Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 14. desember 2025 12:18 Ingibjörg Isaksen þingflokksformaður Framsóknar Vísir/Anton Brink Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknar, sakar Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, um lögbrot með því að hafa í nokkrum tilvikum farið út fyrir framkvæmdaheimildir sínar. Hún segir umhugsunarvert að forsætisráðherra verji aðgerðir samráðherra sinna þegar þeir fari út fyrir heimildir sínar. „Við höfum séð dæmi þess efnis undanfarnar vikur að framkvæmdavaldið, sem má bara framkvæma það sem löggjafinn heimilar, er að fara svolítið fram úr sér,“ segir Ingibjörg en hún ræddi þinglokin og störf ríkisstjórnarinnar ásamt Guðmundi Ara Sigurjónssyni, þingflokksformanni Samfylkingarinnar, á Sprengisandi í morgun. Upphlaupsmál sem tefji ríkisstjórn Máli sínu til stuðnings nefnir Ingibjörg ákvörðun Ingu Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra um að skipa ekki í stjórn Tryggingastofnunar, „af því að hún ætlaði sennilega að leggja hana niður síðar.“ „Hún skipaði í stjórn HMS, bara karlmenn, og þar skipti jafnræði engu máli.“ Guðmundur Ari sakar stjórnarandstöðuna um að eyða of miklum tíma í upphlaupsmál af þessu tagi, auðvelt hafi verið að leiðrétta þau mál sem Ingibjörg nefnir í tengslum við félags- og húsnæðismálaráðherra. Viðbrögð stjórnarandstöðunnar í slíkum málum tefji fyrir ríkisstjórninni, sem sé að reyna að koma mikilvægum málum í farveg. “Ríkisstjórnin er svolítið búin að vera að forgangsraða stóru málunum sem snerta líf venjulegs fólks, bæta hag venjulegs fólks, á meðan við erum endalaust að bregðast við einhverjum svona upphlaupsmálum frá minnihlutanum,“ segir Guðmundur Ari. Segir skólasamfélagið áhyggjufullt Þá bendir Ingibjörg á ákvörðun Guðmundar Inga Kristinssonar, barna- og menntamálaráðherra, um að endurnýja ekki skipunarsamning tveggja skólameistara framhaldsskóla. Guðmundur Ingi tilkynnti í haust áform um að setja á laggirnar nýtt stjórnsýslustig fyrir framhaldsskóla landsins. „Þrátt fyrir að það sé ekki á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar núna. Hann ætlar kannski að gera það næsta haust? Þannig að þarna eru þau komin svolítið fram úr sér, farin að framkvæma án þess að hafa heimild fyrir því,“ segir Ingibjörg. „Og það sem er líka kannski umhugsunarvert í þessu öllu saman er að forsætisráðherra hefur verið að verja þessar aðgerðir og í rauninni lögbrot, ef svo má að orði komast, eins og í tengslum við félags- og húsnæðismálaráðherra.“ Ingibjörg segist hafa fengið ófá símtöl frá skólameisturum, kennurum og foreldrum sem lýsi áhyggjum yfir stöðu mála í menntakerfinu. „Ráðherra hefur verið að fara hér á fund að kynna það sem hann ætlar að gera, en fólk virðist í rauninni bara upplifa að það séu engin svör. Hann getur ekki svarað fyrir það hvað hann ætli að gera eða hvernig hann ætli að gera það.“ Allt bundið í lög Guðmundur Ari bendir á að menntamálaráðherra hafi ferðast um landið til að heyra afstöðu framhaldsskólanna til mögulegra breytinga og að enn liggi ekki fyrir niðurstöður um hvaða leið verði farin. „Þetta er einhvern veginn blásið upp sem mikil óvissa og að þetta sé að skapa mikla ringulreið og að það þurfi að svara strax hvað á að gera. En staðreyndin er sú að það var farið af stað í ferli í haust, það var farið í þetta samráð. Og niðurstöður, tillögur sem þarf náttúrulega að leggja fyrir, þetta er allt bundið í lög. Þannig að þetta mun fara í gegnum sitt formlega ferli þegar að því kemur,“ segir Guðmundur Ari. Hér er aðeins stikað á stóru en viðtalið í heild sinni má nálgast hér að neðan. Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki Sjá meira
„Við höfum séð dæmi þess efnis undanfarnar vikur að framkvæmdavaldið, sem má bara framkvæma það sem löggjafinn heimilar, er að fara svolítið fram úr sér,“ segir Ingibjörg en hún ræddi þinglokin og störf ríkisstjórnarinnar ásamt Guðmundi Ara Sigurjónssyni, þingflokksformanni Samfylkingarinnar, á Sprengisandi í morgun. Upphlaupsmál sem tefji ríkisstjórn Máli sínu til stuðnings nefnir Ingibjörg ákvörðun Ingu Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra um að skipa ekki í stjórn Tryggingastofnunar, „af því að hún ætlaði sennilega að leggja hana niður síðar.“ „Hún skipaði í stjórn HMS, bara karlmenn, og þar skipti jafnræði engu máli.“ Guðmundur Ari sakar stjórnarandstöðuna um að eyða of miklum tíma í upphlaupsmál af þessu tagi, auðvelt hafi verið að leiðrétta þau mál sem Ingibjörg nefnir í tengslum við félags- og húsnæðismálaráðherra. Viðbrögð stjórnarandstöðunnar í slíkum málum tefji fyrir ríkisstjórninni, sem sé að reyna að koma mikilvægum málum í farveg. “Ríkisstjórnin er svolítið búin að vera að forgangsraða stóru málunum sem snerta líf venjulegs fólks, bæta hag venjulegs fólks, á meðan við erum endalaust að bregðast við einhverjum svona upphlaupsmálum frá minnihlutanum,“ segir Guðmundur Ari. Segir skólasamfélagið áhyggjufullt Þá bendir Ingibjörg á ákvörðun Guðmundar Inga Kristinssonar, barna- og menntamálaráðherra, um að endurnýja ekki skipunarsamning tveggja skólameistara framhaldsskóla. Guðmundur Ingi tilkynnti í haust áform um að setja á laggirnar nýtt stjórnsýslustig fyrir framhaldsskóla landsins. „Þrátt fyrir að það sé ekki á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar núna. Hann ætlar kannski að gera það næsta haust? Þannig að þarna eru þau komin svolítið fram úr sér, farin að framkvæma án þess að hafa heimild fyrir því,“ segir Ingibjörg. „Og það sem er líka kannski umhugsunarvert í þessu öllu saman er að forsætisráðherra hefur verið að verja þessar aðgerðir og í rauninni lögbrot, ef svo má að orði komast, eins og í tengslum við félags- og húsnæðismálaráðherra.“ Ingibjörg segist hafa fengið ófá símtöl frá skólameisturum, kennurum og foreldrum sem lýsi áhyggjum yfir stöðu mála í menntakerfinu. „Ráðherra hefur verið að fara hér á fund að kynna það sem hann ætlar að gera, en fólk virðist í rauninni bara upplifa að það séu engin svör. Hann getur ekki svarað fyrir það hvað hann ætli að gera eða hvernig hann ætli að gera það.“ Allt bundið í lög Guðmundur Ari bendir á að menntamálaráðherra hafi ferðast um landið til að heyra afstöðu framhaldsskólanna til mögulegra breytinga og að enn liggi ekki fyrir niðurstöður um hvaða leið verði farin. „Þetta er einhvern veginn blásið upp sem mikil óvissa og að þetta sé að skapa mikla ringulreið og að það þurfi að svara strax hvað á að gera. En staðreyndin er sú að það var farið af stað í ferli í haust, það var farið í þetta samráð. Og niðurstöður, tillögur sem þarf náttúrulega að leggja fyrir, þetta er allt bundið í lög. Þannig að þetta mun fara í gegnum sitt formlega ferli þegar að því kemur,“ segir Guðmundur Ari. Hér er aðeins stikað á stóru en viðtalið í heild sinni má nálgast hér að neðan.
Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki Sjá meira