Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar 11. desember 2025 07:30 Endalausar bommertur Flokks fólksins þar sem þingmönnum og ráðherrum flokksins virðist ómögulegt að skilja ábyrgðina sem fylgir nýfengnu valdi sínu hefur vissulega gert Kristrúnu Frostadóttur og ríkisstjórn hennar erfitt fyrir á þessu fyrsta starfsári. Hjá flokki fólksins er einn ráðherra farinn vegna hneykslismáls, annar ráðherra sagðist hafa ítök í lögreglunni þegar skór voru í rangri hillu, tveir skólastjórar reknir í kjölfarið á því, fjölmiðlar sagðir flytja falsfréttir með þeim afleiðingum að styrkir til þeirra voru lækkaðir og jarðgöng slegin af því ráðherra las ekki skýrslu sem hann pantaði sjálfur. Fleira var það nú ekki. Þetta er þó ekki stóra vandamál Kristrúnar Frostadóttur. Vandamál hennar og Samfylkingarinnar eru vörusvikin við þjóðina sem hún lofaði að hækka ekki skattana á. „Samfylkingin ætlar ekki að hækka skatta á vinnandi fólk,“ sagði Kristrún í kosningabaráttunni en hækkaði svo skatta á sjávarútveg, ferðaþjónustuna, farartæki og hjón sem nýta samsköttun, allt í samstarfi við Viðreisn. Það er alveg sama í hvaða búning markaðsstofa Samfylkingarinnar setur þessar skattahækkanir eða hversu mörg orð eru skrifuð. Það sáu allir hvað gerðist síðasta föstudag þegar skattar voru hækkaðir í fyrstu fjárlögum ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur um 25 milljarða. Sama dag kaus ríkisstjórnin gegn 32 milljarða skattalækkunartillögum Sjálfstæðisflokksins. Samfylkingin spyr reglulega hvað hún geti gert fyrir fólkið í daglega lífinu og segist vera „í vinnunni fyrir þig“ á meðan Viðreisn segist „Láta verkin tala“. Flott slagorð en hverju skila þau þegar þessir tveir flokkar hafa gleymt öllu sem sagt var um skattahækkanir í kosningabaráttunni og ætla nú að ráðast á buddur fólks og fyrirtækja. Ef þessir flokkar vilja virkilega gera eitthvað fyrir fólkið í daglega lífinu væri það að standa við gefin loforð um að hækka ekki skatta. Flokkur fólksins er bara hluti af vandamálinu og hefur meiri áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið en þjóðina alla. Það að segja eitt og gera annað með skattahækkanir er það sem hefur raunveruleg áhrif á hið daglega líf. Höfundur er varaformaður Sjálfstæðisflokksins og þingmaður Norðausturkjördæmis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Skattar, tollar og gjöld Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Endalausar bommertur Flokks fólksins þar sem þingmönnum og ráðherrum flokksins virðist ómögulegt að skilja ábyrgðina sem fylgir nýfengnu valdi sínu hefur vissulega gert Kristrúnu Frostadóttur og ríkisstjórn hennar erfitt fyrir á þessu fyrsta starfsári. Hjá flokki fólksins er einn ráðherra farinn vegna hneykslismáls, annar ráðherra sagðist hafa ítök í lögreglunni þegar skór voru í rangri hillu, tveir skólastjórar reknir í kjölfarið á því, fjölmiðlar sagðir flytja falsfréttir með þeim afleiðingum að styrkir til þeirra voru lækkaðir og jarðgöng slegin af því ráðherra las ekki skýrslu sem hann pantaði sjálfur. Fleira var það nú ekki. Þetta er þó ekki stóra vandamál Kristrúnar Frostadóttur. Vandamál hennar og Samfylkingarinnar eru vörusvikin við þjóðina sem hún lofaði að hækka ekki skattana á. „Samfylkingin ætlar ekki að hækka skatta á vinnandi fólk,“ sagði Kristrún í kosningabaráttunni en hækkaði svo skatta á sjávarútveg, ferðaþjónustuna, farartæki og hjón sem nýta samsköttun, allt í samstarfi við Viðreisn. Það er alveg sama í hvaða búning markaðsstofa Samfylkingarinnar setur þessar skattahækkanir eða hversu mörg orð eru skrifuð. Það sáu allir hvað gerðist síðasta föstudag þegar skattar voru hækkaðir í fyrstu fjárlögum ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur um 25 milljarða. Sama dag kaus ríkisstjórnin gegn 32 milljarða skattalækkunartillögum Sjálfstæðisflokksins. Samfylkingin spyr reglulega hvað hún geti gert fyrir fólkið í daglega lífinu og segist vera „í vinnunni fyrir þig“ á meðan Viðreisn segist „Láta verkin tala“. Flott slagorð en hverju skila þau þegar þessir tveir flokkar hafa gleymt öllu sem sagt var um skattahækkanir í kosningabaráttunni og ætla nú að ráðast á buddur fólks og fyrirtækja. Ef þessir flokkar vilja virkilega gera eitthvað fyrir fólkið í daglega lífinu væri það að standa við gefin loforð um að hækka ekki skatta. Flokkur fólksins er bara hluti af vandamálinu og hefur meiri áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið en þjóðina alla. Það að segja eitt og gera annað með skattahækkanir er það sem hefur raunveruleg áhrif á hið daglega líf. Höfundur er varaformaður Sjálfstæðisflokksins og þingmaður Norðausturkjördæmis.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun