle Seahawks í kvöld. Colts eru í mikilli meiðslakrísu. Aðalstjórnandinn Daniel Jones er úr leik það sem eftir er tímabilsins vegna hásinarmeiðsla og varaleikstjórnandinn Riley Leonard glímir við hnémeiðsli. Stutt er eftir af tímabilinu og lokað er fyrir leikmannaskipti milli liða. Neyðarlausnin var þá að leita til goðsagnarinnar Rivers, sem er í sjötta sæti yfir flestar snertimarkasendingar í sögu deildarinnar og hefði væntanlega verið vígður inn í frægðarhöllina á næsta ári, en þarf nú að bíða fimm ár til viðbótar. Upphaflega var Rivers bara settur í æfingaliðið hjá Colts en var fljótt kallaður upp í aðalliðið. Á föstudaginn sagði þjálfari liðsins svo að hann myndi líklega byrja leikinn og nú herma heimildir ESPN að hann sé staðfestur í byrjunarliðinu. Sömuleiðis er greint frá því á samfélagsmiðlum NFL deildarinnar. Colts will start QB Philip Rivers on Sunday at Seahawks. (via @rapsheet, @mikegarafolo, @tompelissero) pic.twitter.com/Qj7ilrsUXi— NFL (@NFL) December 13, 2025 „Æfingarnar hafa gengið nokkuð vel. Hann hefur auðvitað verið fjarverandi í fimm ár, þannig að hann þurfti aðeins að aðlagast aftur, en ég var hrifinn af því sem ég sá. Augljóslega er leikur aðeins öðruvísi en æfing, hraðinn er meiri og hann mun þurfa að venjast því á ný“ sagði þjálfarinn Shane Steichen einnig á föstudag. Eiginkonan hefur áhyggjur Eiginkona Philip, menntaskólaástin Tiffany Rivers, hefur áhyggjur af karlinum og þeirri miklu meiðslahættu sem fylgir því að spila í NFL, einni mest líkamlega krefjandi íþróttadeild heims. Rivers fjölskyldan er rík. Saman eiga þau tíu börn á aldrinum 2 til 23 ára og eitt barnabarn. Rivers hefur verið þjálfari menntaskólaliðs sona sinna síðan hann hætti, en fékk frí frá þeim störfum til að snúa aftur í NFL deildina.
NFL Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Fleiri fréttir Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum