Lífið

Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó

Boði Logason skrifar
Ólafur Jóhannsson heldur tölu. Við hlið hans er Pétur Pétursson sem var aðstoðarmaður hans með íslenska landsliðið.
Ólafur Jóhannsson heldur tölu. Við hlið hans er Pétur Pétursson sem var aðstoðarmaður hans með íslenska landsliðið. árni torfason

Margt var um manninn í útgáfuhófi vegna ævisögu Ólafs Jóhannessonar, Óli Jó - fótboltasaga, og ekki vantaði kempurnar úr íslenska boltanum.

Hófið var haldið í golfskála Keilis og gerðu margir sér ferð í Hafnarfjörðinn til að fagna með söguhetjunni.

Meðal þekktra gesta í hófinu má nefna Pétur Pétursson, Þorgrím Þráinsson, Heimi Guðjónsson, Hörð Magnússon, Bjarna Jóhannsson, Arnar Björnsson, Elísu Viðarsdóttur og Rúnar Pál Sigmundsson.

Árni Torfason var með myndavélina á lofti og hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir úr hófinu.

Söguhetja og höfundur. Óli Jó og Ingvi Þór Sæmundsson.árni torfason
Ólsararnir Kristinn Arnarson og Þorgrímur Þráinsson létu sjá sig.árni torfason
Hafnfirðingarnir Guðmundur Hilmarsson blaðamaður, sem lék undir stjóra Óla hjá FH, og bróðir söguhetjunnar, Jón Jóhannesson.árni torfason
Kristinn Teitsson, Sindri Sverrisson, Sigurbjörn Hreiðarsson, Bríet Pálsdóttir og Garðar Jónsson hlýddu á snarpa ræðu Óla. Sigurbjörn skrifaði formála bókarinnar.árni torfason
Óli með yngsta barnabarnið, Ólaf Rósar.árni torfason
Rasmus Christiansen og Elísa Viðarsdóttir mættu með börnin. Rasmus lék undir stjórn Óla hjá Val.árni torfason
Rúnar Páll Sigmundsson og Atli Viðar Björnsson tóku tal saman.árni torfason
Gestur Már Sigurðsson og bræðurnir Garðar og Gunnar Jónssynir sem spiluðu með Skallagrími þegar Óli þjálfaði liðið fyrir um fjörutíu árum. árni torfason

FH-ingarnir Orri Þórðarson og Pálmi Jónsson. Sá fyrrnefndi skrifaði bók um fyrsta Íslandsmeistaralið FH og sá síðarnefndi lék undir stjórn Óla hjá Fimleikafélaginu.árni torfason
Þorsteinn Bjarnason, fyrrverandi landsliðsmarkvörður, og Sigurfinnur Sigurðsson á rökstólum.árni torfason
Óli hafði í nægu að snúast við að árita fyrir gesti hófsins.árni torfason
Jón Páll Pálmason og Hilmar Erlendsson nældu sér í eintak af bókinni.árni torfason
Óli og Arnar Björnsson ræðast við. Arnar tók ófá viðtölin við Óla á sínum langa ferli í blaðamennsku.árni torfason
Bransatal. Bjarni Jóhannsson, Rúnar Páll, Atli Viðar og Baldur Sigurðsson.árni torfason






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.