Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar 10. desember 2025 12:00 Nú þegar jólaösin er komin á fullt skrið er margt í gangi hjá fólki. Á þessum tíma árs er oft meira um að vera í vinnunni, ýmis verkefni sem þarf að klára fyrir jólafríið. Þar að auki bætast við væntingar og hlutir eins og kaup á jólagjöfum, jólaboð, bakstur, skreytingar og margt fleira. Þetta tímabil getur verið eins og tvíeggja sverð, þar sem þunn lína er á milli þess að upplifa það á jákvæðan hátt, njóta þess sem það hefur upp á að bjóða og þess að upplifa það á neikvæðan hátt, kikna undan álagi og kröfum og missa sjónar á því sem skiptir mestu máli. Það er því ennþá mikilvægara að gefa sér tíma til að staldra við á þessum tíma og spyrja sjálfan sig: Hvað er það sem ég vil gera þessi jól? Hvað hef ég tíma og orku til að gera núna? Hvernig get ég notið þess? Hverju vil ég sleppa og hvað má bíða? Hvað gæti ég fengið hjálp með? Slíkar spurningar hjálpa okkur að bera kennsl á hvað það er sem við viljum í raun og veru þessi jól, þar sem það getur verið mjög auðvelt að láta ytri væntingar stjórna og enda á því að eltast við skyldur sem okkur finnst við eiga að sinna. Taugakerfið, tvær rásir sem móta upplifunina Annað stórt atriði sem mótar upplifun okkar á þessu tímabili er innra ástandið, ástand taugakerfisins. Það getur skipt sköpum hvort við séum í of miklu streituástandi (sympatíska kerfinu) eða í róandi ástandi (parasympatíska kerfinu). Það má líkja þessu við tvær rásir sem við stillum okkur inná, og hvor rásin hefur afgerandi áhrif á hvernig við skynjum daginn okkar. Dagur sem við upplifum í streiturásinni getur virst erfiður, orkufrekur og fullur af hindrunum og erfiðum samskiptum. Þegar við erum í streiturásinni er líkaminn á varðbergi, hjartsláttur verður örari, öndun grynnri og heilinn tekur frekar eftir vandamálum. Dagur upplifaður í róandi rásinni getur hins vegar verið ljúfur, skemmtilegur og fullur af góðum augnablikum og samskiptum. Þegar við erum í róandi rásinni hægist á líkamanum, öndunin verður dýpri, melting og endurheimt fara í gang og heilinn á auðveldara með að sjá lausnir, hlýju og tengsl. Góðu fréttirnar eru þær að við getum haft áhrif á hvaða rás við erum í. Við getum róað taugakerfið með ýmsum leiðum og stillt okkur inn á róandi rásina þegar við finnum að streiturásin hefur náð yfirhöndinni, til dæmis með því að gefa okkur tíma fyrir samverustundir með fólki sem okkur líður vel með, með nægum og reglulegum hvíldum og með hægari og dýpri öndun. Við höfum tækifæri til þess að upplifa jólin á jákvæðari hátt, með því að vera meðvitaðri um hvorri rásinni við erum í. Á þessu annasama tímabili eru góðar líkur á því að við séum oftar stillt inn á streiturásina, án þess að taka eftir því. Því skiptir það enn meira máli að muna eftir athöfnum sem stilla okkur inn á róandi rásina. Það hjálpar okkur að nálgast jólahátíðina með meiri ró, að njóta fleiri góðra stunda og að eiga auðveldara með að finna tengsl og bandamenn í kringum okkur. Höfundur er doktor í lífeðlislegri sálfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigrún Þóra Sveinsdóttir Jól Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar jólaösin er komin á fullt skrið er margt í gangi hjá fólki. Á þessum tíma árs er oft meira um að vera í vinnunni, ýmis verkefni sem þarf að klára fyrir jólafríið. Þar að auki bætast við væntingar og hlutir eins og kaup á jólagjöfum, jólaboð, bakstur, skreytingar og margt fleira. Þetta tímabil getur verið eins og tvíeggja sverð, þar sem þunn lína er á milli þess að upplifa það á jákvæðan hátt, njóta þess sem það hefur upp á að bjóða og þess að upplifa það á neikvæðan hátt, kikna undan álagi og kröfum og missa sjónar á því sem skiptir mestu máli. Það er því ennþá mikilvægara að gefa sér tíma til að staldra við á þessum tíma og spyrja sjálfan sig: Hvað er það sem ég vil gera þessi jól? Hvað hef ég tíma og orku til að gera núna? Hvernig get ég notið þess? Hverju vil ég sleppa og hvað má bíða? Hvað gæti ég fengið hjálp með? Slíkar spurningar hjálpa okkur að bera kennsl á hvað það er sem við viljum í raun og veru þessi jól, þar sem það getur verið mjög auðvelt að láta ytri væntingar stjórna og enda á því að eltast við skyldur sem okkur finnst við eiga að sinna. Taugakerfið, tvær rásir sem móta upplifunina Annað stórt atriði sem mótar upplifun okkar á þessu tímabili er innra ástandið, ástand taugakerfisins. Það getur skipt sköpum hvort við séum í of miklu streituástandi (sympatíska kerfinu) eða í róandi ástandi (parasympatíska kerfinu). Það má líkja þessu við tvær rásir sem við stillum okkur inná, og hvor rásin hefur afgerandi áhrif á hvernig við skynjum daginn okkar. Dagur sem við upplifum í streiturásinni getur virst erfiður, orkufrekur og fullur af hindrunum og erfiðum samskiptum. Þegar við erum í streiturásinni er líkaminn á varðbergi, hjartsláttur verður örari, öndun grynnri og heilinn tekur frekar eftir vandamálum. Dagur upplifaður í róandi rásinni getur hins vegar verið ljúfur, skemmtilegur og fullur af góðum augnablikum og samskiptum. Þegar við erum í róandi rásinni hægist á líkamanum, öndunin verður dýpri, melting og endurheimt fara í gang og heilinn á auðveldara með að sjá lausnir, hlýju og tengsl. Góðu fréttirnar eru þær að við getum haft áhrif á hvaða rás við erum í. Við getum róað taugakerfið með ýmsum leiðum og stillt okkur inn á róandi rásina þegar við finnum að streiturásin hefur náð yfirhöndinni, til dæmis með því að gefa okkur tíma fyrir samverustundir með fólki sem okkur líður vel með, með nægum og reglulegum hvíldum og með hægari og dýpri öndun. Við höfum tækifæri til þess að upplifa jólin á jákvæðari hátt, með því að vera meðvitaðri um hvorri rásinni við erum í. Á þessu annasama tímabili eru góðar líkur á því að við séum oftar stillt inn á streiturásina, án þess að taka eftir því. Því skiptir það enn meira máli að muna eftir athöfnum sem stilla okkur inn á róandi rásina. Það hjálpar okkur að nálgast jólahátíðina með meiri ró, að njóta fleiri góðra stunda og að eiga auðveldara með að finna tengsl og bandamenn í kringum okkur. Höfundur er doktor í lífeðlislegri sálfræði.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun