„Stóra-Hraun mun rísa“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. desember 2025 11:08 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra var spurð um fangelsismál í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Vísir/Bjarni Vinna stendur enn yfir við undirbúning vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar nýs fangelsis að Stóra-Hrauni og er útboð vegna jarðvegsvinnu væntanlegt. Þetta segir dómsmálaráðherra sem segir afstöðu sína algjörlega óbreytta hvað varðar uppbyggingu fangelsisins. Hins vegar taki verkefni af þessum toga töluverðan tíma og hún hafi staldrað við þann mikla kostnað sem fyrri ríkisstjórn hafi gert ráð fyrir að færi í verkefnið og því hafi hún viljað láta skoða hvernig mætti ná kostnaði niður. Þetta kom fram í svari Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra við fyrirspurn Guðrúnar Hafsteinsdóttur, formanni Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. Í fyrirspurn sinni rakti Guðrún þá erfiðu stöðu sem uppi er í fangelsiskerfinu og innti ráðherra eftir svörum um hvað hún hyggist gera til að bæta kerfið. „Hvar stendur nú undirbúningurinn að nýju öryggisfangelsi að Stóra-Hrauni og hvaða áþreifanlegu skref hafa verið stigin til að tryggja að þessi framkvæmd, sem þegar hefur verið tekin inn í fjármálaáætlun, verði loksins að veruleika sem lausn á algjörlega óviðunandi stöðu í fullnustukerfinu?“ spurði Guðrún. Guðrún Hafsteinsdóttir kallaði eftir svörum arftaka síns í dómsmálaráðuneytinu um fangelsismál á Alþingi í dag.Vísir/Vilhelm Í fyrra svari sínu benti Þorbjörg á að málaflokkurinn hafi verið vanfjármagnaður til margra ára. „Stóra-Hraun mun rísa. Það mun rísa á Suðurlandi. Og háttvirtur þingmaður spyr um næstu skref. Útboð um jarðvegsvinnu á Stóra-Hrauni er á næsta leiti. Þetta mál er í ágætum tökum, stendur til og allt óbreytt hvað það varðar. Við vitum hins vegar að fangelsi rís ekki á einni nóttu, ekki á einni viku og heldur ekki á ellefu mánuðum,“ sagði Þorbjörg. Þá nefndi hún áform um að setja á fót brottfararstöð sem muni létta á fangelsiskerfinu. Afstaða hennar til byggingar nýs fangelsis sé óbreytt en hins vegar staldri hún við þær kostnaðartölur sem legið hafi fyrir af hálfu fyrri ríkisstjórnar. „Ég var ósátt við það hversu dýr þessi framkvæmd átti að vera. Af þeirri ástæðu hefur verið vinna í gangi um það að rýna hvernig megi ná þessum kostnaði niður, þannig að fjárfesting geti talist skynsamleg,“ sagði Þorbjörg. Í síðari ræðu sinni sagði Guðrún arftaka sinn hafa farið með rangt mál hvað varðar þann kostnað sem fyrri ríkisstjórn hafi gert ráð fyrir vegna fangelsisins. Kostnaðaráætlun hafi gert ráð fyrir sautján milljörðum vegna nýs öryggisfangelsis en ekki þrjátíu milljörðum líkt og fram hafi komið í máli Þorbjargar. Fangelsismál Alþingi Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita Innlent Fleiri fréttir „Lúxusvandamál“ að velja og hafna á listann Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Sjá meira
Þetta kom fram í svari Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra við fyrirspurn Guðrúnar Hafsteinsdóttur, formanni Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. Í fyrirspurn sinni rakti Guðrún þá erfiðu stöðu sem uppi er í fangelsiskerfinu og innti ráðherra eftir svörum um hvað hún hyggist gera til að bæta kerfið. „Hvar stendur nú undirbúningurinn að nýju öryggisfangelsi að Stóra-Hrauni og hvaða áþreifanlegu skref hafa verið stigin til að tryggja að þessi framkvæmd, sem þegar hefur verið tekin inn í fjármálaáætlun, verði loksins að veruleika sem lausn á algjörlega óviðunandi stöðu í fullnustukerfinu?“ spurði Guðrún. Guðrún Hafsteinsdóttir kallaði eftir svörum arftaka síns í dómsmálaráðuneytinu um fangelsismál á Alþingi í dag.Vísir/Vilhelm Í fyrra svari sínu benti Þorbjörg á að málaflokkurinn hafi verið vanfjármagnaður til margra ára. „Stóra-Hraun mun rísa. Það mun rísa á Suðurlandi. Og háttvirtur þingmaður spyr um næstu skref. Útboð um jarðvegsvinnu á Stóra-Hrauni er á næsta leiti. Þetta mál er í ágætum tökum, stendur til og allt óbreytt hvað það varðar. Við vitum hins vegar að fangelsi rís ekki á einni nóttu, ekki á einni viku og heldur ekki á ellefu mánuðum,“ sagði Þorbjörg. Þá nefndi hún áform um að setja á fót brottfararstöð sem muni létta á fangelsiskerfinu. Afstaða hennar til byggingar nýs fangelsis sé óbreytt en hins vegar staldri hún við þær kostnaðartölur sem legið hafi fyrir af hálfu fyrri ríkisstjórnar. „Ég var ósátt við það hversu dýr þessi framkvæmd átti að vera. Af þeirri ástæðu hefur verið vinna í gangi um það að rýna hvernig megi ná þessum kostnaði niður, þannig að fjárfesting geti talist skynsamleg,“ sagði Þorbjörg. Í síðari ræðu sinni sagði Guðrún arftaka sinn hafa farið með rangt mál hvað varðar þann kostnað sem fyrri ríkisstjórn hafi gert ráð fyrir vegna fangelsisins. Kostnaðaráætlun hafi gert ráð fyrir sautján milljörðum vegna nýs öryggisfangelsis en ekki þrjátíu milljörðum líkt og fram hafi komið í máli Þorbjargar.
Fangelsismál Alþingi Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita Innlent Fleiri fréttir „Lúxusvandamál“ að velja og hafna á listann Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Sjá meira