„Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 7. desember 2025 18:06 Péskov t.h. er helsti talsmaður Rússlandsstjórnar Pútíns t.v. AP Rússlandsstjórn fagnar nýrri þjóðaröryggisstefnu Bandaríkjanna ákaft. Talsmaður Kremlar segir hana að miklu leyti samræmda stefnu Rússa. Þessi ummæli hefur Guardian eftir Dmítríj Péskov talsmanni rússnesku ríkisstjórnarinnar. Þau eru viðbrögð við nýbirtri þjóðaröryggisstefnu sem stjórnvöld í Washington birtu á föstudaginn þar sem samband Bandaríkjanna og Rússlands er sagt forgangsatriði, sem og að kynda undir óstöðugleika innan lýðræðisríkja Evrópu. Bandaríkjastjórn segir Evrópuríki þagga niður í andstöðu og sýna af sér alræðistilburði á sama tíma og Trump Bandaríkjaforseti stendur í málaferlum við alla helstu fjölmiðla Bandaríkjanna sem allir helstu greinendur sammælast um að sé blanda af fjárkúgun og ritskoðun. Fagnað í Kreml Nýkynntar áherslur Trumpstjórnarinnar í alþjóðamálum hafa fallið mjög vel í kramið hjá Pútín. „Breytingarnar sem við erum að sjá eru að miklu leyti í samræmi við okkar sýn,“ er haft eftir Péskov. Hann fagnaði því ákaft að Trumpstjórnin vildi þétta böndin landanna á milli. Hann varaði í leiðinni við því að „djúpríkið“ svokallaða myndi leggja sig fram við að spilla framtíðarsýn Trumps. Tengdasonurinn og gamli golffélaginn Þjóðaröryggisstefnan var birt á meðan fulltrúar Úkraínu funduðu með golffélaga Trumps sem hann hefur gert sérstakan erindreka og tengdasyni Trumps í Miami. Fundarmenn segja ýmislegt jákvætt hafa komið fram á fundinum en lítið bendir til þess að áþreifanlegum árangri hafi þar verið náð. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti heldur til Bretlands á morgun, mánudag, þar sem hann mun funda með Keir Starmer forsætisráðherra, Emmanuel Macron Frakklandsforseta og Friedrich Merz Þýskalandskanslara í Downing-stræti og upplýsa þá um stöðu yfirstandandi viðræðna milli bandarískra og úkraínskra erindreka um mögulegan friðarsáttmála. Rússland Bandaríkin Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Donald Trump Vladimír Pútín Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Fleiri fréttir Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Sjá meira
Þessi ummæli hefur Guardian eftir Dmítríj Péskov talsmanni rússnesku ríkisstjórnarinnar. Þau eru viðbrögð við nýbirtri þjóðaröryggisstefnu sem stjórnvöld í Washington birtu á föstudaginn þar sem samband Bandaríkjanna og Rússlands er sagt forgangsatriði, sem og að kynda undir óstöðugleika innan lýðræðisríkja Evrópu. Bandaríkjastjórn segir Evrópuríki þagga niður í andstöðu og sýna af sér alræðistilburði á sama tíma og Trump Bandaríkjaforseti stendur í málaferlum við alla helstu fjölmiðla Bandaríkjanna sem allir helstu greinendur sammælast um að sé blanda af fjárkúgun og ritskoðun. Fagnað í Kreml Nýkynntar áherslur Trumpstjórnarinnar í alþjóðamálum hafa fallið mjög vel í kramið hjá Pútín. „Breytingarnar sem við erum að sjá eru að miklu leyti í samræmi við okkar sýn,“ er haft eftir Péskov. Hann fagnaði því ákaft að Trumpstjórnin vildi þétta böndin landanna á milli. Hann varaði í leiðinni við því að „djúpríkið“ svokallaða myndi leggja sig fram við að spilla framtíðarsýn Trumps. Tengdasonurinn og gamli golffélaginn Þjóðaröryggisstefnan var birt á meðan fulltrúar Úkraínu funduðu með golffélaga Trumps sem hann hefur gert sérstakan erindreka og tengdasyni Trumps í Miami. Fundarmenn segja ýmislegt jákvætt hafa komið fram á fundinum en lítið bendir til þess að áþreifanlegum árangri hafi þar verið náð. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti heldur til Bretlands á morgun, mánudag, þar sem hann mun funda með Keir Starmer forsætisráðherra, Emmanuel Macron Frakklandsforseta og Friedrich Merz Þýskalandskanslara í Downing-stræti og upplýsa þá um stöðu yfirstandandi viðræðna milli bandarískra og úkraínskra erindreka um mögulegan friðarsáttmála.
Rússland Bandaríkin Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Donald Trump Vladimír Pútín Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Fleiri fréttir Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila