Siggi stormur spáir rauðum jólum Agnar Már Másson skrifar 11. desember 2025 18:56 Sigurður Þ. Ragnarsson er betur þekktur sem Siggi Stormur. Vísir/Vilhelm Einn umdeildasti veðurfræðingur landsins spáir rauðum jólum á flestum landshlutum í ár. Spádóminn setti hann fram í Reykjavík síðdegis í dag en tók fram að spáin gæti breyst og því væru hvít jól ekki útilokuð þó þau þyki ólíkleg. „Þetta er tónninn í spánum núna, að það verði rauð jól að minnsta kosti á Suður-, Vestur- og Austurlandi,“ sagði Sigurður Þ. Ragnarsson, betur þekktur sem Siggi Stormur, þegar hann fór yfir langtímaspána í Reykjavík síðdegis í dag. „Mið-Norðurland verður meiri spurning,“ bætti hann við. Hann kvaðst þá eiga von á því að þar yrði frostlaust ef marka mætti þá útreikninga sem hann hefði skoðað. „Þetta hefur ekkert verið að breytast voðalega mikið milli daga, en nóg til þess að það geti ýmislegt gerst. En tónninn í þessu er alveg tiltölulega skýr: lágur loftþrýstingur, lægðagangur og þar með úrkoma og hún þá í formi rigningar væntanlega,“ hélt hann áfram: „Þannig að við erum að tala um að rauð jól séu frekar ofan á í spánum en hitt.“ Siggi er væntanlega umdeildasti veðurfræðingur landsins og taka margir spám hans með varúð. Það vakti athygli í sumar þegar Pétur G. Markan bæjarstjóri Hveragerðis virtist kominn með nóg af spám Sigga en þá hafði Vísir einmitt greint frá því að Sigurður hefði lofað betra sumri en í fyrra. Siggi hafði nefnilega spáð góðu sumri 2024, sem reyndist svo vera eitt það kaldasta það sem af var öldinni. Hann tók þó fram að Íslendingar vildu gjarnan hafa jólin hvít og útilokaði ekki að hvít jól væru möguleg. Það væru auðvitað enn allnokkrir dagar til jóla. „Þjóðarsálin er þannig gerð, að minni reynslu til tuttugu ára, að fólk vill hafa hvít jól á aðfangadag og jóladag. Svo má þetta allt saman fara,“ sagði hann. Hvað sem skoðunum Sigga líður munu landsmenn einfaldlega þurfa að bíða til jóla til að sjá hvort spá hans rætist. Veður Jól Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Siggi stormur stendur við spána Besta veðrið um helgina verður á sunnanverðu landinu að sögn Sigga storms, sem segist standa við spá sína um sólríkt sumar þó það eigi sennilega ekki við um júnímánuð. Hann bindur vonir við að júlí og ágúst verði landanum hliðhollari. 8. júní 2024 07:58 Siggi stormur biðst afsökunar á sumarspánni sem ekki rættist „Þegar ég sá í hvað stefndi, þá yfirgaf ég landið,“ segir Sigurður Þ. Ragnarsson, betur þekktur sem Siggi stormur, í samtali við fréttastofu. Hann var brattur í vor og spáði blíðvirði um allt land í sumar. Sú spá hefur ekki ræst. 13. júlí 2024 06:31 „Nú hættir þú Sigurður!“ Sigurður Þ. Ragnarsson, aka Siggi stormur, var í viðtali í Reykjavík síðdegis í gær eins og gjarnan og spáði í veðurhorfur fyrir sumarið. Hann lofaði því að það verði ekki eins kalt og í fyrra en lesendur Vísis taka orðum hans með varúð, svo það sé orðað kurteislega. 23. apríl 2025 09:29 Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Róleg austanátt en hvessir á morgun Víða rigning og kólnar í veðri Minnkandi norðlæg átt en bætir í vind á morgun Þurrt og bjart suðvestantil en snjór og él víða Líkur á smá slyddu og snjókomu syðst Stíf norðvestlæg átt ásamt ofankomu Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Óvissustig á vegi milli Kirkjubæjarklausturs og Jökulsárlóns Gular veðurviðvaranir framundan Útlit fyrir hríðarveður á austasta hluta landsins í kvöld Frost og hægur vindur Norðaustlæg átt og allvíða él Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Vara við eldingum á Suðausturlandi Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Áfram kalt á landinu Óvenjulega hlýr desember Áfram kalt og lægðir sækja að landinu Hægir vindar og snjókoma norðan- og austantil Þykknar upp og snjóar Allt að tuttugu stiga frost en bjart víða Rólegt veður en kalt næstu daga Kólnar verulega á fyrstu dögum ársins Gular viðvaranir taka gildi Hvessir þegar líður á daginn Spáin fyrir gamlárskvöld að teiknast upp Frystir norðaustantil í kvöld Væta vestantil eftir hádegi Kuldaskil á leið yfir landið Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Sjá meira
„Þetta er tónninn í spánum núna, að það verði rauð jól að minnsta kosti á Suður-, Vestur- og Austurlandi,“ sagði Sigurður Þ. Ragnarsson, betur þekktur sem Siggi Stormur, þegar hann fór yfir langtímaspána í Reykjavík síðdegis í dag. „Mið-Norðurland verður meiri spurning,“ bætti hann við. Hann kvaðst þá eiga von á því að þar yrði frostlaust ef marka mætti þá útreikninga sem hann hefði skoðað. „Þetta hefur ekkert verið að breytast voðalega mikið milli daga, en nóg til þess að það geti ýmislegt gerst. En tónninn í þessu er alveg tiltölulega skýr: lágur loftþrýstingur, lægðagangur og þar með úrkoma og hún þá í formi rigningar væntanlega,“ hélt hann áfram: „Þannig að við erum að tala um að rauð jól séu frekar ofan á í spánum en hitt.“ Siggi er væntanlega umdeildasti veðurfræðingur landsins og taka margir spám hans með varúð. Það vakti athygli í sumar þegar Pétur G. Markan bæjarstjóri Hveragerðis virtist kominn með nóg af spám Sigga en þá hafði Vísir einmitt greint frá því að Sigurður hefði lofað betra sumri en í fyrra. Siggi hafði nefnilega spáð góðu sumri 2024, sem reyndist svo vera eitt það kaldasta það sem af var öldinni. Hann tók þó fram að Íslendingar vildu gjarnan hafa jólin hvít og útilokaði ekki að hvít jól væru möguleg. Það væru auðvitað enn allnokkrir dagar til jóla. „Þjóðarsálin er þannig gerð, að minni reynslu til tuttugu ára, að fólk vill hafa hvít jól á aðfangadag og jóladag. Svo má þetta allt saman fara,“ sagði hann. Hvað sem skoðunum Sigga líður munu landsmenn einfaldlega þurfa að bíða til jóla til að sjá hvort spá hans rætist.
Veður Jól Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Siggi stormur stendur við spána Besta veðrið um helgina verður á sunnanverðu landinu að sögn Sigga storms, sem segist standa við spá sína um sólríkt sumar þó það eigi sennilega ekki við um júnímánuð. Hann bindur vonir við að júlí og ágúst verði landanum hliðhollari. 8. júní 2024 07:58 Siggi stormur biðst afsökunar á sumarspánni sem ekki rættist „Þegar ég sá í hvað stefndi, þá yfirgaf ég landið,“ segir Sigurður Þ. Ragnarsson, betur þekktur sem Siggi stormur, í samtali við fréttastofu. Hann var brattur í vor og spáði blíðvirði um allt land í sumar. Sú spá hefur ekki ræst. 13. júlí 2024 06:31 „Nú hættir þú Sigurður!“ Sigurður Þ. Ragnarsson, aka Siggi stormur, var í viðtali í Reykjavík síðdegis í gær eins og gjarnan og spáði í veðurhorfur fyrir sumarið. Hann lofaði því að það verði ekki eins kalt og í fyrra en lesendur Vísis taka orðum hans með varúð, svo það sé orðað kurteislega. 23. apríl 2025 09:29 Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Róleg austanátt en hvessir á morgun Víða rigning og kólnar í veðri Minnkandi norðlæg átt en bætir í vind á morgun Þurrt og bjart suðvestantil en snjór og él víða Líkur á smá slyddu og snjókomu syðst Stíf norðvestlæg átt ásamt ofankomu Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Óvissustig á vegi milli Kirkjubæjarklausturs og Jökulsárlóns Gular veðurviðvaranir framundan Útlit fyrir hríðarveður á austasta hluta landsins í kvöld Frost og hægur vindur Norðaustlæg átt og allvíða él Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Vara við eldingum á Suðausturlandi Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Áfram kalt á landinu Óvenjulega hlýr desember Áfram kalt og lægðir sækja að landinu Hægir vindar og snjókoma norðan- og austantil Þykknar upp og snjóar Allt að tuttugu stiga frost en bjart víða Rólegt veður en kalt næstu daga Kólnar verulega á fyrstu dögum ársins Gular viðvaranir taka gildi Hvessir þegar líður á daginn Spáin fyrir gamlárskvöld að teiknast upp Frystir norðaustantil í kvöld Væta vestantil eftir hádegi Kuldaskil á leið yfir landið Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Sjá meira
Siggi stormur stendur við spána Besta veðrið um helgina verður á sunnanverðu landinu að sögn Sigga storms, sem segist standa við spá sína um sólríkt sumar þó það eigi sennilega ekki við um júnímánuð. Hann bindur vonir við að júlí og ágúst verði landanum hliðhollari. 8. júní 2024 07:58
Siggi stormur biðst afsökunar á sumarspánni sem ekki rættist „Þegar ég sá í hvað stefndi, þá yfirgaf ég landið,“ segir Sigurður Þ. Ragnarsson, betur þekktur sem Siggi stormur, í samtali við fréttastofu. Hann var brattur í vor og spáði blíðvirði um allt land í sumar. Sú spá hefur ekki ræst. 13. júlí 2024 06:31
„Nú hættir þú Sigurður!“ Sigurður Þ. Ragnarsson, aka Siggi stormur, var í viðtali í Reykjavík síðdegis í gær eins og gjarnan og spáði í veðurhorfur fyrir sumarið. Hann lofaði því að það verði ekki eins kalt og í fyrra en lesendur Vísis taka orðum hans með varúð, svo það sé orðað kurteislega. 23. apríl 2025 09:29