Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar 11. desember 2025 07:30 Endalausar bommertur Flokks fólksins þar sem þingmönnum og ráðherrum flokksins virðist ómögulegt að skilja ábyrgðina sem fylgir nýfengnu valdi sínu hefur vissulega gert Kristrúnu Frostadóttur og ríkisstjórn hennar erfitt fyrir á þessu fyrsta starfsári. Hjá flokki fólksins er einn ráðherra farinn vegna hneykslismáls, annar ráðherra sagðist hafa ítök í lögreglunni þegar skór voru í rangri hillu, tveir skólastjórar reknir í kjölfarið á því, fjölmiðlar sagðir flytja falsfréttir með þeim afleiðingum að styrkir til þeirra voru lækkaðir og jarðgöng slegin af því ráðherra las ekki skýrslu sem hann pantaði sjálfur. Fleira var það nú ekki. Þetta er þó ekki stóra vandamál Kristrúnar Frostadóttur. Vandamál hennar og Samfylkingarinnar eru vörusvikin við þjóðina sem hún lofaði að hækka ekki skattana á. „Samfylkingin ætlar ekki að hækka skatta á vinnandi fólk,“ sagði Kristrún í kosningabaráttunni en hækkaði svo skatta á sjávarútveg, ferðaþjónustuna, farartæki og hjón sem nýta samsköttun, allt í samstarfi við Viðreisn. Það er alveg sama í hvaða búning markaðsstofa Samfylkingarinnar setur þessar skattahækkanir eða hversu mörg orð eru skrifuð. Það sáu allir hvað gerðist síðasta föstudag þegar skattar voru hækkaðir í fyrstu fjárlögum ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur um 25 milljarða. Sama dag kaus ríkisstjórnin gegn 32 milljarða skattalækkunartillögum Sjálfstæðisflokksins. Samfylkingin spyr reglulega hvað hún geti gert fyrir fólkið í daglega lífinu og segist vera „í vinnunni fyrir þig“ á meðan Viðreisn segist „Láta verkin tala“. Flott slagorð en hverju skila þau þegar þessir tveir flokkar hafa gleymt öllu sem sagt var um skattahækkanir í kosningabaráttunni og ætla nú að ráðast á buddur fólks og fyrirtækja. Ef þessir flokkar vilja virkilega gera eitthvað fyrir fólkið í daglega lífinu væri það að standa við gefin loforð um að hækka ekki skatta. Flokkur fólksins er bara hluti af vandamálinu og hefur meiri áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið en þjóðina alla. Það að segja eitt og gera annað með skattahækkanir er það sem hefur raunveruleg áhrif á hið daglega líf. Höfundur er varaformaður Sjálfstæðisflokksins og þingmaður Norðausturkjördæmis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Skattar, tollar og gjöld Mest lesið Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson Skoðun Til verði evrópskt heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Bók ársins Kjartan Valgarðsson Skoðun Strandlengjan er útivistarsvæði fólksins – ekki hraðbraut Vilborg Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Snjór í Ártúnsbrekku Stefán Pálsson skrifar Skoðun Bók ársins Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Það hefði mátt hlusta á FÍB Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Aðgengi fatlaðs fólks að vinnumarkaði er ekki góðgerð, það er jöfnuður Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Skamm, skamm Davíð Bergmann skrifar Skoðun Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason skrifar Skoðun Réttarkerfið sem vinnur gegn börnum Theodóra Líf Aradóttir skrifar Skoðun Fíkn er ekki skömm – hún er sjúkdómur Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Til verði evrópskt heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ert þú ekki bara pólitíkus? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Öryggi Íslands á ólgutímum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Æskan er okkar fjársjóður Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Strandlengjan er útivistarsvæði fólksins – ekki hraðbraut Vilborg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Af hverju opinbert heilbrigðiskerfi? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Umræðan um bólusetningar barna á algjörum villigötum Júlíus Valsson skrifar Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson skrifar Skoðun RÚV, aðgerðasinnar og íslenskan okkar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvað er karlmennska? Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Endalausar bommertur Flokks fólksins þar sem þingmönnum og ráðherrum flokksins virðist ómögulegt að skilja ábyrgðina sem fylgir nýfengnu valdi sínu hefur vissulega gert Kristrúnu Frostadóttur og ríkisstjórn hennar erfitt fyrir á þessu fyrsta starfsári. Hjá flokki fólksins er einn ráðherra farinn vegna hneykslismáls, annar ráðherra sagðist hafa ítök í lögreglunni þegar skór voru í rangri hillu, tveir skólastjórar reknir í kjölfarið á því, fjölmiðlar sagðir flytja falsfréttir með þeim afleiðingum að styrkir til þeirra voru lækkaðir og jarðgöng slegin af því ráðherra las ekki skýrslu sem hann pantaði sjálfur. Fleira var það nú ekki. Þetta er þó ekki stóra vandamál Kristrúnar Frostadóttur. Vandamál hennar og Samfylkingarinnar eru vörusvikin við þjóðina sem hún lofaði að hækka ekki skattana á. „Samfylkingin ætlar ekki að hækka skatta á vinnandi fólk,“ sagði Kristrún í kosningabaráttunni en hækkaði svo skatta á sjávarútveg, ferðaþjónustuna, farartæki og hjón sem nýta samsköttun, allt í samstarfi við Viðreisn. Það er alveg sama í hvaða búning markaðsstofa Samfylkingarinnar setur þessar skattahækkanir eða hversu mörg orð eru skrifuð. Það sáu allir hvað gerðist síðasta föstudag þegar skattar voru hækkaðir í fyrstu fjárlögum ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur um 25 milljarða. Sama dag kaus ríkisstjórnin gegn 32 milljarða skattalækkunartillögum Sjálfstæðisflokksins. Samfylkingin spyr reglulega hvað hún geti gert fyrir fólkið í daglega lífinu og segist vera „í vinnunni fyrir þig“ á meðan Viðreisn segist „Láta verkin tala“. Flott slagorð en hverju skila þau þegar þessir tveir flokkar hafa gleymt öllu sem sagt var um skattahækkanir í kosningabaráttunni og ætla nú að ráðast á buddur fólks og fyrirtækja. Ef þessir flokkar vilja virkilega gera eitthvað fyrir fólkið í daglega lífinu væri það að standa við gefin loforð um að hækka ekki skatta. Flokkur fólksins er bara hluti af vandamálinu og hefur meiri áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið en þjóðina alla. Það að segja eitt og gera annað með skattahækkanir er það sem hefur raunveruleg áhrif á hið daglega líf. Höfundur er varaformaður Sjálfstæðisflokksins og þingmaður Norðausturkjördæmis.
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi fatlaðs fólks að vinnumarkaði er ekki góðgerð, það er jöfnuður Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason skrifar
Skoðun Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun