Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Jakob Bjarnar skrifar 9. desember 2025 16:43 Nýtt fréttastef fréttastofu Rúv var kynnt á dögunum. Sitt sýnist hverjum um hversu gott stefið er en mönnum þykir verra að ríkisstofnunin hafi leitað til hollenskra aðila varðandi gerð stefsins. skjáskot Fréttastofa Ríkisútvarpsins kynnti nýverið með stolti nýtt fréttastef. Viðbrögðin hafa verið blendin en það var fyrst að brúnin á mönnum fór að síga þegar spurðist að stefið væri ættað úr erlendri „djingla-verksmiðju“. Hljóðheimurinn er unninn af hollenska fyrirtækinu Pure Jingles sem sérhæfir sig á þessu sviði. Á Facebook-síðunni „Hljóðnördar án landamæra“ eru ýmsir íslenskir tónlistarmenn til að tjá sig um þetta framtak. „Ah, erlent og fínt!“ segir Karl Olgeirsson tónlistarmaður. Og bætir því við að þetta sé ein jörð og eitt markaðssvæði. Einar Bárðarson markaðsmaður bætir því við að Rúv hafi greinilega pantað eitthvað sem „sounds like BBC – en fínt stef.“ Og Golli McLandish tónlistar- og hljóðmaður segist að eiginlega sé ekki hægt að tala um „stef“ í þessu sambandi. Burtséð frá því hvort stefið sé gott eður ei má spyrja hvort Ríkisútvarpið hafi einhverjar skyldur gagnvart innlendri framleiðslu á þessu sviði? Þó það megi heita á gráu svæði gætu einkareknir fjölmiðlar á borð við Sýn eða Símann ef til vill leitað á erlend mið með svona nokkuð en Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu, hefur skyldum að gegna gagnvart íslenskum listamönnum. En þau þar á bæ kusu að leita út fyrir landsteina. Í lögum um Ríkisútvarpið er ekki kveðið á um þetta með afdráttarlausum hætti en andi laganna er þó augljóslega sá: I. kafli. Almenn ákvæði. 1. gr. Markmið. Markmið laga þessara er að stuðla að lýðræðislegri umræðu, menningarlegri fjölbreytni og félagslegri samheldni í íslensku samfélagi með fjölmiðlaþjónustu í almannaþágu. Ríkisútvarpinu er falin framkvæmd hennar eins og nánar er kveðið á um í lögum þessum. Ríkisútvarpið er þjóðarmiðill og skal rækja fjölbreytt hlutverk sitt af fagmennsku, metnaði, heiðarleika og virðingu. Það skal leggja rækt við íslenska tungu, menningu, sögu þjóðarinnar og menningararfleifð. Birgir Tryggvason hljóðmaður, sem titlar sig fjölrásahljóðbendil í símaskrá, hefur hljóðblandað ógrynni sjónvarpsþátta er er um þessar mundir að vinna við gerð Skaupsins. Biggi hefur auk þess samið og framleitt flest fréttastef síðustu áratugina bæði fyrir RÚV og Sýn. Hann á meðal annars stefið sem Sýn notar í sjónvarpsfréttum nú um stundir og Stöð 2 árin á undan. Hvað sýnist honum um þetta? „Það er þröngur hópur sem í raun er í þessum verkum í hjáverkum. Ég hef verið heppinn síðan ég gerði þetta fyrst 1999, fyrir Rúv, og tekið var í gagnið 2000 og svo Stöð 2 skömmu síðar. Jú, það hefði verið skemmtilegra að afhenda prikið einhverjum ungum og upprennandi héðan. En til þess ber að líta að við höfum flestir okkar samið stefstúfa fyrir erlenda aðila.“ En það hafa þá varla verið ríkisfyrirtæki? „Nei ég hef reyndar ekki komið nálægt erlendum ríkisfyrirtækjum. En þetta er fínt stöff hjá Hollendingunum.“ Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Rekstur hins opinbera Tækni Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira
Hljóðheimurinn er unninn af hollenska fyrirtækinu Pure Jingles sem sérhæfir sig á þessu sviði. Á Facebook-síðunni „Hljóðnördar án landamæra“ eru ýmsir íslenskir tónlistarmenn til að tjá sig um þetta framtak. „Ah, erlent og fínt!“ segir Karl Olgeirsson tónlistarmaður. Og bætir því við að þetta sé ein jörð og eitt markaðssvæði. Einar Bárðarson markaðsmaður bætir því við að Rúv hafi greinilega pantað eitthvað sem „sounds like BBC – en fínt stef.“ Og Golli McLandish tónlistar- og hljóðmaður segist að eiginlega sé ekki hægt að tala um „stef“ í þessu sambandi. Burtséð frá því hvort stefið sé gott eður ei má spyrja hvort Ríkisútvarpið hafi einhverjar skyldur gagnvart innlendri framleiðslu á þessu sviði? Þó það megi heita á gráu svæði gætu einkareknir fjölmiðlar á borð við Sýn eða Símann ef til vill leitað á erlend mið með svona nokkuð en Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu, hefur skyldum að gegna gagnvart íslenskum listamönnum. En þau þar á bæ kusu að leita út fyrir landsteina. Í lögum um Ríkisútvarpið er ekki kveðið á um þetta með afdráttarlausum hætti en andi laganna er þó augljóslega sá: I. kafli. Almenn ákvæði. 1. gr. Markmið. Markmið laga þessara er að stuðla að lýðræðislegri umræðu, menningarlegri fjölbreytni og félagslegri samheldni í íslensku samfélagi með fjölmiðlaþjónustu í almannaþágu. Ríkisútvarpinu er falin framkvæmd hennar eins og nánar er kveðið á um í lögum þessum. Ríkisútvarpið er þjóðarmiðill og skal rækja fjölbreytt hlutverk sitt af fagmennsku, metnaði, heiðarleika og virðingu. Það skal leggja rækt við íslenska tungu, menningu, sögu þjóðarinnar og menningararfleifð. Birgir Tryggvason hljóðmaður, sem titlar sig fjölrásahljóðbendil í símaskrá, hefur hljóðblandað ógrynni sjónvarpsþátta er er um þessar mundir að vinna við gerð Skaupsins. Biggi hefur auk þess samið og framleitt flest fréttastef síðustu áratugina bæði fyrir RÚV og Sýn. Hann á meðal annars stefið sem Sýn notar í sjónvarpsfréttum nú um stundir og Stöð 2 árin á undan. Hvað sýnist honum um þetta? „Það er þröngur hópur sem í raun er í þessum verkum í hjáverkum. Ég hef verið heppinn síðan ég gerði þetta fyrst 1999, fyrir Rúv, og tekið var í gagnið 2000 og svo Stöð 2 skömmu síðar. Jú, það hefði verið skemmtilegra að afhenda prikið einhverjum ungum og upprennandi héðan. En til þess ber að líta að við höfum flestir okkar samið stefstúfa fyrir erlenda aðila.“ En það hafa þá varla verið ríkisfyrirtæki? „Nei ég hef reyndar ekki komið nálægt erlendum ríkisfyrirtækjum. En þetta er fínt stöff hjá Hollendingunum.“
I. kafli. Almenn ákvæði. 1. gr. Markmið. Markmið laga þessara er að stuðla að lýðræðislegri umræðu, menningarlegri fjölbreytni og félagslegri samheldni í íslensku samfélagi með fjölmiðlaþjónustu í almannaþágu. Ríkisútvarpinu er falin framkvæmd hennar eins og nánar er kveðið á um í lögum þessum. Ríkisútvarpið er þjóðarmiðill og skal rækja fjölbreytt hlutverk sitt af fagmennsku, metnaði, heiðarleika og virðingu. Það skal leggja rækt við íslenska tungu, menningu, sögu þjóðarinnar og menningararfleifð.
Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Rekstur hins opinbera Tækni Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira