Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar 13. desember 2025 09:01 Til ykkar sem stýrið orkufyrirtækjum og veitum og til ykkar sem eigið eftir að velja ykkur náms- og starfsleiðir: orkan okkar er ekki bara megavött, jarðhitaholur og raflínur. Orkan okkar er fólk. Ef við nýtum ekki hæfileika alls hópsins, þá nýtum við ekki orkuna til fulls. Núna starfar stór hópur kvenna í orku- og veitugeiranum í mjög fjölbreyttum störfum. Þær starfa á aflstöðvum og í stjórnstöðvum, í fjármálum og greiningu, í öryggis- og gæðamálum, við þróun virkjunarkosta, í mannauði og samskiptum, hönnun og stafrænni þróun, bara svo nokkur dæmi séu nefnd. Hver og ein á sinn þátt í að skapa orkuna á Íslandi. Lítil breyting en samt svo mikil Sem formaður KÍO, Kvenna í orkumálum, og stjórnandi í orkugeiranum í rúman áratug sé ég þessa breidd á hverjum degi. Við hjá KÍO höfum frá árinu 2017 unnið að greiningu með ráðgjafarfyrirtækinu EY á kynjahlutföllum innan stærstu fyrirtækja geirans. Niðurstöðurnar sýna að hlutfall kvenna í hópi starfsfólks orku- og veitugeirans hefur ekki breyst mikið á þessum árum, að undanskildum framkvæmdastjórnum þar sem hlutur kvenna hefur aukist. Hlutföllin segja þó ekki alla söguna. Geirinn hefur stækkað og því hefur konum í greininni fjölgað verulega, þótt hlutfallið standi að mestu í stað. Á vinnustöðunum upplifum við þannig gjörbreytingu á síðustu fimm árum, jafnvel þótt tölfræðin sýni aðeins hóflega breytingu. Ástæðan er meðal annars sú að samsetning hópsins hefur breyst. Konur eru ekki lengur að stórum hluta í þjónustu- og stoðhlutverkum; þær eru komnar í áhrifastöður í orkugeiranum. Þær leiða þróunarverkefni, stýra stafrænum umbreytingum, fjármagna framkvæmdir, byggja upp öryggis- og umbótamenningu, hanna stafrænar lausnir og taka þátt í flóknum ákvörðunum um nýtingu og uppbyggingu. Hópurinn er líka orðinn mun fjölbreyttari, yngri og eldri konur, ólík menntun og ólíkur bakgrunnur. Mest hallar enn á í störfum sem krefjast iðnmenntunar og þar þurfum við að gera betur. Til þess þarf bæði breitt samstarf við yfirvöld og menntastofnanir og fleiri og fjölbreyttari fyrirmyndir. Einn, tveir... Af tólf stærstu orku- og veitufyrirtækjum landsins situr kona á forstjórastóli í tveimur þeirra. Það er framför og hún skiptir máli, en hún segir okkur líka að það eru tækifæri til að gera betur. Fjölbreytt teymi taka betri ákvarðanir, leysa hraðar úr flóknum áskorunum og skapa meira traust, það veit hver sá sem hefur stýrt breytingum eða setið í stjórn. Í geira þar sem við erum að fjárfesta fyrir tugi milljarða, breyta landnotkun og tryggja orkuskipti fyrir heila þjóð er einfaldlega óskynsamlegt að nýta ekki hæfileika fólks af öllum kynjum og með ólíkan bakgrunn, menntun og reynslu. Þess vegna höfum við í KÍO sett af stað vitundarvakninguna „Hér starfa líka konur“. Með viðtölum og myndum á samfélagsmiðlum sýnum við konur í ólíkum störfum og búum þannig til fyrirmyndir: jarðfræðing sem kortleggur jarðhita, sérfræðing í stjórnstöð sem fylgist með flæði orkunnar, fjármálastjóra sem tryggir að góðar hugmyndir fái eldsneyti, rafvirkja sem sinnir rekstri og viðhaldi í aflstöð og öryggis- og gæðastjóra sem byggir upp trausta öryggismenningu. Þar fyrir utan höldum við viðburði allt árið þar sem konur í geiranum tengjast og mynda sterkt faglegt net. Skýr skilaboð Skilaboðin til ungs fólks og þeirra sem eru að velta næstu skrefum fyrir sér eru einföld: það eru fleiri leiðir inn í orkugeirann en þú heldur. Þetta er sannarlega geiri fyrir tæknifólk og verkfræðinga,en líka fyrir lögfræðinga, hönnuði, rafvirkja, pípara, verkefnastjóra, rekstrarfólk og mannauðs- og samskiptasérfræðinga. Þetta er vettvangur fyrir fjölbreyttan hóp fólks sem vill hafa áhrif og byggja upp innviði framtíðar. Skilaboðin til fyrirtækjanna eru ekki síður skýr: það skiptir máli hvernig þið ráðið, leiðið og lyftið fólki upp. Ég er sannfærð um að aukin fjölbreytni í starfsmannahópnum á öllum sviðum orkugeirans muni auka verðmætasköpun og ýta undir samkeppnishæfni hans til framtíðar. Höfundur er formaður KÍO - Kvenna í orkumálum og forstöðumaður hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Landsvirkjun Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Til ykkar sem stýrið orkufyrirtækjum og veitum og til ykkar sem eigið eftir að velja ykkur náms- og starfsleiðir: orkan okkar er ekki bara megavött, jarðhitaholur og raflínur. Orkan okkar er fólk. Ef við nýtum ekki hæfileika alls hópsins, þá nýtum við ekki orkuna til fulls. Núna starfar stór hópur kvenna í orku- og veitugeiranum í mjög fjölbreyttum störfum. Þær starfa á aflstöðvum og í stjórnstöðvum, í fjármálum og greiningu, í öryggis- og gæðamálum, við þróun virkjunarkosta, í mannauði og samskiptum, hönnun og stafrænni þróun, bara svo nokkur dæmi séu nefnd. Hver og ein á sinn þátt í að skapa orkuna á Íslandi. Lítil breyting en samt svo mikil Sem formaður KÍO, Kvenna í orkumálum, og stjórnandi í orkugeiranum í rúman áratug sé ég þessa breidd á hverjum degi. Við hjá KÍO höfum frá árinu 2017 unnið að greiningu með ráðgjafarfyrirtækinu EY á kynjahlutföllum innan stærstu fyrirtækja geirans. Niðurstöðurnar sýna að hlutfall kvenna í hópi starfsfólks orku- og veitugeirans hefur ekki breyst mikið á þessum árum, að undanskildum framkvæmdastjórnum þar sem hlutur kvenna hefur aukist. Hlutföllin segja þó ekki alla söguna. Geirinn hefur stækkað og því hefur konum í greininni fjölgað verulega, þótt hlutfallið standi að mestu í stað. Á vinnustöðunum upplifum við þannig gjörbreytingu á síðustu fimm árum, jafnvel þótt tölfræðin sýni aðeins hóflega breytingu. Ástæðan er meðal annars sú að samsetning hópsins hefur breyst. Konur eru ekki lengur að stórum hluta í þjónustu- og stoðhlutverkum; þær eru komnar í áhrifastöður í orkugeiranum. Þær leiða þróunarverkefni, stýra stafrænum umbreytingum, fjármagna framkvæmdir, byggja upp öryggis- og umbótamenningu, hanna stafrænar lausnir og taka þátt í flóknum ákvörðunum um nýtingu og uppbyggingu. Hópurinn er líka orðinn mun fjölbreyttari, yngri og eldri konur, ólík menntun og ólíkur bakgrunnur. Mest hallar enn á í störfum sem krefjast iðnmenntunar og þar þurfum við að gera betur. Til þess þarf bæði breitt samstarf við yfirvöld og menntastofnanir og fleiri og fjölbreyttari fyrirmyndir. Einn, tveir... Af tólf stærstu orku- og veitufyrirtækjum landsins situr kona á forstjórastóli í tveimur þeirra. Það er framför og hún skiptir máli, en hún segir okkur líka að það eru tækifæri til að gera betur. Fjölbreytt teymi taka betri ákvarðanir, leysa hraðar úr flóknum áskorunum og skapa meira traust, það veit hver sá sem hefur stýrt breytingum eða setið í stjórn. Í geira þar sem við erum að fjárfesta fyrir tugi milljarða, breyta landnotkun og tryggja orkuskipti fyrir heila þjóð er einfaldlega óskynsamlegt að nýta ekki hæfileika fólks af öllum kynjum og með ólíkan bakgrunn, menntun og reynslu. Þess vegna höfum við í KÍO sett af stað vitundarvakninguna „Hér starfa líka konur“. Með viðtölum og myndum á samfélagsmiðlum sýnum við konur í ólíkum störfum og búum þannig til fyrirmyndir: jarðfræðing sem kortleggur jarðhita, sérfræðing í stjórnstöð sem fylgist með flæði orkunnar, fjármálastjóra sem tryggir að góðar hugmyndir fái eldsneyti, rafvirkja sem sinnir rekstri og viðhaldi í aflstöð og öryggis- og gæðastjóra sem byggir upp trausta öryggismenningu. Þar fyrir utan höldum við viðburði allt árið þar sem konur í geiranum tengjast og mynda sterkt faglegt net. Skýr skilaboð Skilaboðin til ungs fólks og þeirra sem eru að velta næstu skrefum fyrir sér eru einföld: það eru fleiri leiðir inn í orkugeirann en þú heldur. Þetta er sannarlega geiri fyrir tæknifólk og verkfræðinga,en líka fyrir lögfræðinga, hönnuði, rafvirkja, pípara, verkefnastjóra, rekstrarfólk og mannauðs- og samskiptasérfræðinga. Þetta er vettvangur fyrir fjölbreyttan hóp fólks sem vill hafa áhrif og byggja upp innviði framtíðar. Skilaboðin til fyrirtækjanna eru ekki síður skýr: það skiptir máli hvernig þið ráðið, leiðið og lyftið fólki upp. Ég er sannfærð um að aukin fjölbreytni í starfsmannahópnum á öllum sviðum orkugeirans muni auka verðmætasköpun og ýta undir samkeppnishæfni hans til framtíðar. Höfundur er formaður KÍO - Kvenna í orkumálum og forstöðumaður hjá Landsvirkjun.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun