Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar 13. desember 2025 13:32 Í frumvarpi ríkisstjórnarinnar um breytingar á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2026 er að finna langan lista af skattahækkunum sem samanlagt nema tugum milljarða króna. Þær eru kynntar sem tæknilegar lagfæringar, verðlagsuppfærslur eða „nauðsynlegar“ breytingar, en í raun er hér um að ræða beina atlögu að heimilum landsins. Sú breyting sem stendur upp úr, og sem hvað alvarlegastar afleiðingar hefur fyrir fjölskyldur, er afnám samsköttunarheimildar hjóna og sambýlisfólks milli tveggja skattþrepa. Með þessari ákvörðun tekur ríkissjóður um 2,8 milljarða króna beint úr heimilisbókhaldi landsmanna. Þetta eru ekki peningar sem „kerfið“ á, þetta eru peningar sem fara annars í afborganir, mat, íþróttir barna og daglegt líf. Þessi breyting bitnar verst á fjölskyldum þar sem tekjur eru ójafnar, oft ungu fólki, barnafjölskyldum og þeim sem hafa þurft að laga atvinnuþátttöku að aðstæðum. Þetta er skattahækkun sem refsar fjölskyldueiningunni – og það er óásættanlegt. Innviðagjald skemmtiferðaskipa gekk of langt Annað sláandi dæmi um illa ígrundaða skattastefnu er innviðagjald á farþega skemmtiferðaskipa. Hér var gengið of langt, of hratt og án nægjanlegs samtals við greinina. Niðurstaðan er sú að hafnir landsins horfa nú fram á allt að 95% fækkun í skipakomum. Þetta er ekki bara tölfræði á blaði, þetta eru tekjur sem hverfa úr byggðarlögum, störf sem tapast og tækifæri sem glatast. Í stað þess að þrengja að greininni enn frekar þurfum við að snúa vörn í sókn. Skynsamlegasta leiðin væri að fella niður innheimtu gjaldsins fyrir árið 2026, til að vinda ofan af hruninu í skipakomum, og ef greiða á gistináttaskatt sé hann sanngjarn og með skýrum fyrirsjáanleika til framtíðar. Þar ættu börn 12 ára og yngri að vera undanskilin. Kílómetragjald og vörugjöld – enn einn reikningurinn á almenning Þá er ekki hjá því komist að nefna kílómetragjaldið, sem mun taka rúma 3 milljarða króna til viðbótar úr veskjum bifreiðareigenda. Þetta bitnar sérstaklega á fólki á landsbyggðinni, þar sem bíllinn er ekki lúxus heldur nauðsyn. Vörugjöldin bætast ofan á þetta og nema um 7,5 milljörðum króna í auknum álögum á almenning. Ofan á allt saman kemur svo krónutöluhækkun upp á 3,7%, sem étur enn frekar upp ráðstöfunartekjur fólks án þess að þjónusta eða innviðir batni að sama skapi. Samlagningin skiptir máli Hver skattur fyrir sig kann að vera réttlættur í ræðu eða greinargerð, en þegar þeir eru lagðir saman blasir myndin við: ríkisstjórnin hefur valið að fjármagna stór aukin útgjöld með því að seilast sífellt dýpra í vasa almennings. Ríkisstjórnin sem sagði ítrekað að þau ætluðu ekki að hækka skatta á venjulegt fólk. Þetta er ekki félagslegt réttlæti og þetta er ekki ábyrg efnahagsstjórn. Ég hafna þessari nálgun. Tel að ríkisfjármál eigi að byggjast á forgangsröðun, aðhaldi og virðingu fyrir heimilunum í landinu en ekki stöðugum skattahækkunum sem eru faldar í flóknum frumvörpum. Spurningin sem ríkisstjórnin þarf að svara er einföld: Hversu oft ætlar hún að senda reikninginn til sama fólksins, venjulega fólksins? Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Í frumvarpi ríkisstjórnarinnar um breytingar á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2026 er að finna langan lista af skattahækkunum sem samanlagt nema tugum milljarða króna. Þær eru kynntar sem tæknilegar lagfæringar, verðlagsuppfærslur eða „nauðsynlegar“ breytingar, en í raun er hér um að ræða beina atlögu að heimilum landsins. Sú breyting sem stendur upp úr, og sem hvað alvarlegastar afleiðingar hefur fyrir fjölskyldur, er afnám samsköttunarheimildar hjóna og sambýlisfólks milli tveggja skattþrepa. Með þessari ákvörðun tekur ríkissjóður um 2,8 milljarða króna beint úr heimilisbókhaldi landsmanna. Þetta eru ekki peningar sem „kerfið“ á, þetta eru peningar sem fara annars í afborganir, mat, íþróttir barna og daglegt líf. Þessi breyting bitnar verst á fjölskyldum þar sem tekjur eru ójafnar, oft ungu fólki, barnafjölskyldum og þeim sem hafa þurft að laga atvinnuþátttöku að aðstæðum. Þetta er skattahækkun sem refsar fjölskyldueiningunni – og það er óásættanlegt. Innviðagjald skemmtiferðaskipa gekk of langt Annað sláandi dæmi um illa ígrundaða skattastefnu er innviðagjald á farþega skemmtiferðaskipa. Hér var gengið of langt, of hratt og án nægjanlegs samtals við greinina. Niðurstaðan er sú að hafnir landsins horfa nú fram á allt að 95% fækkun í skipakomum. Þetta er ekki bara tölfræði á blaði, þetta eru tekjur sem hverfa úr byggðarlögum, störf sem tapast og tækifæri sem glatast. Í stað þess að þrengja að greininni enn frekar þurfum við að snúa vörn í sókn. Skynsamlegasta leiðin væri að fella niður innheimtu gjaldsins fyrir árið 2026, til að vinda ofan af hruninu í skipakomum, og ef greiða á gistináttaskatt sé hann sanngjarn og með skýrum fyrirsjáanleika til framtíðar. Þar ættu börn 12 ára og yngri að vera undanskilin. Kílómetragjald og vörugjöld – enn einn reikningurinn á almenning Þá er ekki hjá því komist að nefna kílómetragjaldið, sem mun taka rúma 3 milljarða króna til viðbótar úr veskjum bifreiðareigenda. Þetta bitnar sérstaklega á fólki á landsbyggðinni, þar sem bíllinn er ekki lúxus heldur nauðsyn. Vörugjöldin bætast ofan á þetta og nema um 7,5 milljörðum króna í auknum álögum á almenning. Ofan á allt saman kemur svo krónutöluhækkun upp á 3,7%, sem étur enn frekar upp ráðstöfunartekjur fólks án þess að þjónusta eða innviðir batni að sama skapi. Samlagningin skiptir máli Hver skattur fyrir sig kann að vera réttlættur í ræðu eða greinargerð, en þegar þeir eru lagðir saman blasir myndin við: ríkisstjórnin hefur valið að fjármagna stór aukin útgjöld með því að seilast sífellt dýpra í vasa almennings. Ríkisstjórnin sem sagði ítrekað að þau ætluðu ekki að hækka skatta á venjulegt fólk. Þetta er ekki félagslegt réttlæti og þetta er ekki ábyrg efnahagsstjórn. Ég hafna þessari nálgun. Tel að ríkisfjármál eigi að byggjast á forgangsröðun, aðhaldi og virðingu fyrir heimilunum í landinu en ekki stöðugum skattahækkunum sem eru faldar í flóknum frumvörpum. Spurningin sem ríkisstjórnin þarf að svara er einföld: Hversu oft ætlar hún að senda reikninginn til sama fólksins, venjulega fólksins? Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun